Höskuldur segir Sigmund Davíð setja allt í upplausn Atli Ísleifsson skrifar 27. júlí 2016 11:51 Höskuldur Þórhallsson. Vísir/Ernir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að ekki liggi á að halda þingkosningar í haust sé til þess eins fallið að „koma í veg fyrir þá mikilvægu vinnu sem framundan er í þinginu og setja þar allt í upplausn.“ Höskuldur lætur orðin falla á Facebook-síðu sinni og segir að slíkt myndi einnig sprengja ríkisstjórnina og þar með færu mörg mál í súginn.Panama-lekinn Í færslunni fjallar Höskuldur um bréf formanns Framsóknarflokksins til félagsmanna flokksins. „Í kjölfar Panamaskjalanna þar sem upplýst var um spillingu, leynd, skattsvik fjölmargra einstaklinga, sagði þáverandi forsætisráðherra af sér. Í kjölfarið samþykkti þingflokkur Framsóknarflokksins það skilyrði Sjálfstæðismanna að kosningar yrðu haldnar í haust gegn því að Sjálfstæðisflokkurinn féllist á að Framsóknarflokkurinn skipaði áfram forsætisráðherra úr sínum röðum. Á það féllst Sjálfstæðisflokkurinn og Sigurður Ingi Jóhannsson tók við af formanni flokksins,“ segir í færslunni.Samkomulagið Höskuldur segir að þingflokkur Framsóknar hafi sett þetta skilyrði ekki síst til að tryggja „að unnt væri að halda áfram vinnu við og klára mikilvæg mál á borð við húsnæðisfrumvörp, afnám hafta, mikilvægar samgöngubætur auk fleiri mála sem listuð voru upp í samkomulaginu.“Forsætisráðherra mjög á móti skapi Þingflokkur Framsóknar hafi unnið í samræmi við þetta samkomulag þrátt fyrir að Höskuldi og mörgum finnist það súrt í broti að ekki verði hægt að ljúka ýmsum öðrum málum sem við teljum einnig mikilvæg. „En ég lít svo á að ekki komi annað til greina en að standa við það samkomulag sem gert var. Ég er ekki einn um þá skoðun í þingflokknum - og bendi m.a. á orð Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra, sem sagði í tilefni þeirrar atburðarásar sem formaðurinn hefur hrundið af stað, að hann væri „vanur því að standa við orð sín“. Ég dreg þá ályktun að nýjasta atburðarásin sé forsætisráðherra mjög að móti skapi.“ Höskuldur lýkur færslunni á að segja að á meðan nákvæm dagsetning kjördags liggi ekki fyrir muni áfram ríkja óvissa um það hvort flokkarnir eigi að halda flokksþing og raða fólki á lista þó að flestir séu vel á veg komnir með þá vinnu. „Það er þó ekki ástæða til að efast um að næstu þingkosningar fari fram í vetrarbyrjun þótt enn sé óljóst með nákvæma dagsetningu,“ segir Höskuldur. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óhjákvæmilegt að fjölga þingfundardögum Óhjákvæmilegt er að bæta við þingfundardögum í haust til að klára öll mál ríkisstjórnarinnar. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Samkomulag um að flýta kosningum hafi verið viðleitni til að ná saman við stjórnarandstöðuna en vantrauststillaga hennar hefði haft áhrif á þau áform. 26. júlí 2016 19:28 Sigmundur Davíð ætlar ekki að hætta í stjórnmálum Sendi félögum sínum bréf í gær þess efnis að hann myndi snúa aftur úr leyfi þegar þing kæmi aftur saman í ágúst. 26. júlí 2016 07:00 Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00 „Ef ekki næst að klára, þá verður ekki kosið“ Gunnar Bragi Sveinsson segir ekki þýða fyrir stjórnarandstöðuna eða aðra að halda öðru fram en að boðun mögulegra kosninga hefði verið háð skilyrðum. 26. júlí 2016 22:51 Birgitta segir Framsóknarflokkinn halda þjóð og þingi í óvissu Þingmaður Pírata vill fá skýrari svör við því frá Framsókn um hvenær kosningar eigi að vera. 26. júlí 2016 11:43 Allar áætlanir þingsins gera ráð fyrir kosningum í haust Einar K. Guðfinnsson segir að stefnt sé að kosningum í haust. 26. júlí 2016 13:15 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að ekki liggi á að halda þingkosningar í haust sé til þess eins fallið að „koma í veg fyrir þá mikilvægu vinnu sem framundan er í þinginu og setja þar allt í upplausn.“ Höskuldur lætur orðin falla á Facebook-síðu sinni og segir að slíkt myndi einnig sprengja ríkisstjórnina og þar með færu mörg mál í súginn.Panama-lekinn Í færslunni fjallar Höskuldur um bréf formanns Framsóknarflokksins til félagsmanna flokksins. „Í kjölfar Panamaskjalanna þar sem upplýst var um spillingu, leynd, skattsvik fjölmargra einstaklinga, sagði þáverandi forsætisráðherra af sér. Í kjölfarið samþykkti þingflokkur Framsóknarflokksins það skilyrði Sjálfstæðismanna að kosningar yrðu haldnar í haust gegn því að Sjálfstæðisflokkurinn féllist á að Framsóknarflokkurinn skipaði áfram forsætisráðherra úr sínum röðum. Á það féllst Sjálfstæðisflokkurinn og Sigurður Ingi Jóhannsson tók við af formanni flokksins,“ segir í færslunni.Samkomulagið Höskuldur segir að þingflokkur Framsóknar hafi sett þetta skilyrði ekki síst til að tryggja „að unnt væri að halda áfram vinnu við og klára mikilvæg mál á borð við húsnæðisfrumvörp, afnám hafta, mikilvægar samgöngubætur auk fleiri mála sem listuð voru upp í samkomulaginu.“Forsætisráðherra mjög á móti skapi Þingflokkur Framsóknar hafi unnið í samræmi við þetta samkomulag þrátt fyrir að Höskuldi og mörgum finnist það súrt í broti að ekki verði hægt að ljúka ýmsum öðrum málum sem við teljum einnig mikilvæg. „En ég lít svo á að ekki komi annað til greina en að standa við það samkomulag sem gert var. Ég er ekki einn um þá skoðun í þingflokknum - og bendi m.a. á orð Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra, sem sagði í tilefni þeirrar atburðarásar sem formaðurinn hefur hrundið af stað, að hann væri „vanur því að standa við orð sín“. Ég dreg þá ályktun að nýjasta atburðarásin sé forsætisráðherra mjög að móti skapi.“ Höskuldur lýkur færslunni á að segja að á meðan nákvæm dagsetning kjördags liggi ekki fyrir muni áfram ríkja óvissa um það hvort flokkarnir eigi að halda flokksþing og raða fólki á lista þó að flestir séu vel á veg komnir með þá vinnu. „Það er þó ekki ástæða til að efast um að næstu þingkosningar fari fram í vetrarbyrjun þótt enn sé óljóst með nákvæma dagsetningu,“ segir Höskuldur.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óhjákvæmilegt að fjölga þingfundardögum Óhjákvæmilegt er að bæta við þingfundardögum í haust til að klára öll mál ríkisstjórnarinnar. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Samkomulag um að flýta kosningum hafi verið viðleitni til að ná saman við stjórnarandstöðuna en vantrauststillaga hennar hefði haft áhrif á þau áform. 26. júlí 2016 19:28 Sigmundur Davíð ætlar ekki að hætta í stjórnmálum Sendi félögum sínum bréf í gær þess efnis að hann myndi snúa aftur úr leyfi þegar þing kæmi aftur saman í ágúst. 26. júlí 2016 07:00 Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00 „Ef ekki næst að klára, þá verður ekki kosið“ Gunnar Bragi Sveinsson segir ekki þýða fyrir stjórnarandstöðuna eða aðra að halda öðru fram en að boðun mögulegra kosninga hefði verið háð skilyrðum. 26. júlí 2016 22:51 Birgitta segir Framsóknarflokkinn halda þjóð og þingi í óvissu Þingmaður Pírata vill fá skýrari svör við því frá Framsókn um hvenær kosningar eigi að vera. 26. júlí 2016 11:43 Allar áætlanir þingsins gera ráð fyrir kosningum í haust Einar K. Guðfinnsson segir að stefnt sé að kosningum í haust. 26. júlí 2016 13:15 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Óhjákvæmilegt að fjölga þingfundardögum Óhjákvæmilegt er að bæta við þingfundardögum í haust til að klára öll mál ríkisstjórnarinnar. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Samkomulag um að flýta kosningum hafi verið viðleitni til að ná saman við stjórnarandstöðuna en vantrauststillaga hennar hefði haft áhrif á þau áform. 26. júlí 2016 19:28
Sigmundur Davíð ætlar ekki að hætta í stjórnmálum Sendi félögum sínum bréf í gær þess efnis að hann myndi snúa aftur úr leyfi þegar þing kæmi aftur saman í ágúst. 26. júlí 2016 07:00
Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00
„Ef ekki næst að klára, þá verður ekki kosið“ Gunnar Bragi Sveinsson segir ekki þýða fyrir stjórnarandstöðuna eða aðra að halda öðru fram en að boðun mögulegra kosninga hefði verið háð skilyrðum. 26. júlí 2016 22:51
Birgitta segir Framsóknarflokkinn halda þjóð og þingi í óvissu Þingmaður Pírata vill fá skýrari svör við því frá Framsókn um hvenær kosningar eigi að vera. 26. júlí 2016 11:43
Allar áætlanir þingsins gera ráð fyrir kosningum í haust Einar K. Guðfinnsson segir að stefnt sé að kosningum í haust. 26. júlí 2016 13:15