Athyglisbrestur og ofurathygli Jón Þór Ólafsson skrifar 28. júlí 2016 06:00 Þeir sem greinast með athyglisbrest eiga margir það sameiginlegt að hafa ofurathygli. En aðeins þegar áhugi er til staðar. Athyglin bregst aðallega þegar áhugann skortir. Til að framkvæma er nauðsynlegt að geta beint athyglinni að viðfangsefninu, unnið með það í skammtímaminninu og útilokað áreiti og hvatir sem trufla verkið. Á fræðimálinu er þessi virkni heilans nefnd ‘excecutive functions’ (framkvæmdageta). Þessir þrír þættir framkvæmdagetunnar eiga það sameiginlegt að ganga á sömu birgðir, sama batteríið, sömu takmörkuðu getuna í heilanum. Rannsóknir sýna að fólk er mælanlega líklegra til að velja óhollari frekar en hollari mat þegar það leggur meira á skammtímaminnið. Á meðan skammtímaminnið er að erfiða erum við hvatvísari. Það útskýrir hvers vegna heilkenni athyglisbrests og ofvirkni/hvatvísi (ADHD) fara oft saman. Ef barn með ADHD og mikla hreyfiþörf þarf samtímis að nota takmarkað framkvæmdabatteríið sitt í að sitja kyrrt, og bæði beina athyglinni og beita skammtímaminninu að verkefni sem því finnst ekki áhugavert, þá er batteríið fljótt búið. Athyglisbrestur og ofvirkni eru þá eðlileg einkenni. Einkenni ofvirkni hverfa oft með aldrinum. Þau færast inn á við, eins og því er lýst. Við að fullorðnast þroskast framheilinn sem sér um hvatastjórn. Óþægindin eða spennan sem birtast sem ofvirkni eru enn til staðar, en með aldrinum sýnum við minni ytri einkenni.ADHD FramkvæmdabatteríÖflug tölva með lítið batterí Nýlega benti frændi minn á að ég væri með athyglisbrest. Ég hef ofurathygli svo það gat ekki verið. Hann hafði lesið viðtöl við mig og sagði lýsingarnar vera dæmigerð einkenni athyglisbrests. Ég get ekki lært án áhuga. Mig verkjar aftan í heilann. Missi sífellt athyglina. Spennist upp. Og vinnsluminnið sem annars getur verið svo hratt skilar lítilli og ómerkilegri vinnu. Heilinn getur verið fær um ofurathygli og vinnsluminnið verið hratt, en batteríið sem keyrir þessa framkvæmdagetu er lítið og fljótt að klárast hjá fólki með ADHD.Að hlaða batteríið og auka endinguna Það eru margar leiðir til að hlaða framkvæmdabatteríið og til að auka endinguna. Áhugi eykur hleðsluna og endingu. Jákvæðar tilfinningar og hvatning einnig. Spenna og stress minnka hins vegar endinguna, en bæði hreyfing og slökun minnka stress og hlaða batteríið. Sumir þurfa stutta pásu á korters fresti. Aðrir þurfa að hreyfa sig til að geta hugsað almennilega. Hvað virkar best er einstaklingsbundið. En þegar batteríið er búið þá þarf að hlaða það eða keyra hausinn áfram með mjög skerta athyglisgetu og lélegar bremsur. Áður en ég fékk ADHD-lyf keyrði ég hausinn á mér oft þannig og notaði svo áfengi til að slökkva á honum á kvöldin. Lyfin slökkva algjörlega á óþægindunum og eirðarleysinu svo ég get einbeitt mér að misskemmtilegum verkum sem lífið býður upp á. Ég hef meira val. Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, sagði „aðeins styrkleikar skila árangri“ og að tilgangur skipulagsheilda sé að styrkleikar skili árangri og að veikleikar hindri þá ekki. Með skilningi og stuðningi getur fólk með athyglisbrest og ofvirkni/hvatvísi yfirstigið mikið af hindrunum tengdum ADHD og gert sjálfum sér og öðrum meira gagn með friðsælli huga sem virkar þegar hann er notaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem greinast með athyglisbrest eiga margir það sameiginlegt að hafa ofurathygli. En aðeins þegar áhugi er til staðar. Athyglin bregst aðallega þegar áhugann skortir. Til að framkvæma er nauðsynlegt að geta beint athyglinni að viðfangsefninu, unnið með það í skammtímaminninu og útilokað áreiti og hvatir sem trufla verkið. Á fræðimálinu er þessi virkni heilans nefnd ‘excecutive functions’ (framkvæmdageta). Þessir þrír þættir framkvæmdagetunnar eiga það sameiginlegt að ganga á sömu birgðir, sama batteríið, sömu takmörkuðu getuna í heilanum. Rannsóknir sýna að fólk er mælanlega líklegra til að velja óhollari frekar en hollari mat þegar það leggur meira á skammtímaminnið. Á meðan skammtímaminnið er að erfiða erum við hvatvísari. Það útskýrir hvers vegna heilkenni athyglisbrests og ofvirkni/hvatvísi (ADHD) fara oft saman. Ef barn með ADHD og mikla hreyfiþörf þarf samtímis að nota takmarkað framkvæmdabatteríið sitt í að sitja kyrrt, og bæði beina athyglinni og beita skammtímaminninu að verkefni sem því finnst ekki áhugavert, þá er batteríið fljótt búið. Athyglisbrestur og ofvirkni eru þá eðlileg einkenni. Einkenni ofvirkni hverfa oft með aldrinum. Þau færast inn á við, eins og því er lýst. Við að fullorðnast þroskast framheilinn sem sér um hvatastjórn. Óþægindin eða spennan sem birtast sem ofvirkni eru enn til staðar, en með aldrinum sýnum við minni ytri einkenni.ADHD FramkvæmdabatteríÖflug tölva með lítið batterí Nýlega benti frændi minn á að ég væri með athyglisbrest. Ég hef ofurathygli svo það gat ekki verið. Hann hafði lesið viðtöl við mig og sagði lýsingarnar vera dæmigerð einkenni athyglisbrests. Ég get ekki lært án áhuga. Mig verkjar aftan í heilann. Missi sífellt athyglina. Spennist upp. Og vinnsluminnið sem annars getur verið svo hratt skilar lítilli og ómerkilegri vinnu. Heilinn getur verið fær um ofurathygli og vinnsluminnið verið hratt, en batteríið sem keyrir þessa framkvæmdagetu er lítið og fljótt að klárast hjá fólki með ADHD.Að hlaða batteríið og auka endinguna Það eru margar leiðir til að hlaða framkvæmdabatteríið og til að auka endinguna. Áhugi eykur hleðsluna og endingu. Jákvæðar tilfinningar og hvatning einnig. Spenna og stress minnka hins vegar endinguna, en bæði hreyfing og slökun minnka stress og hlaða batteríið. Sumir þurfa stutta pásu á korters fresti. Aðrir þurfa að hreyfa sig til að geta hugsað almennilega. Hvað virkar best er einstaklingsbundið. En þegar batteríið er búið þá þarf að hlaða það eða keyra hausinn áfram með mjög skerta athyglisgetu og lélegar bremsur. Áður en ég fékk ADHD-lyf keyrði ég hausinn á mér oft þannig og notaði svo áfengi til að slökkva á honum á kvöldin. Lyfin slökkva algjörlega á óþægindunum og eirðarleysinu svo ég get einbeitt mér að misskemmtilegum verkum sem lífið býður upp á. Ég hef meira val. Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, sagði „aðeins styrkleikar skila árangri“ og að tilgangur skipulagsheilda sé að styrkleikar skili árangri og að veikleikar hindri þá ekki. Með skilningi og stuðningi getur fólk með athyglisbrest og ofvirkni/hvatvísi yfirstigið mikið af hindrunum tengdum ADHD og gert sjálfum sér og öðrum meira gagn með friðsælli huga sem virkar þegar hann er notaður.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun