Ögurstund Svandís Svavarsdóttir skrifar 28. júlí 2016 06:00 Ísland er um margt einstaklega gott samfélag. Í slíku samfélagi ríkja velferð, lýðræði og mannsæmandi kjör. En ekkert varir án þess að að því sé hlúð. Í markaðssamfélagi, kapítalismanum, sækja peningaöflin inn á öll svið samfélagsins til að ávaxta sitt pund, ota sínum tota, viðhalda forréttindum hinna ríku og auka mismunun. Pólitísk öfl taka sér stöðu með forréttindum, með hinum ríku beita sér í þágu peningaafla og sérhagsmuna. Við höfum séð mýmörg dæmi um slíkt á þessu kjörtímabili. Innlend og erlend peningaöfl sækja inn á svið velferðar og auðlinda, ekki síst inn í heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Pólitísk velvild greiðir götu slíkrar viðleitni með ófyrirséðum afleiðingum. Mennta- og heilbrigðiskerfi fyrir alla er nefnilega líka lýðræðismál því öflugir innviðir af því tagi styrkja verulega möguleika fólks til þátttöku í lýðræðissamfélagi. Ekki bara á kjördag heldur alltaf. Réttlátt skattkerfi er hornsteinn velferðarsamfélaga. Þeir sem nóg hafa og meira en nóg borga meira til samneyslunnar sem er hugsuð til þess að jafna kjör og tryggja velferð allra án tillits til efnahags. Núverandi stjórnvöld hafa ítrekað lýst afstöðu sinni gegn auðlegðarskatti og þrepaskiptu skattkerfi að norrænni fyrirmynd. Á Íslandi hafa forystumenn beggja stjórnarflokkanna sýslað með sitt persónulega fé í gegnum aflandsfélög í skattaskjólum og styðja þar með starfsemi sem grefur undan velferðarsamfélögum um heim allan. Hvorugur telur nokkuð athugavert við slíkan veruleika og flokkarnir báðir hafa leynt og ljóst varið starfsemi af þessu tagi. Forystumenn stjórnarflokkanna eru augljóslega ekki hluti af samfélaginu. Þeir deila ekki kjörum með öllum almenningi. Þeir tala eins og 300.000 krónur í mánaðarlaun, fyrir fullan vinnudag, setji hér allt á hliðina en segjast gleyma tugum og hundruðum milljóna í sínum eigin fjárhag. Boðaðar kosningar í haust fara fram á ögurstundu í tilveru þjóðar. Aldrei hefur verið jafnskýrt að ráðamenn tilheyra forréttindastétt fárra og ríkra í samfélaginu. Að þeir draga taum sérhagsmuna á kostnað almannahagsmuna. Um þetta verður kosið í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ísland er um margt einstaklega gott samfélag. Í slíku samfélagi ríkja velferð, lýðræði og mannsæmandi kjör. En ekkert varir án þess að að því sé hlúð. Í markaðssamfélagi, kapítalismanum, sækja peningaöflin inn á öll svið samfélagsins til að ávaxta sitt pund, ota sínum tota, viðhalda forréttindum hinna ríku og auka mismunun. Pólitísk öfl taka sér stöðu með forréttindum, með hinum ríku beita sér í þágu peningaafla og sérhagsmuna. Við höfum séð mýmörg dæmi um slíkt á þessu kjörtímabili. Innlend og erlend peningaöfl sækja inn á svið velferðar og auðlinda, ekki síst inn í heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Pólitísk velvild greiðir götu slíkrar viðleitni með ófyrirséðum afleiðingum. Mennta- og heilbrigðiskerfi fyrir alla er nefnilega líka lýðræðismál því öflugir innviðir af því tagi styrkja verulega möguleika fólks til þátttöku í lýðræðissamfélagi. Ekki bara á kjördag heldur alltaf. Réttlátt skattkerfi er hornsteinn velferðarsamfélaga. Þeir sem nóg hafa og meira en nóg borga meira til samneyslunnar sem er hugsuð til þess að jafna kjör og tryggja velferð allra án tillits til efnahags. Núverandi stjórnvöld hafa ítrekað lýst afstöðu sinni gegn auðlegðarskatti og þrepaskiptu skattkerfi að norrænni fyrirmynd. Á Íslandi hafa forystumenn beggja stjórnarflokkanna sýslað með sitt persónulega fé í gegnum aflandsfélög í skattaskjólum og styðja þar með starfsemi sem grefur undan velferðarsamfélögum um heim allan. Hvorugur telur nokkuð athugavert við slíkan veruleika og flokkarnir báðir hafa leynt og ljóst varið starfsemi af þessu tagi. Forystumenn stjórnarflokkanna eru augljóslega ekki hluti af samfélaginu. Þeir deila ekki kjörum með öllum almenningi. Þeir tala eins og 300.000 krónur í mánaðarlaun, fyrir fullan vinnudag, setji hér allt á hliðina en segjast gleyma tugum og hundruðum milljóna í sínum eigin fjárhag. Boðaðar kosningar í haust fara fram á ögurstundu í tilveru þjóðar. Aldrei hefur verið jafnskýrt að ráðamenn tilheyra forréttindastétt fárra og ríkra í samfélaginu. Að þeir draga taum sérhagsmuna á kostnað almannahagsmuna. Um þetta verður kosið í haust.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun