Gylfi: Fullkomið að fá Englendingana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2016 18:56 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar með liðsfélögunum í leikslok. Vísir/EPA Gylfi Þór Sigurðsson var í skýjunum eins og aðrir eftir 2-1 sigur á Austurríki á Stade e France í kvöld þar sem íslenska liðið tryggði sér annað sætið í riðlinum og leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. „Mér líður frábærlega en ég er ekkert smá þreyttur. Þetta er þess virði. Þessi stund með stuðningsmönnunum eftir leikinn er eitthvað sem maður mun aldrei gleyma," sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Pétur Marteinsson í útsendingu Símans. „Þetta var mjög erfiður leikur en við vissum það. Það var klaufaskapur að fá á okkur þetta mark í síðari hálfleik en við vörðumst ágætlega," sagði Gylfi. „Við viljum spila betri fótbolta og það á vonandi eftir að koma í keppninni. Við spiluðum nokkrum sinnum mjög vel og sérstaklega þegar Jói átti skot í slána. Við náðum þá nokkrum sendingum og spiluðum okkur í gegnum vörnina hjá þeim en við þurfum að vera aðeins kaldari og þora að spila boltanum," sagði Gylfi. „Þegar það er svona mikið undir þá vilja menn ekki gera mistök. Við erum komnir áfram og það er það sem skiptir máli," sagði Gylfi. „Skiptingarnar virkuðu. Arnór kom inn og skoraði. Hann er mjög frískur og snöggur leikmaður og það var kannski það sem við þurftum. Theódór Elmar kom líka inná og gerði mjög vel. Sverrir var líka frábær í miðverðinum þegar hann kom inná og skallaði fjóra eða fimm bolta í burtu. Skiptingarnar virkuðu því mjög vel og allir sem eru á bekknum eru algjörlega klárir í að koma inná," sagði Gylfi. Næst á dagskrá er leikur á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. „Það var frábært að ná fyrsta sigrinum. Það er bara fullkomið að fá Englendingana. Mér lýst mjög vel að fá þá. Við vitum að þeir eru með hörkulið, mjög góða unga leikmenn og svo reynslubolta inn á milli," sagði Gylfi. „Ég myndi halda að öll pressan væri á þeim. Það yrði mikið skrifað í enskum blöðunum ef að þeir myndu detta út á móti okkur. Við viljum ekkert fara heim því þetta hafa verið skemmtilegustu vikur lífs okkar. Við viljum alls ekki að þetta endi," sagði Gylfi að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var í skýjunum eins og aðrir eftir 2-1 sigur á Austurríki á Stade e France í kvöld þar sem íslenska liðið tryggði sér annað sætið í riðlinum og leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. „Mér líður frábærlega en ég er ekkert smá þreyttur. Þetta er þess virði. Þessi stund með stuðningsmönnunum eftir leikinn er eitthvað sem maður mun aldrei gleyma," sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Pétur Marteinsson í útsendingu Símans. „Þetta var mjög erfiður leikur en við vissum það. Það var klaufaskapur að fá á okkur þetta mark í síðari hálfleik en við vörðumst ágætlega," sagði Gylfi. „Við viljum spila betri fótbolta og það á vonandi eftir að koma í keppninni. Við spiluðum nokkrum sinnum mjög vel og sérstaklega þegar Jói átti skot í slána. Við náðum þá nokkrum sendingum og spiluðum okkur í gegnum vörnina hjá þeim en við þurfum að vera aðeins kaldari og þora að spila boltanum," sagði Gylfi. „Þegar það er svona mikið undir þá vilja menn ekki gera mistök. Við erum komnir áfram og það er það sem skiptir máli," sagði Gylfi. „Skiptingarnar virkuðu. Arnór kom inn og skoraði. Hann er mjög frískur og snöggur leikmaður og það var kannski það sem við þurftum. Theódór Elmar kom líka inná og gerði mjög vel. Sverrir var líka frábær í miðverðinum þegar hann kom inná og skallaði fjóra eða fimm bolta í burtu. Skiptingarnar virkuðu því mjög vel og allir sem eru á bekknum eru algjörlega klárir í að koma inná," sagði Gylfi. Næst á dagskrá er leikur á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. „Það var frábært að ná fyrsta sigrinum. Það er bara fullkomið að fá Englendingana. Mér lýst mjög vel að fá þá. Við vitum að þeir eru með hörkulið, mjög góða unga leikmenn og svo reynslubolta inn á milli," sagði Gylfi. „Ég myndi halda að öll pressan væri á þeim. Það yrði mikið skrifað í enskum blöðunum ef að þeir myndu detta út á móti okkur. Við viljum ekkert fara heim því þetta hafa verið skemmtilegustu vikur lífs okkar. Við viljum alls ekki að þetta endi," sagði Gylfi að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira