Einkaneysluvöxtur á flugi Sæunn Gísladóttir skrifar 30. júní 2016 07:00 Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka. Fréttablaðið/GVA Vaxandi einkaneysla er áhyggjuefni út frá hagstjórn, þar sem við viljum halda hagkerfinu í tiltölulega góðu jafnvægi. Vöxturinn er hins vegar drifinn af auknum kaupmætti launa og því minna áhyggjuefni en oft áður þegar uppsveiflur hafa verið keyrðar áfram af væntingum um framtíðartekjur. Þetta er mat Ingólfs Bender, forstöðumanns greiningardeildar Íslandsbanka. Í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka í gær kom fram að þróun væntingavísitölu Gallup (VVG) í júní gæfi tilefni til að ætla að einkaneysluvöxtur sé á verulegu flugi þessa dagana. Greiningardeildin telur að einkaneysluvöxtur á öðrum ársfjórðungi verði enn meiri en 7,1 prósents vöxturinn á fyrsta ársfjórðungi. Greiningardeildin spáir að einkaneysluvöxtur í ár verði 7,8 prósent samanborið við 4,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. „Út frá vexti hagkerfis í hið heila þá er spenna að aukast í hagkerfinu. Þenslan fer vaxandi, og að sjálfsögðu er það áhyggjuefni út frá hagstjórn. Verkefni peningastefnunnar og opinberra fjármála er að draga úr þessari spennu,“ segir Ingólfur. Hann segir vöxtinn endurspegla gríðarlegan vöxt í kaupmætti launa heimilanna síðustu tólf mánuði. Ingólfur segir þó hraða launahækkananna valda áhyggjum, sér í lagi þegar kemur að verðbólgu. „Innlendir þættir eru klárlega að hækka talsvert út af þessu, þetta er að ýta undir húsnæðisverðshækkun. Styrking krónunnar og lækkun á hrávöruverði hefur haldið þessu niðri. Við reiknum með því að krónan komi til með að styrkjast áfram fram á næsta ár, en svo slær þessu kannski út með aukinni verðbólgu þegar líða fer á.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. júní 2016 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tólf rútur í notkun á Keflavíkurflugvelli Vegna fjölgunar farþega á Keflavíkurflugvelli komast flugvélar á vellinum ekki upp að flugstöðinni. Því þarf að notast við risastór fjarstæði. Þrjú slík stæði voru gerð á vellinum nýlega. 5. júlí 2016 07:00 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Vaxandi einkaneysla er áhyggjuefni út frá hagstjórn, þar sem við viljum halda hagkerfinu í tiltölulega góðu jafnvægi. Vöxturinn er hins vegar drifinn af auknum kaupmætti launa og því minna áhyggjuefni en oft áður þegar uppsveiflur hafa verið keyrðar áfram af væntingum um framtíðartekjur. Þetta er mat Ingólfs Bender, forstöðumanns greiningardeildar Íslandsbanka. Í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka í gær kom fram að þróun væntingavísitölu Gallup (VVG) í júní gæfi tilefni til að ætla að einkaneysluvöxtur sé á verulegu flugi þessa dagana. Greiningardeildin telur að einkaneysluvöxtur á öðrum ársfjórðungi verði enn meiri en 7,1 prósents vöxturinn á fyrsta ársfjórðungi. Greiningardeildin spáir að einkaneysluvöxtur í ár verði 7,8 prósent samanborið við 4,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. „Út frá vexti hagkerfis í hið heila þá er spenna að aukast í hagkerfinu. Þenslan fer vaxandi, og að sjálfsögðu er það áhyggjuefni út frá hagstjórn. Verkefni peningastefnunnar og opinberra fjármála er að draga úr þessari spennu,“ segir Ingólfur. Hann segir vöxtinn endurspegla gríðarlegan vöxt í kaupmætti launa heimilanna síðustu tólf mánuði. Ingólfur segir þó hraða launahækkananna valda áhyggjum, sér í lagi þegar kemur að verðbólgu. „Innlendir þættir eru klárlega að hækka talsvert út af þessu, þetta er að ýta undir húsnæðisverðshækkun. Styrking krónunnar og lækkun á hrávöruverði hefur haldið þessu niðri. Við reiknum með því að krónan komi til með að styrkjast áfram fram á næsta ár, en svo slær þessu kannski út með aukinni verðbólgu þegar líða fer á.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. júní 2016
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tólf rútur í notkun á Keflavíkurflugvelli Vegna fjölgunar farþega á Keflavíkurflugvelli komast flugvélar á vellinum ekki upp að flugstöðinni. Því þarf að notast við risastór fjarstæði. Þrjú slík stæði voru gerð á vellinum nýlega. 5. júlí 2016 07:00 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Tólf rútur í notkun á Keflavíkurflugvelli Vegna fjölgunar farþega á Keflavíkurflugvelli komast flugvélar á vellinum ekki upp að flugstöðinni. Því þarf að notast við risastór fjarstæði. Þrjú slík stæði voru gerð á vellinum nýlega. 5. júlí 2016 07:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent