Af hverju alltaf bara strákar? Hrannar Björn Arnarsson skrifar 6. júlí 2016 07:00 Á liðnum vikum hefur átta ára dóttir mín í tvígang spurt mig þessarar spurningar og því miður hef ég ekki getað gefið henni ásættanleg svör. Tilefnin voru viðamiklar og vandaðar umfjallanir íþróttadeilda RÚV og Stöðvar 2 um glæsileg knattspyrnumót Akureyringa og Eyjamanna fyrir unga drengi, en sjálf hafði dóttir mín nýlokið keppni í sambærilegu móti ásamt hundruðum annarra stúlkna á Akureyri og Sauðárkróki. Um þau mót fjallaði hins vegar hvorug íþróttadeildin, ekki frekar en undanfarin ár. Því miður hafa tilraunir mínar við að kalla eftir svörum við spurningu dóttur minnar enn ekki borið neinn árangur og því ítreka ég hana hér og vona að einhverjir af forráðamönnum Stöðvar 2 og RÚV finni tíma aflögu og virði hana opinbers svars. Til að fyrirbyggja allan misskilning má ég til með að undirstrika, að mér finnst umfjallanir miðlanna um drengjamótin tvö til mikillar fyrirmyndar. Bæði hafa mótin gríðarlega þýðingu fyrir uppbyggingarstarf í knattspyrnunni, eru að mörgu leyti hápunktar hvers árs hjá iðkendum og öll umgjörð þeirra og skipulag eru félögunum til mikils sóma. Vandaðar umfjallanir fjölmiðla gera ekkert annað en að efla þetta mikilvæga starf, og ekki síst styrkir slík umfjöllun og eflir sjálfsmynd drengjanna sem taka þátt. Fyrir þessa athygli fjölmiðlanna ber því að þakka. Allt hið sama á hins vegar einnig við um glæsileg stúlknamót KA og Tindastóls, en vandinn er sá að þar láta þessir sömu fjölmiðlar ekki sjá sig. Með fjarveru sinni á stúlknamótunum, samhliða vandaðri umfjöllun um drengjamótin, gera Stöð 2 og RÚV sig sek um óþolandi mismunun, bæði gagnvart mótshöldurum og þeim sem vinna að uppbyggingu kvennaknattspyrnu á Íslandi, en ekki síst gagnvart þeim hundruðum ungra stúlkna sem upplifa sig vanvirtar og knattspyrnuiðkun sína minna metna en drengjanna á sama aldri. Með mismunun sinni vega fjölmiðlarnir að sjálfsmynd ungra kvenna sem knattspyrnuiðkenda og vinna beinlínis gegn grasrótarstarfi kvennaknattspyrnunnar. Ekki dettur mér í hug að hér sé um meðvitaða stefnu fjölmiðlanna að ræða og því hvet ég þá til að hugleiða og svara spurningu dóttur minnar með jákvæðum og uppbyggilegum hætti. Íslenskar knattspyrnukonur eru og hafa verið meðal þeirra bestu í heiminum á liðnum árum og sá ótrúlegi árangur ætti að nýtast okkur vel sem hvatning til dáða og grunnur til að gera enn betur. Til að svo megi verða þurfum við hinsvegar öll að leggjast á árarnar og róa í sömu átt. Liðsinni fjölmiðla í þeim efnum er gríðarlega mikilvægt og ábyrgð þeirra mikil. Áfram Ísland! Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrannar Björn Arnarsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á liðnum vikum hefur átta ára dóttir mín í tvígang spurt mig þessarar spurningar og því miður hef ég ekki getað gefið henni ásættanleg svör. Tilefnin voru viðamiklar og vandaðar umfjallanir íþróttadeilda RÚV og Stöðvar 2 um glæsileg knattspyrnumót Akureyringa og Eyjamanna fyrir unga drengi, en sjálf hafði dóttir mín nýlokið keppni í sambærilegu móti ásamt hundruðum annarra stúlkna á Akureyri og Sauðárkróki. Um þau mót fjallaði hins vegar hvorug íþróttadeildin, ekki frekar en undanfarin ár. Því miður hafa tilraunir mínar við að kalla eftir svörum við spurningu dóttur minnar enn ekki borið neinn árangur og því ítreka ég hana hér og vona að einhverjir af forráðamönnum Stöðvar 2 og RÚV finni tíma aflögu og virði hana opinbers svars. Til að fyrirbyggja allan misskilning má ég til með að undirstrika, að mér finnst umfjallanir miðlanna um drengjamótin tvö til mikillar fyrirmyndar. Bæði hafa mótin gríðarlega þýðingu fyrir uppbyggingarstarf í knattspyrnunni, eru að mörgu leyti hápunktar hvers árs hjá iðkendum og öll umgjörð þeirra og skipulag eru félögunum til mikils sóma. Vandaðar umfjallanir fjölmiðla gera ekkert annað en að efla þetta mikilvæga starf, og ekki síst styrkir slík umfjöllun og eflir sjálfsmynd drengjanna sem taka þátt. Fyrir þessa athygli fjölmiðlanna ber því að þakka. Allt hið sama á hins vegar einnig við um glæsileg stúlknamót KA og Tindastóls, en vandinn er sá að þar láta þessir sömu fjölmiðlar ekki sjá sig. Með fjarveru sinni á stúlknamótunum, samhliða vandaðri umfjöllun um drengjamótin, gera Stöð 2 og RÚV sig sek um óþolandi mismunun, bæði gagnvart mótshöldurum og þeim sem vinna að uppbyggingu kvennaknattspyrnu á Íslandi, en ekki síst gagnvart þeim hundruðum ungra stúlkna sem upplifa sig vanvirtar og knattspyrnuiðkun sína minna metna en drengjanna á sama aldri. Með mismunun sinni vega fjölmiðlarnir að sjálfsmynd ungra kvenna sem knattspyrnuiðkenda og vinna beinlínis gegn grasrótarstarfi kvennaknattspyrnunnar. Ekki dettur mér í hug að hér sé um meðvitaða stefnu fjölmiðlanna að ræða og því hvet ég þá til að hugleiða og svara spurningu dóttur minnar með jákvæðum og uppbyggilegum hætti. Íslenskar knattspyrnukonur eru og hafa verið meðal þeirra bestu í heiminum á liðnum árum og sá ótrúlegi árangur ætti að nýtast okkur vel sem hvatning til dáða og grunnur til að gera enn betur. Til að svo megi verða þurfum við hinsvegar öll að leggjast á árarnar og róa í sömu átt. Liðsinni fjölmiðla í þeim efnum er gríðarlega mikilvægt og ábyrgð þeirra mikil. Áfram Ísland! Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun