Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart Brexit Una Sighvatsdóttir skrifar 21. júní 2016 19:15 Tveir dagar eru til stefnu fyrir Breta að gera upp hug sinn um pólitíska framtíð landsins innan Evrópu og spennan er áþreifanleg, enda tvísýnt um úrslitin. David Cameron ávarpaði bresku þjóðina í dag frá Downingstræti 10 og bað fólk að hafa framtíðarkynslóðir í huga, því snúi Bretar baki við Evrópu verði ekki aftur snúið. Þá biðlaði hann til breskra kjósenda í dag að stefna ekki efnahagslegu öryggi þjóðarinnar í hættu. Bretland er eitt af mikilvægustu viðskiptalöndum Íslands með um 10-11% hlutdeild í bæði inn- og útflutningi. Hagsmunir Íslendinga eru því miklir, en fari svo að Bretar yfirgefi ESB er alls óvíst hvort þeir verði áfram hluti af Evrópska efnahagssvæðinu eða geri tvíhliða viðskiptasamninga við einstök ríki. Mikill pólitískur titringur er innan Evrópu vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar og utanríkisráðherra segist finna vel fyrir því.Hver þjóð reynir að tryggja sína hagsmuni „Já við höfum fundið fyrir því og það er mjög mikil spenna í loftinu vegna þessa. Hinsvegar er ég á þeirri skoðun að ef að þetta verður, þá munum við ná góðum viðskiptakjörum áfram við Bretland. Vegna þess að þetta gengur jú út á það hjá flestum þjóðum, að tryggja sína hagsmuni. Við höfum verið í sambandi við EFTA ríkin, EES ríkin og ég held að sama hvað verður, að niðurstaðan verði farsæl,“ segir Lilja. Hún leggur þó áherslu á að engar breytingar verði strax, enda liggur fyrir að það muni taka Breta tvö ár að segja sig frá ESB.Áhyggjur af lýðræðishalla innan sambandsins Lilja segist telja marga samverkandi þætti liggja að baki þeirri vaxandi undiröldu sem verið hefur gegn Evrópusamstarfinu í Bretlandi, en þar vegi ekki síst þungt áhyggjur af lýðræðishalla innnan sambandsins. „Og held það sé bara heilbrigt og gott fyrir hina lýðræðislegu umræðu að þeir séu að velta þessu fyrir sér. Svo ganga þeir og kjós, það kemst niðurstaða og svo heldur lífið áfram.“Telur að Evrópusambandið spjari sig án Breta Ýmsir Evrópuleiðtogar hafa stigið fram síðustu daga og varað við því að Brexit muni leiða til aukins óstöðugleika innan ESB og sambandið kunni jafnvel að leysast upp. Lilja tekur ekki undir svartsýnisspárnar. „Ég hugsa að það verði breyting á Evrópusambandinu ef af verður. Þeir þurfa auðvitað að endurskoða þá stöðu sem þeir eru í, en ég held að það finnist lausn á því.“ Brexit Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra skiptir um lið Fyrsti músliminn sem varð ráðherra í Bretlandi segir aðskilnaðarsinna þagga niður í hófsemisröddum. Sagði sig úr útgöngusamtökunum Vote Leave. Nigel Farage segir Remain nýta morðið á þingmanni í pólitískum tilgangi. 21. júní 2016 07:00 Baráttan um Brexit hafin á ný í Bretlandi Slagnum ver frestað eftir að Jo Cox var myrt. Fylkingarnar virðast jafnstórar sem vilja úr og vera í ESB. 20. júní 2016 07:00 Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38 Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja ályktanir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru. 16. júní 2016 07:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Tveir dagar eru til stefnu fyrir Breta að gera upp hug sinn um pólitíska framtíð landsins innan Evrópu og spennan er áþreifanleg, enda tvísýnt um úrslitin. David Cameron ávarpaði bresku þjóðina í dag frá Downingstræti 10 og bað fólk að hafa framtíðarkynslóðir í huga, því snúi Bretar baki við Evrópu verði ekki aftur snúið. Þá biðlaði hann til breskra kjósenda í dag að stefna ekki efnahagslegu öryggi þjóðarinnar í hættu. Bretland er eitt af mikilvægustu viðskiptalöndum Íslands með um 10-11% hlutdeild í bæði inn- og útflutningi. Hagsmunir Íslendinga eru því miklir, en fari svo að Bretar yfirgefi ESB er alls óvíst hvort þeir verði áfram hluti af Evrópska efnahagssvæðinu eða geri tvíhliða viðskiptasamninga við einstök ríki. Mikill pólitískur titringur er innan Evrópu vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar og utanríkisráðherra segist finna vel fyrir því.Hver þjóð reynir að tryggja sína hagsmuni „Já við höfum fundið fyrir því og það er mjög mikil spenna í loftinu vegna þessa. Hinsvegar er ég á þeirri skoðun að ef að þetta verður, þá munum við ná góðum viðskiptakjörum áfram við Bretland. Vegna þess að þetta gengur jú út á það hjá flestum þjóðum, að tryggja sína hagsmuni. Við höfum verið í sambandi við EFTA ríkin, EES ríkin og ég held að sama hvað verður, að niðurstaðan verði farsæl,“ segir Lilja. Hún leggur þó áherslu á að engar breytingar verði strax, enda liggur fyrir að það muni taka Breta tvö ár að segja sig frá ESB.Áhyggjur af lýðræðishalla innan sambandsins Lilja segist telja marga samverkandi þætti liggja að baki þeirri vaxandi undiröldu sem verið hefur gegn Evrópusamstarfinu í Bretlandi, en þar vegi ekki síst þungt áhyggjur af lýðræðishalla innnan sambandsins. „Og held það sé bara heilbrigt og gott fyrir hina lýðræðislegu umræðu að þeir séu að velta þessu fyrir sér. Svo ganga þeir og kjós, það kemst niðurstaða og svo heldur lífið áfram.“Telur að Evrópusambandið spjari sig án Breta Ýmsir Evrópuleiðtogar hafa stigið fram síðustu daga og varað við því að Brexit muni leiða til aukins óstöðugleika innan ESB og sambandið kunni jafnvel að leysast upp. Lilja tekur ekki undir svartsýnisspárnar. „Ég hugsa að það verði breyting á Evrópusambandinu ef af verður. Þeir þurfa auðvitað að endurskoða þá stöðu sem þeir eru í, en ég held að það finnist lausn á því.“
Brexit Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra skiptir um lið Fyrsti músliminn sem varð ráðherra í Bretlandi segir aðskilnaðarsinna þagga niður í hófsemisröddum. Sagði sig úr útgöngusamtökunum Vote Leave. Nigel Farage segir Remain nýta morðið á þingmanni í pólitískum tilgangi. 21. júní 2016 07:00 Baráttan um Brexit hafin á ný í Bretlandi Slagnum ver frestað eftir að Jo Cox var myrt. Fylkingarnar virðast jafnstórar sem vilja úr og vera í ESB. 20. júní 2016 07:00 Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38 Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja ályktanir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru. 16. júní 2016 07:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra skiptir um lið Fyrsti músliminn sem varð ráðherra í Bretlandi segir aðskilnaðarsinna þagga niður í hófsemisröddum. Sagði sig úr útgöngusamtökunum Vote Leave. Nigel Farage segir Remain nýta morðið á þingmanni í pólitískum tilgangi. 21. júní 2016 07:00
Baráttan um Brexit hafin á ný í Bretlandi Slagnum ver frestað eftir að Jo Cox var myrt. Fylkingarnar virðast jafnstórar sem vilja úr og vera í ESB. 20. júní 2016 07:00
Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38
Brexit gæti þýtt 2.600 milljarða niðurskurð Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja ályktanir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru. 16. júní 2016 07:00