Besti leikmaður EM veiðir Pokémon Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júlí 2016 12:00 Antoine Griezmann er á Pokémon veiðum. mynd/twitter Nýjasta æðið í heiminum er Pokémon Go en í þessu gríðarlega vinsæla snjallsímaforriti eltast Pokémon-veiðimenn við fígúrurnar vinsælu út um allar trissur og reyna að grípa þær glóðvolgar. Pokémon GO er orðið vinsælara en stefnumótaforritið Tinder. Franski landsliðsmaðurinn Antoine Griezmann, sem spilar með Atlético Madrid í spænsku 1. deildinni í fótbolta, virðist vera einn af þeim sem er dottinn í nýja Pokémon æðið en þessi 25 ára gamli framherji er þekktur fyrir að spila fótboltatölvuleikinna FIFA og Football Manager. Nú virðist hann ætla að hvíla þá aðeins og fara að veiða Pokémona. Til þess að geta hreyft sig um heim Pokémonanna þarf leikmaðurinn sjálfur að færast um raunheiminn og ferðast á milli staða. Það er sem sagt ekki hægt að ferðast bara um Pokémon-heiminn uppi í sófa heima. Griezmann fær næga hreyfingu í boltanum en bætir nú við sig á Pokémon-veiðum.À la chasse aux Pokemon #PokemonGO#TeamPikapic.twitter.com/lKqBrOhkCj — Antoine Griezmann (@AntoGriezmann) July 14, 2016 Griezmann birtir mynd af sér og Pikachu sjálfum, þekktasta Pokémon-karlinum, á Twitter-síðu sinni og segir: „Er að veiða Pokémon.“ Hann bætir svo við kassamerkjunum #PokemonGo og #TeamPika. Griezmann er einn besti fótboltamaður heims í dag en hann var kjörinn besti leikmaður Evrópumótsins þar sem hann skoraði sex mörk á leið Frakka í úrslitaleikinn en því miður fyrir hann tapaði heimaþjóðin í úrslitum gegn Portúgal í framlengdum leik. Það er vonandi að Pokémon-veiðarnar komi aftur bros á vör Griezmann sem hefur nýtt tímabil með Atlético í næsta mánuði. Fyrir þá sem vilja vita meira um Pokémon GO bendum við á fréttaskýringu Kjartans Hreins Njálssonar, fréttamanns 365, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum sem má sjá í spilaranum hér að neðan. Fótbolti Pokemon Go Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Nýjasta æðið í heiminum er Pokémon Go en í þessu gríðarlega vinsæla snjallsímaforriti eltast Pokémon-veiðimenn við fígúrurnar vinsælu út um allar trissur og reyna að grípa þær glóðvolgar. Pokémon GO er orðið vinsælara en stefnumótaforritið Tinder. Franski landsliðsmaðurinn Antoine Griezmann, sem spilar með Atlético Madrid í spænsku 1. deildinni í fótbolta, virðist vera einn af þeim sem er dottinn í nýja Pokémon æðið en þessi 25 ára gamli framherji er þekktur fyrir að spila fótboltatölvuleikinna FIFA og Football Manager. Nú virðist hann ætla að hvíla þá aðeins og fara að veiða Pokémona. Til þess að geta hreyft sig um heim Pokémonanna þarf leikmaðurinn sjálfur að færast um raunheiminn og ferðast á milli staða. Það er sem sagt ekki hægt að ferðast bara um Pokémon-heiminn uppi í sófa heima. Griezmann fær næga hreyfingu í boltanum en bætir nú við sig á Pokémon-veiðum.À la chasse aux Pokemon #PokemonGO#TeamPikapic.twitter.com/lKqBrOhkCj — Antoine Griezmann (@AntoGriezmann) July 14, 2016 Griezmann birtir mynd af sér og Pikachu sjálfum, þekktasta Pokémon-karlinum, á Twitter-síðu sinni og segir: „Er að veiða Pokémon.“ Hann bætir svo við kassamerkjunum #PokemonGo og #TeamPika. Griezmann er einn besti fótboltamaður heims í dag en hann var kjörinn besti leikmaður Evrópumótsins þar sem hann skoraði sex mörk á leið Frakka í úrslitaleikinn en því miður fyrir hann tapaði heimaþjóðin í úrslitum gegn Portúgal í framlengdum leik. Það er vonandi að Pokémon-veiðarnar komi aftur bros á vör Griezmann sem hefur nýtt tímabil með Atlético í næsta mánuði. Fyrir þá sem vilja vita meira um Pokémon GO bendum við á fréttaskýringu Kjartans Hreins Njálssonar, fréttamanns 365, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum sem má sjá í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti Pokemon Go Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira