Þorsteinn segir yfirlýsingu Höskuldar minna hann á neyðarlegt atvik í Alþingishúsinu Birgir Olgeirsson skrifar 27. júlí 2016 18:06 Höskuldur Þórhallsson og Þorsteinn Sæmundsson. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir yfirlýsingu flokksbróður síns, Höskuldar Þórhallssonar, um orð formanns flokksins minna hann á þegar Höskuldur steig óvænt fram á tröppum í Alþingishúsinu í vor og kynnti öllum að óvörum samkomulag ríkisstjórnarflokkanna. Þetta sagði Þorsteinn í síðdegisútvarpi Rásar 2 en Höskuldur ritaði í dag á Facebook að orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, um að ekki liggi á að halda þingkosningar í haust, séu til þess eins fallin að koma í veg fyrir þá mikilvægu vinnu sem fram undan er í þinginu og setja þar allt í upplausn. „Slíkt myndi einnig sprengja ríkisstjórnina og þar með færu mörg mál í súginn,“skrifaði Höskuldur. Þorsteinn sagði í síðdegisútvarpi Rásar 2 að þessi skrif Höskuldar væru klaufaleg og sagðist ekki vita til þess að aðrir þingmenn Framsóknarflokksins séu honum sammála. Þorsteinn sagði klárt að kosið verði í haust að því gefnu að ákveðin mál ríkisstjórnarinnar verði kláruð, það sé skilningur hans, forsætisráðherrans Sigurðar Inga Jóhannssonar og formanns flokksins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Sigurður Ingi sagði við Ríkisútvarpið fyrr í dag að kosið verði í haust að því gefnu að málefni ríkisstjórnarinnar verði sett í öndvegi og þau kláruð. Sigurður Ingi sagði þau mál sem stjórnarflokkarnir vilji leggja áherslu á séu meðal annars afnám hafta á einstaklinga og fyrirtæki, húsnæðismál og samspil séreignasparnaðar og verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Þar að auki liggi fyrir þrjár tillögur að breytingum á stjórnarskrá. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Framsóknarmenn eru almennt sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 26. júlí 2016 13:40 Kosið að því gefnu að málin klárist Forsætisráðherra vonar að þingið gangi vel. 27. júlí 2016 16:18 Bjarni Ben alveg grænn á toppi Strúts Ekkert hefur náðst í foringja ríkisstjórnarinnar vegna ummæla Sigmundar Davíðs. 27. júlí 2016 15:45 Uppákoma kvöldsins á Alþingi: „Þetta var ferlegt“ "Ég ætlaði mér sko aldeilis ekki að vera einhverskonar "blaðafulltrúi“ nýju stjórnarinnar,“ segir Höskuldur Þórhallsson. 6. apríl 2016 22:55 Höskuldur segir Sigmund Davíð setja allt í upplausn Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að orð Sigmundar Davíðs vera forsætisráðherra mjög á móti skapi. 27. júlí 2016 11:51 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir yfirlýsingu flokksbróður síns, Höskuldar Þórhallssonar, um orð formanns flokksins minna hann á þegar Höskuldur steig óvænt fram á tröppum í Alþingishúsinu í vor og kynnti öllum að óvörum samkomulag ríkisstjórnarflokkanna. Þetta sagði Þorsteinn í síðdegisútvarpi Rásar 2 en Höskuldur ritaði í dag á Facebook að orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, um að ekki liggi á að halda þingkosningar í haust, séu til þess eins fallin að koma í veg fyrir þá mikilvægu vinnu sem fram undan er í þinginu og setja þar allt í upplausn. „Slíkt myndi einnig sprengja ríkisstjórnina og þar með færu mörg mál í súginn,“skrifaði Höskuldur. Þorsteinn sagði í síðdegisútvarpi Rásar 2 að þessi skrif Höskuldar væru klaufaleg og sagðist ekki vita til þess að aðrir þingmenn Framsóknarflokksins séu honum sammála. Þorsteinn sagði klárt að kosið verði í haust að því gefnu að ákveðin mál ríkisstjórnarinnar verði kláruð, það sé skilningur hans, forsætisráðherrans Sigurðar Inga Jóhannssonar og formanns flokksins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Sigurður Ingi sagði við Ríkisútvarpið fyrr í dag að kosið verði í haust að því gefnu að málefni ríkisstjórnarinnar verði sett í öndvegi og þau kláruð. Sigurður Ingi sagði þau mál sem stjórnarflokkarnir vilji leggja áherslu á séu meðal annars afnám hafta á einstaklinga og fyrirtæki, húsnæðismál og samspil séreignasparnaðar og verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Þar að auki liggi fyrir þrjár tillögur að breytingum á stjórnarskrá.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Framsóknarmenn eru almennt sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 26. júlí 2016 13:40 Kosið að því gefnu að málin klárist Forsætisráðherra vonar að þingið gangi vel. 27. júlí 2016 16:18 Bjarni Ben alveg grænn á toppi Strúts Ekkert hefur náðst í foringja ríkisstjórnarinnar vegna ummæla Sigmundar Davíðs. 27. júlí 2016 15:45 Uppákoma kvöldsins á Alþingi: „Þetta var ferlegt“ "Ég ætlaði mér sko aldeilis ekki að vera einhverskonar "blaðafulltrúi“ nýju stjórnarinnar,“ segir Höskuldur Þórhallsson. 6. apríl 2016 22:55 Höskuldur segir Sigmund Davíð setja allt í upplausn Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að orð Sigmundar Davíðs vera forsætisráðherra mjög á móti skapi. 27. júlí 2016 11:51 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Framsóknarmenn eru almennt sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 26. júlí 2016 13:40
Bjarni Ben alveg grænn á toppi Strúts Ekkert hefur náðst í foringja ríkisstjórnarinnar vegna ummæla Sigmundar Davíðs. 27. júlí 2016 15:45
Uppákoma kvöldsins á Alþingi: „Þetta var ferlegt“ "Ég ætlaði mér sko aldeilis ekki að vera einhverskonar "blaðafulltrúi“ nýju stjórnarinnar,“ segir Höskuldur Þórhallsson. 6. apríl 2016 22:55
Höskuldur segir Sigmund Davíð setja allt í upplausn Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að orð Sigmundar Davíðs vera forsætisráðherra mjög á móti skapi. 27. júlí 2016 11:51