Viðræður um bónusgreiðslur til landsliðsmanna drógust á langinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. júlí 2016 13:45 Þjálfararnir ræða við leikmenn á æfingu í Frakklandi. Vísir/Vilhelm Viðræður leikmanna íslenska karlalandsliðsins og KSÍ um árangurstengdar greiðslur á EM í Frakklandi drógust þó nokkuð á langinn í vetur. Þetta staðfesti Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari, í samtali við Vísi. KSÍ fékk um 1,1 milljarð króna eftir að landslið Íslands tryggði sér þátttökurétt á EM og svo bættust við 800 milljónir króna eftir góðan árangur Íslands á mótinu sjálfu. Leikmenn voru búnir að semja um þann bónus sem leikmenn fengu fyrir að komast til Frakklands en það tók langan tíma fyrir KSÍ og leikmenn að semja um þann hlut sem myndi renna til leikmanna fyrir góðan árangur í Frakklandi. Sjá einnig: Peningarnir streyma til leikmanna og í sjóði KSÍ „Þetta tók langan tíma. Mín skoðun var að það þurfti að leysa þetta fljótt svo þetta yrði ekki að vandamáli sem þyrfti að glíma við í Frakklandi. Ég og Heimir [Hallgrímsson] reyndum að ýta á eftir þessu,“ sagði Lagerbäck við Vísi. „Maður veit aldrei hvort að þetta hefði orðið að miklu vandamáli. Ég var mest í sambandi við Aron [Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliða] vegna þessa en við lögðum áherslu á að þetta yrði leyst strax því annars hefði þetta getað kostað orku og tíma í keppninni sjálfri.“Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari.Mynd/Vilhelm StokstadHann segir að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hafi átt mesta aðkomu að málinu fyrir hönd KSÍ. „Það átti að leysa þetta eins fljótt og hægt er. En þetta tók langan tíma. Ég og Heimir beittum okkur fyrir því að leysa þetta sem fyrst. Okkar skilaboð voru að ef aðilar væru ekki sammála, þá yrði einfaldlega að gera leikmönnum lokatilboð og það væri þá undir þeim sjálfum komið hvort þeir vildu taka þátt eða ekki,“ segir Lagerbäck. Hann segir þó að þetta hafi ekki valdið neinum óþægindum í Frakklandi og að hann hafi ekki orðið var við að einhver hluti leikmanna hafi verið ósáttur við niðurstöðuna. „Ég varð ekki var við neitt. Auðvitað skil ég ekki allt sem leikmenn ræða um í óformlegu spjalli en ég ræddi við nokkra leikmenn og ég heyrði ekki af neinum vandamálum varðandi þennan samning,“ segir hann. „Mín upplifun var sú að það var virkilega góð stemning í hópnum á hótelinu okkar í Annecy. Ég heyrði að minnsta kosti ekkert af öðru.“Ítarlegt viðtal Fréttablaðsins við Lars Lagerbäck, sem birtist laugardaginn 16. júlí, má sjá hér fyrir neðan. Næstu daga á Vísi verður áfram rætt við Lagerbäck um ýmis mál sem snerta íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, EM í Frakklandi og stöðu íþróttarinnar á Íslandi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00 KSÍ má ekki blása of mikið út Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það standi enn til að aðildarfélög sambandsins fái 300 milljónir af upphæðinni sem KSÍ fékk frá UEFA fyrir EM. Hann segir álagið á starfsfólk KSÍ hafi verið mikið í sumar. 19. júlí 2016 06:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Sjá meira
Viðræður leikmanna íslenska karlalandsliðsins og KSÍ um árangurstengdar greiðslur á EM í Frakklandi drógust þó nokkuð á langinn í vetur. Þetta staðfesti Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari, í samtali við Vísi. KSÍ fékk um 1,1 milljarð króna eftir að landslið Íslands tryggði sér þátttökurétt á EM og svo bættust við 800 milljónir króna eftir góðan árangur Íslands á mótinu sjálfu. Leikmenn voru búnir að semja um þann bónus sem leikmenn fengu fyrir að komast til Frakklands en það tók langan tíma fyrir KSÍ og leikmenn að semja um þann hlut sem myndi renna til leikmanna fyrir góðan árangur í Frakklandi. Sjá einnig: Peningarnir streyma til leikmanna og í sjóði KSÍ „Þetta tók langan tíma. Mín skoðun var að það þurfti að leysa þetta fljótt svo þetta yrði ekki að vandamáli sem þyrfti að glíma við í Frakklandi. Ég og Heimir [Hallgrímsson] reyndum að ýta á eftir þessu,“ sagði Lagerbäck við Vísi. „Maður veit aldrei hvort að þetta hefði orðið að miklu vandamáli. Ég var mest í sambandi við Aron [Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliða] vegna þessa en við lögðum áherslu á að þetta yrði leyst strax því annars hefði þetta getað kostað orku og tíma í keppninni sjálfri.“Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari.Mynd/Vilhelm StokstadHann segir að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hafi átt mesta aðkomu að málinu fyrir hönd KSÍ. „Það átti að leysa þetta eins fljótt og hægt er. En þetta tók langan tíma. Ég og Heimir beittum okkur fyrir því að leysa þetta sem fyrst. Okkar skilaboð voru að ef aðilar væru ekki sammála, þá yrði einfaldlega að gera leikmönnum lokatilboð og það væri þá undir þeim sjálfum komið hvort þeir vildu taka þátt eða ekki,“ segir Lagerbäck. Hann segir þó að þetta hafi ekki valdið neinum óþægindum í Frakklandi og að hann hafi ekki orðið var við að einhver hluti leikmanna hafi verið ósáttur við niðurstöðuna. „Ég varð ekki var við neitt. Auðvitað skil ég ekki allt sem leikmenn ræða um í óformlegu spjalli en ég ræddi við nokkra leikmenn og ég heyrði ekki af neinum vandamálum varðandi þennan samning,“ segir hann. „Mín upplifun var sú að það var virkilega góð stemning í hópnum á hótelinu okkar í Annecy. Ég heyrði að minnsta kosti ekkert af öðru.“Ítarlegt viðtal Fréttablaðsins við Lars Lagerbäck, sem birtist laugardaginn 16. júlí, má sjá hér fyrir neðan. Næstu daga á Vísi verður áfram rætt við Lagerbäck um ýmis mál sem snerta íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, EM í Frakklandi og stöðu íþróttarinnar á Íslandi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00 KSÍ má ekki blása of mikið út Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það standi enn til að aðildarfélög sambandsins fái 300 milljónir af upphæðinni sem KSÍ fékk frá UEFA fyrir EM. Hann segir álagið á starfsfólk KSÍ hafi verið mikið í sumar. 19. júlí 2016 06:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Sjá meira
Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00
KSÍ má ekki blása of mikið út Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það standi enn til að aðildarfélög sambandsins fái 300 milljónir af upphæðinni sem KSÍ fékk frá UEFA fyrir EM. Hann segir álagið á starfsfólk KSÍ hafi verið mikið í sumar. 19. júlí 2016 06:00
Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00
Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00