Glórulaus hagfræði Gunnars Alexanders! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 30. júní 2016 07:00 Betur má ef duga skal! segir Gunnar Alexander Ólafsson hagfræðingur í grein sinni í Fréttablaðinu 24. júní sl. Þar hrósar hann yfirvöldum fyrir nýtt fangelsi á Hólmsheiði og hvetur stjórnvöld til þess að ganga enn lengra í refsikerfinu og fjölga plássum í öryggisfangelsinu á Litla-Hrauni. Gunnar telur að með því að fjölga plássum á Litla-Hrauni muni það lækka rekstrarkostnað fangelsisins og stytta biðlista. Einnig segir hann það ábyrgð samfélagsins að gæta fanga og auðvelda þeim komu aftur út í samfélagið sem betri mönnum. Þetta er auðvitað alveg glórulaus hugmynd, engan veginn til þess fallin að ná árangri og alfarið úr takti við áherslur fangelsisyfirvalda, stjórnvalda og félags fanga. Í dag eru Norðurlöndin, að Íslandi undanskildu, búin að taka upp betrunarstefnu. Þar fer lokuðum fangelsum fækkandi og ný opnari fangelsi gerð til að líkjast sem mest lífinu utan þeirra. Með tilkomu betrunarstefnunnar á Norðurlöndunum og opnari fangelsum hefur endurkomum í fangelsin fækkað. T.d. er endurkomutíðni í Noregi 16 prósent í opnum fangelsum og 24 prósent í lokuðum fangelsum. Á Íslandi – landi refsistefnunnar – eru um 80 prósent fangelsisplássa í lokuðum fangelsum eins og Litla-Hrauni og 50 prósent fanga á Íslandi koma aftur í fangelsi. Það þýðir að annar hver fangi kemur aftur í fangelsi. Þar setjum við okkur í sérflokk með Bandaríkjunum og Bretlandi og er ólíðandi árangur. Það verður að teljast afar ólíklegt að rekstrarkostnaður Litla-Hrauns verði lægri ef það yrði stækkað. Að öðru óbreyttu myndu einfaldlega fleiri fangar fara í gegnum refsikerfi í lokuðu fangelsi, endurkomum fjölga og glæpum fjölga. Það ber að hafa í huga að slíkt hefði einnig í för með sér aukið álag og kostnað hjá lögreglu, dómstólum og víða í heilbrigðiskerfinu. Allur þessi kostnaður hefur lækkað á Norðurlöndunum með tilkomu fleiri opinna fangelsa. Lokað fangelsi er dýrasta fangelsisúrræði sem til er og því augljóst að það sparar engan pening heldur þvert á móti eykur kostnað. Opin fangelsi eru líka sjálf mjög ódýr í byggingu og rekstri.Betrunarvist Úrræði líkt og opnu fangelsin hafa ekki bara minnkað endurkomur í fangelsin heldur einnig hjálpað svo mörgum föngum og fjölskyldum þeirra að ná tökum á lífinu og gert þeim kleift að greiða eitthvað til baka til samfélagsins, t.d. í formi skatta. Nám, verknám, starfsþjálfun, betri samskipti við fjölskyldu, innihaldsrík atvinna, meðferðir og eftirfylgni er það sem skiptir mestu máli í betrun. Þetta eru atriði sem fækkar föngum og um leið allan kostnað í fangelsiskerfinu. Þá er auðvitað ótalið eitt stærsta atriðið, sem er að brotaþolendum fækkar. Það hlýtur því að vera aðalmarkmiðið með fangelsisrefsingum að fækka glæpum, endurkomum og brotaþolendum, sem og að minnka kostnað og álag á kerfinu og koma einstaklingunum heilum og betri út aftur til að taka þátt í samfélagi manna. Það blasir við að næstu skref í fangelsismálum eru að fjölga opnum úrræðum og taka upp betrunarvist. Ekki fara fleiri áratugi aftur í tímann og byggja enn fleiri steypugeymslur fyrir mannverur sem skila engum betri út aftur. Nei, það er nóg komið og tími til þess kominn að hagfræðingar eins og Gunnar kynni sér raunverulega hvað er að gerast í fangelsismálum á Íslandi og reikni svo út hvað hægt er að spara mikið í öllu samfélaginu ef komið verði á kerfi sem hjálpar mönnum að takast á við lífið og geri þeim kleift að vera virkir samfélagsþegnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Betur má ef duga skal! segir Gunnar Alexander Ólafsson hagfræðingur í grein sinni í Fréttablaðinu 24. júní sl. Þar hrósar hann yfirvöldum fyrir nýtt fangelsi á Hólmsheiði og hvetur stjórnvöld til þess að ganga enn lengra í refsikerfinu og fjölga plássum í öryggisfangelsinu á Litla-Hrauni. Gunnar telur að með því að fjölga plássum á Litla-Hrauni muni það lækka rekstrarkostnað fangelsisins og stytta biðlista. Einnig segir hann það ábyrgð samfélagsins að gæta fanga og auðvelda þeim komu aftur út í samfélagið sem betri mönnum. Þetta er auðvitað alveg glórulaus hugmynd, engan veginn til þess fallin að ná árangri og alfarið úr takti við áherslur fangelsisyfirvalda, stjórnvalda og félags fanga. Í dag eru Norðurlöndin, að Íslandi undanskildu, búin að taka upp betrunarstefnu. Þar fer lokuðum fangelsum fækkandi og ný opnari fangelsi gerð til að líkjast sem mest lífinu utan þeirra. Með tilkomu betrunarstefnunnar á Norðurlöndunum og opnari fangelsum hefur endurkomum í fangelsin fækkað. T.d. er endurkomutíðni í Noregi 16 prósent í opnum fangelsum og 24 prósent í lokuðum fangelsum. Á Íslandi – landi refsistefnunnar – eru um 80 prósent fangelsisplássa í lokuðum fangelsum eins og Litla-Hrauni og 50 prósent fanga á Íslandi koma aftur í fangelsi. Það þýðir að annar hver fangi kemur aftur í fangelsi. Þar setjum við okkur í sérflokk með Bandaríkjunum og Bretlandi og er ólíðandi árangur. Það verður að teljast afar ólíklegt að rekstrarkostnaður Litla-Hrauns verði lægri ef það yrði stækkað. Að öðru óbreyttu myndu einfaldlega fleiri fangar fara í gegnum refsikerfi í lokuðu fangelsi, endurkomum fjölga og glæpum fjölga. Það ber að hafa í huga að slíkt hefði einnig í för með sér aukið álag og kostnað hjá lögreglu, dómstólum og víða í heilbrigðiskerfinu. Allur þessi kostnaður hefur lækkað á Norðurlöndunum með tilkomu fleiri opinna fangelsa. Lokað fangelsi er dýrasta fangelsisúrræði sem til er og því augljóst að það sparar engan pening heldur þvert á móti eykur kostnað. Opin fangelsi eru líka sjálf mjög ódýr í byggingu og rekstri.Betrunarvist Úrræði líkt og opnu fangelsin hafa ekki bara minnkað endurkomur í fangelsin heldur einnig hjálpað svo mörgum föngum og fjölskyldum þeirra að ná tökum á lífinu og gert þeim kleift að greiða eitthvað til baka til samfélagsins, t.d. í formi skatta. Nám, verknám, starfsþjálfun, betri samskipti við fjölskyldu, innihaldsrík atvinna, meðferðir og eftirfylgni er það sem skiptir mestu máli í betrun. Þetta eru atriði sem fækkar föngum og um leið allan kostnað í fangelsiskerfinu. Þá er auðvitað ótalið eitt stærsta atriðið, sem er að brotaþolendum fækkar. Það hlýtur því að vera aðalmarkmiðið með fangelsisrefsingum að fækka glæpum, endurkomum og brotaþolendum, sem og að minnka kostnað og álag á kerfinu og koma einstaklingunum heilum og betri út aftur til að taka þátt í samfélagi manna. Það blasir við að næstu skref í fangelsismálum eru að fjölga opnum úrræðum og taka upp betrunarvist. Ekki fara fleiri áratugi aftur í tímann og byggja enn fleiri steypugeymslur fyrir mannverur sem skila engum betri út aftur. Nei, það er nóg komið og tími til þess kominn að hagfræðingar eins og Gunnar kynni sér raunverulega hvað er að gerast í fangelsismálum á Íslandi og reikni svo út hvað hægt er að spara mikið í öllu samfélaginu ef komið verði á kerfi sem hjálpar mönnum að takast á við lífið og geri þeim kleift að vera virkir samfélagsþegnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun