Eiður Smári vill sjá meira af Barcelona á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 09:30 Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga á Valsvellinum. Þetta er í fyrsta sinn sem Katalóníurisinn er með fótboltaskóla fyrir stúlkur. Eiður Smári ræðir æfingabúðirnar og áhrif þeirra í viðtali við heimasíðu Barcelona. Hann þekkir vel til hjá Barcelona enda spilaði hann 72 leiki með liðinu frá 2006 til 2009 og vann fjóra titla, þar á meðal þrennuna 2008-09. „Þetta er frábær reynsla. Það væri gaman að sjá æfingabúðirnar koma aftur hingað til Íslands í framtíðinni," sagði Eiður Smári Guðjohnsen.Sjá einnig:Eiður Smári þjálfar efnilegar stelpur í fótboltaskóla Barcelona FCBEscola fótboltaskólinn leggur áherslu á að kenna leikstílinn og hugarfarið hjá Barcelona sem hefur skilað félaginu öllum þessum titlum á síðustu árum. Barcelona hefur líka náð þessum árangri með frábæru unglingastarfi en stór hluti leikmanna liðsins hafa alist upp í Barcelona-skólanum. „Ég sá stelpurnar gera æfingarnar með bros á vör og virkilega reyna að bæta sig. Það gerist ekki betra en það," sagði Eiður Smári. Heimasíða Barcelona segir líka frá því að Eiður Smári hafi bent þeim á það að íslenskar fótboltakonur hafi hingað til náð betri árangri með landsliðinu en karlarnir. Karlaliðið er aftur á móti nýkomið heim eftir frægðarför til Frakklands þar sem liðið komst öllum að óvörum alla leið í átta liða úrslitin. „Við munum ekki gleyma þessu á meðan við lifum," sagði Eiður Smári. 295 stelpur á aldrinum 10 til 16 ára voru í Barcelona-búðunum sem hófust á föstudaginn en lýkur í dag. Auk Eiðs Smára komu fjórir þjálfarar frá Barcelona til að þjálfa stelpurnar og Eiður Smári var einnig langt frá því að vera eini íslenski landsliðsmaðurinn á svæðinu því margir liðsfélagar hans komu líka í heimsókn. Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen átti sinn þátt í því að sannfæra Barcelona að koma með fótboltaskólann félagsins til Íslands og hann var einnig til í að hjálpa til þegar FCBEscola fór fram síðustu daga á Valsvellinum. Þetta er í fyrsta sinn sem Katalóníurisinn er með fótboltaskóla fyrir stúlkur. Eiður Smári ræðir æfingabúðirnar og áhrif þeirra í viðtali við heimasíðu Barcelona. Hann þekkir vel til hjá Barcelona enda spilaði hann 72 leiki með liðinu frá 2006 til 2009 og vann fjóra titla, þar á meðal þrennuna 2008-09. „Þetta er frábær reynsla. Það væri gaman að sjá æfingabúðirnar koma aftur hingað til Íslands í framtíðinni," sagði Eiður Smári Guðjohnsen.Sjá einnig:Eiður Smári þjálfar efnilegar stelpur í fótboltaskóla Barcelona FCBEscola fótboltaskólinn leggur áherslu á að kenna leikstílinn og hugarfarið hjá Barcelona sem hefur skilað félaginu öllum þessum titlum á síðustu árum. Barcelona hefur líka náð þessum árangri með frábæru unglingastarfi en stór hluti leikmanna liðsins hafa alist upp í Barcelona-skólanum. „Ég sá stelpurnar gera æfingarnar með bros á vör og virkilega reyna að bæta sig. Það gerist ekki betra en það," sagði Eiður Smári. Heimasíða Barcelona segir líka frá því að Eiður Smári hafi bent þeim á það að íslenskar fótboltakonur hafi hingað til náð betri árangri með landsliðinu en karlarnir. Karlaliðið er aftur á móti nýkomið heim eftir frægðarför til Frakklands þar sem liðið komst öllum að óvörum alla leið í átta liða úrslitin. „Við munum ekki gleyma þessu á meðan við lifum," sagði Eiður Smári. 295 stelpur á aldrinum 10 til 16 ára voru í Barcelona-búðunum sem hófust á föstudaginn en lýkur í dag. Auk Eiðs Smára komu fjórir þjálfarar frá Barcelona til að þjálfa stelpurnar og Eiður Smári var einnig langt frá því að vera eini íslenski landsliðsmaðurinn á svæðinu því margir liðsfélagar hans komu líka í heimsókn.
Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira