Þögn Ívar Halldórsson skrifar 2. júlí 2016 12:49 Ég ætla nú ekkert að fara að setja út á fréttaflutning hérlendis....eða jú, það er nákvæmlega það sem ég ætla að gera. Eða kannski öllu heldur ákvörðun vissra fréttaveita um að þegja yfir fréttum sem skipta máli. Fréttamiðlar um allan heim sögðu nú í vikunni frá því að 13 ára ísraelsk stúlka hefði verið myrt í svefni með hnífi. Árásarmaðurinn var 17 ára gamall palestínskur drengur. Hann réðst einnig á ísraelskan öryggisvörð, særði hann mikið, áður en öryggisvörðurinn skaut drenginn í sjálfsvörn. Hér heima...óþægileg þögn. Þessi frétt var t.a.m. fyrsta frétt í norskum fjölmiðlum, en lítið fór fyrir þessari frétt hér. Fréttastofa Bylgjunnar, ein fréttaveita 365 miðla, greindi þó frá þessu í fimm-fréttum síðastliðinn fimmtudag og pressan.is greindi einnig frá atburðinum á málefnalegan hátt. Frá stóru fréttaveitunum okkar RÚV og Morgunblaðinu....ærandi þögn. Það kom einnig fram í mörgum fjölmiðlum að palestínski drengurinn hefði umsvifalaust verið heiðraður sem hetja fyrir verknaðinn af palestínskum yfirvöldum; sem umbuna í kjölfarið fjölskyldu hans fjárhagslega fyrir píslarvættisdauða árásarmannsins. Þá kom í ljós í viðtali við móður drengsins að hún er mjög stolt af syninum fyrir að hafa fórnað lífi sínu fyrir verðugan málstað trúar þeirra. Hér heima....grunsamleg þögn. Svo virðist sem flestar fréttir sem varða meint misrétti gagnvart Palestínumönnum rati á ógnarhraða í fyrirsagnir fjölmiðla hérlendis. Er það auðvitað í lagi svo lengi sem frásögnin er rétt og óhlutdræg. En er þá ekki morð á sofandi ísraelskri stúlku jafn fréttnæmt? Er hennar líf ekki jafn dýrmætt og líf palestínsks barns? Skiptir í alvöru máli hver heldur á hnífnum? Ég vil ekki trúa því að kynþáttur saklausra fórnarlamba ráði hvort frétt þyki vera fréttnæm í okkar fjölmiðlum. Fréttamiðlar verða að gæta jafnræðis og hlutleysis í umfjöllun viðkvæmra mála. Það er nauðsynlegt að kynna fyrir lesendum og hlustendum tvær hliðar umdeildra málaflokka og leyfa þeim síðan að mynda eigin afstöðu út frá þeim upplýsingum. Maður fær óneitanlega oft á tilfinninguna að vissir fréttamiðlar neiti neytendum sínum um slík forréttindi og reyni að stýra afstöðu fólks með hlutdrægri fréttamennsku. Ég vona auðvitað að þetta séu bara saklausar tilviljanir allt saman og að þessi mikilvæga frétt um saklausa, sofandi 13 ára stúlku hafi einfaldlega farið fyrir ofan garð og neðan vegna saklauss klaufaskapar einhvers sumarafleysingamanns á fréttamiðlunum báðum. En það eru þá líklega einnig fagmannaekkla hjá fréttaveitunum Al-Jazeera og Reuters sem skauta grunsamlega oft fram hjá harmasögum saklausra Ísraela í átökum sínum við hryðjuverkamenn. Það er þó athyglisvert að þessar tvær fréttaveitur, eru afar vinsælar uppsprettur frétta hjá t.d. RÚV og Morgunblaðinu. Ef fréttamiðlar hérlendis þurfa að leita til trúverðugri fréttamiðla til að gefa Íslendingum ákjósanlegra, heiðarlegra, fagmannlegra og traustara yfirlit yfir atburði víða um veröld, þá eigum við kröfu á því að þeir geri það. Það þarf hvorki að hafa vit fyrir okkur né mata okkur - við erum ekki börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Ég ætla nú ekkert að fara að setja út á fréttaflutning hérlendis....eða jú, það er nákvæmlega það sem ég ætla að gera. Eða kannski öllu heldur ákvörðun vissra fréttaveita um að þegja yfir fréttum sem skipta máli. Fréttamiðlar um allan heim sögðu nú í vikunni frá því að 13 ára ísraelsk stúlka hefði verið myrt í svefni með hnífi. Árásarmaðurinn var 17 ára gamall palestínskur drengur. Hann réðst einnig á ísraelskan öryggisvörð, særði hann mikið, áður en öryggisvörðurinn skaut drenginn í sjálfsvörn. Hér heima...óþægileg þögn. Þessi frétt var t.a.m. fyrsta frétt í norskum fjölmiðlum, en lítið fór fyrir þessari frétt hér. Fréttastofa Bylgjunnar, ein fréttaveita 365 miðla, greindi þó frá þessu í fimm-fréttum síðastliðinn fimmtudag og pressan.is greindi einnig frá atburðinum á málefnalegan hátt. Frá stóru fréttaveitunum okkar RÚV og Morgunblaðinu....ærandi þögn. Það kom einnig fram í mörgum fjölmiðlum að palestínski drengurinn hefði umsvifalaust verið heiðraður sem hetja fyrir verknaðinn af palestínskum yfirvöldum; sem umbuna í kjölfarið fjölskyldu hans fjárhagslega fyrir píslarvættisdauða árásarmannsins. Þá kom í ljós í viðtali við móður drengsins að hún er mjög stolt af syninum fyrir að hafa fórnað lífi sínu fyrir verðugan málstað trúar þeirra. Hér heima....grunsamleg þögn. Svo virðist sem flestar fréttir sem varða meint misrétti gagnvart Palestínumönnum rati á ógnarhraða í fyrirsagnir fjölmiðla hérlendis. Er það auðvitað í lagi svo lengi sem frásögnin er rétt og óhlutdræg. En er þá ekki morð á sofandi ísraelskri stúlku jafn fréttnæmt? Er hennar líf ekki jafn dýrmætt og líf palestínsks barns? Skiptir í alvöru máli hver heldur á hnífnum? Ég vil ekki trúa því að kynþáttur saklausra fórnarlamba ráði hvort frétt þyki vera fréttnæm í okkar fjölmiðlum. Fréttamiðlar verða að gæta jafnræðis og hlutleysis í umfjöllun viðkvæmra mála. Það er nauðsynlegt að kynna fyrir lesendum og hlustendum tvær hliðar umdeildra málaflokka og leyfa þeim síðan að mynda eigin afstöðu út frá þeim upplýsingum. Maður fær óneitanlega oft á tilfinninguna að vissir fréttamiðlar neiti neytendum sínum um slík forréttindi og reyni að stýra afstöðu fólks með hlutdrægri fréttamennsku. Ég vona auðvitað að þetta séu bara saklausar tilviljanir allt saman og að þessi mikilvæga frétt um saklausa, sofandi 13 ára stúlku hafi einfaldlega farið fyrir ofan garð og neðan vegna saklauss klaufaskapar einhvers sumarafleysingamanns á fréttamiðlunum báðum. En það eru þá líklega einnig fagmannaekkla hjá fréttaveitunum Al-Jazeera og Reuters sem skauta grunsamlega oft fram hjá harmasögum saklausra Ísraela í átökum sínum við hryðjuverkamenn. Það er þó athyglisvert að þessar tvær fréttaveitur, eru afar vinsælar uppsprettur frétta hjá t.d. RÚV og Morgunblaðinu. Ef fréttamiðlar hérlendis þurfa að leita til trúverðugri fréttamiðla til að gefa Íslendingum ákjósanlegra, heiðarlegra, fagmannlegra og traustara yfirlit yfir atburði víða um veröld, þá eigum við kröfu á því að þeir geri það. Það þarf hvorki að hafa vit fyrir okkur né mata okkur - við erum ekki börn.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun