Þrjúhundruð látnir í Suður-Súdan: Óttast að borgarastyrjöld brjótist út að nýju Gunnar Reynir Valþórsson og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 11. júlí 2016 08:47 Fylkingar þessara tveggja manna berjast í Suður-Súdan. Til vinstri er Riek Machar, varaforseti, og til hægri er Salva Kiir, forseti. Rúmlega þrjúhundruð manns hafa látið lífið, þar af fjölmargir óbreyttir borgarar eftir bardaga í Juba, höfuðborg Suður-Súdans. Óttast er að landið sé enn á ný á barmi borgarastyrjaldar. Bardagarnir brutust út á fimmtudaginn var og hafa staðið alla helgina. Um tvær fylkingar er að ræða, stuðningsmenn Salva Kiir, forseta landsins annars vegar og hermenn sem hliðhollir eru varaforsetanum Riek Machar, hinsvegar.Hermenn í Suður-Súdan.Vísir/EPAÖryggisráð Sameinuðu þjóðanna sendi í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem biðlað er til beggja hópa að hætta bardögum. Þá fór ráðið einnig fram á að fleiri friðargæsluliðum verði komið fyrir í landinu en á meðal þeirra sem létu lífið um helgina var friðargæsluliði frá Kína. Yfirlýsing ráðsins kom í kjölfar neyðarfundar sem boðað var til eftir að átökin hófust á ný. Í yfirlýsingunni lýsti ráðið því einnig að árásir á búðir Sameinuðu þjóðanna væru hneyksli en í árásunum létust Kínverskir friðargæsluliðar og nokkrir frá Rúanda.Fánar Suður-Súdan, Sameinuðu Þjóðanna og Suður-Kóreu.Vísir/EPAÞá tók ráðið sérstaklega fram að vernda þyrfti búsetusvæði almennra borgara og varaði við því að árásir á borgara og búðir Sameinuðu þjóðanna gætu talist stríðsglæpir. Suður-Súdan varð sjálfstætt ríki í júlí 2011 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem nærri 100 prósent kusu með sjálfstæði. Mikill fögnuður braust út í höfuðborg landsins eftir að úrslit urðu ljós. Fagnaðarlæti í Suður-Súdan á ársafmæli sjálfstæðis landsins.Vísir/EPAHins vegar kom til átaka í landinu í desember árið 2013 þegar Kiir forseti ásakaði Machar, fyrrum staðgengil sinn sem hann hafði rekið stuttu áður, um að skipuleggja valdarán. Borgarstyrjöld braust út í landinu þegar hermenn úr liði Kiir réðust að og afvopnuðu lið Machar. Machar og lið hans flúðu til fjalla og tugþúsundir létu lífið í átökum sem komu í kjölfarið. Í ágúst var loks skrifað undir friðarsamkomulag. Í því fékk Machar aftur fyrri stöðu í ríkisstjórn.Al Jazeera greinir frá. Suður-Súdan Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Rúmlega þrjúhundruð manns hafa látið lífið, þar af fjölmargir óbreyttir borgarar eftir bardaga í Juba, höfuðborg Suður-Súdans. Óttast er að landið sé enn á ný á barmi borgarastyrjaldar. Bardagarnir brutust út á fimmtudaginn var og hafa staðið alla helgina. Um tvær fylkingar er að ræða, stuðningsmenn Salva Kiir, forseta landsins annars vegar og hermenn sem hliðhollir eru varaforsetanum Riek Machar, hinsvegar.Hermenn í Suður-Súdan.Vísir/EPAÖryggisráð Sameinuðu þjóðanna sendi í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem biðlað er til beggja hópa að hætta bardögum. Þá fór ráðið einnig fram á að fleiri friðargæsluliðum verði komið fyrir í landinu en á meðal þeirra sem létu lífið um helgina var friðargæsluliði frá Kína. Yfirlýsing ráðsins kom í kjölfar neyðarfundar sem boðað var til eftir að átökin hófust á ný. Í yfirlýsingunni lýsti ráðið því einnig að árásir á búðir Sameinuðu þjóðanna væru hneyksli en í árásunum létust Kínverskir friðargæsluliðar og nokkrir frá Rúanda.Fánar Suður-Súdan, Sameinuðu Þjóðanna og Suður-Kóreu.Vísir/EPAÞá tók ráðið sérstaklega fram að vernda þyrfti búsetusvæði almennra borgara og varaði við því að árásir á borgara og búðir Sameinuðu þjóðanna gætu talist stríðsglæpir. Suður-Súdan varð sjálfstætt ríki í júlí 2011 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem nærri 100 prósent kusu með sjálfstæði. Mikill fögnuður braust út í höfuðborg landsins eftir að úrslit urðu ljós. Fagnaðarlæti í Suður-Súdan á ársafmæli sjálfstæðis landsins.Vísir/EPAHins vegar kom til átaka í landinu í desember árið 2013 þegar Kiir forseti ásakaði Machar, fyrrum staðgengil sinn sem hann hafði rekið stuttu áður, um að skipuleggja valdarán. Borgarstyrjöld braust út í landinu þegar hermenn úr liði Kiir réðust að og afvopnuðu lið Machar. Machar og lið hans flúðu til fjalla og tugþúsundir létu lífið í átökum sem komu í kjölfarið. Í ágúst var loks skrifað undir friðarsamkomulag. Í því fékk Machar aftur fyrri stöðu í ríkisstjórn.Al Jazeera greinir frá.
Suður-Súdan Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira