Fimm lögregluþjónar myrtir af leyniskyttum Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2016 07:30 Lögregluþjónar standa vörð nærri svæðinu þar sem skotárásin átti sér stað. Vísir/AFP Uppfært 12:10 Fimm lögregluþjónar voru skotnir til bana í nótt og sjö eru særðir eftir að minnst tvær leyniskyttur hófu skothríð á hóp lögreglumanna í Dallas í Texas. Lögreglan hafði verið kölluð til þar sem fólksfjöldi hafði komið saman til að mótmæla drápunum á tveimur blökkumönnum sem lögreglumenn í Louisiana og Minnesota skutu í gær og í fyrradag. Þar að auki voru tveir almennir borgarar særðir. Ein kona fékk skot í fótinn, en hún var í mótmælagöngunni með þremur sonum sínum.Leyniskytturnar voru minnst tvær og skutu þeir á lögregluþjónana ofan af háum húsum í grennd við mótmælagönguna.Þrír eru í haldi grunaðir um aðild að málinu, en þeir neita að sýna lögreglunni samstarf. Þar af er ein kona sem Mike Rawlings, borgarstjóri Dallas, segir að sé frá Bandaríkjunum og af afrískum uppruna. Lögreglan sat svo um einn skotmann til viðbótar sem birgði sig inni í bílastæðahúsi á svæðinu. Hann hafði hafið skothríð fyrir utan háskóla í borginni og myrti þar minnst einn lögregluþjón. Hann skiptist á skotum við lögreglu um nokkurt skeið en nú sagður vera látinn. Rawlings segir að hann hafi verið felldur af lögregluþjónum. „Við vorum mjög ánægðir með að okkur hafi tekist að fellan þennan eina sökudólg,“ sagði Rawlings á blaðamannafundi í dag. Fleiri lögregluþjónar hafa ekki látið lífið á einum degi í Bandaríkjunum frá árásunum á Tvíburaturnana árið 2001, samkvæmt CNN. Myndband af manninum hefur nú verið birt á samfélagsmiðlum þar sem sjá má hann skiptast á skotum við lögreglu. Hann var vopnaður hálf-sjálfvirkum riffli, sem mun vera af gerðinni AR-15, og klæddur í skothelt vesti.Amateur video footage shows gunman involved in #Dallas shooting https://t.co/FfyEyhATMM https://t.co/RUXXrQEJRC— BBC Breaking News (@BBCBreaking) July 8, 2016 Hann hótaði að myrða fleiri lögreglumenn og fullyrti að hann hefði komið sprengjum fyrir í húsinu og á fleiri stöðum í Dallas. Umfangsmikil leit að sprengjum var framkvæmd í miðbæ Dallas en ekkert fannst. David Brown, lögreglustjóri Dallas, segir að árásarmennirnir hafi skipulagt árásina vel og svo virtist sem að þeir hafi vitað hvaða leið mótmælagangan yrði gengin. Brown sagði einnig að ljóst væri að leyniskytturnar hefðu ætlað sér að myrða og særa eins marga lögregluþjóna og þeir gætu. Tveir þeirra sem eru í haldi lögreglu voru handteknir eftir að lögregluþjónn sá annan þeirra setja tösku í skottið á Mercedez bíl og keyra hratt á brott. Þeir voru stöðvaði á nærliggjandi hraðbraut. Þá er ein kona, sem handtekin var nærri bílastæðahúsinu þar sem umsátrið á sér stað, í haldi lögreglu.Fréttin verður uppfærðÞetta myndband gæti vakið óhug meðal viðkvæmra. MIke Rawlings, borgarstjóri Dallas, segir borgina syrgja. Tweets by DallasPD Black Lives Matter Tengdar fréttir Banaskot lögreglunnar valda usla í samfélaginu Nokkur banaskot sem nutu athylgi í Bandaríkjunum rifjuð upp. 7. júlí 2016 14:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Uppfært 12:10 Fimm lögregluþjónar voru skotnir til bana í nótt og sjö eru særðir eftir að minnst tvær leyniskyttur hófu skothríð á hóp lögreglumanna í Dallas í Texas. Lögreglan hafði verið kölluð til þar sem fólksfjöldi hafði komið saman til að mótmæla drápunum á tveimur blökkumönnum sem lögreglumenn í Louisiana og Minnesota skutu í gær og í fyrradag. Þar að auki voru tveir almennir borgarar særðir. Ein kona fékk skot í fótinn, en hún var í mótmælagöngunni með þremur sonum sínum.Leyniskytturnar voru minnst tvær og skutu þeir á lögregluþjónana ofan af háum húsum í grennd við mótmælagönguna.Þrír eru í haldi grunaðir um aðild að málinu, en þeir neita að sýna lögreglunni samstarf. Þar af er ein kona sem Mike Rawlings, borgarstjóri Dallas, segir að sé frá Bandaríkjunum og af afrískum uppruna. Lögreglan sat svo um einn skotmann til viðbótar sem birgði sig inni í bílastæðahúsi á svæðinu. Hann hafði hafið skothríð fyrir utan háskóla í borginni og myrti þar minnst einn lögregluþjón. Hann skiptist á skotum við lögreglu um nokkurt skeið en nú sagður vera látinn. Rawlings segir að hann hafi verið felldur af lögregluþjónum. „Við vorum mjög ánægðir með að okkur hafi tekist að fellan þennan eina sökudólg,“ sagði Rawlings á blaðamannafundi í dag. Fleiri lögregluþjónar hafa ekki látið lífið á einum degi í Bandaríkjunum frá árásunum á Tvíburaturnana árið 2001, samkvæmt CNN. Myndband af manninum hefur nú verið birt á samfélagsmiðlum þar sem sjá má hann skiptast á skotum við lögreglu. Hann var vopnaður hálf-sjálfvirkum riffli, sem mun vera af gerðinni AR-15, og klæddur í skothelt vesti.Amateur video footage shows gunman involved in #Dallas shooting https://t.co/FfyEyhATMM https://t.co/RUXXrQEJRC— BBC Breaking News (@BBCBreaking) July 8, 2016 Hann hótaði að myrða fleiri lögreglumenn og fullyrti að hann hefði komið sprengjum fyrir í húsinu og á fleiri stöðum í Dallas. Umfangsmikil leit að sprengjum var framkvæmd í miðbæ Dallas en ekkert fannst. David Brown, lögreglustjóri Dallas, segir að árásarmennirnir hafi skipulagt árásina vel og svo virtist sem að þeir hafi vitað hvaða leið mótmælagangan yrði gengin. Brown sagði einnig að ljóst væri að leyniskytturnar hefðu ætlað sér að myrða og særa eins marga lögregluþjóna og þeir gætu. Tveir þeirra sem eru í haldi lögreglu voru handteknir eftir að lögregluþjónn sá annan þeirra setja tösku í skottið á Mercedez bíl og keyra hratt á brott. Þeir voru stöðvaði á nærliggjandi hraðbraut. Þá er ein kona, sem handtekin var nærri bílastæðahúsinu þar sem umsátrið á sér stað, í haldi lögreglu.Fréttin verður uppfærðÞetta myndband gæti vakið óhug meðal viðkvæmra. MIke Rawlings, borgarstjóri Dallas, segir borgina syrgja. Tweets by DallasPD
Black Lives Matter Tengdar fréttir Banaskot lögreglunnar valda usla í samfélaginu Nokkur banaskot sem nutu athylgi í Bandaríkjunum rifjuð upp. 7. júlí 2016 14:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Banaskot lögreglunnar valda usla í samfélaginu Nokkur banaskot sem nutu athylgi í Bandaríkjunum rifjuð upp. 7. júlí 2016 14:45