Leikskólakennarar undrandi á ummælum Höllu Sveinn Arnarsson skrifar 23. júní 2016 13:01 Ummæli Höllu hafa fallið í grýttan jarðveg meðal leikskólakennara. Óánægju gætir meðal leikskólakennara með ummæli Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda sem hún viðhafði í Speglinum á Rás1 þann 2. júní síðastliðinn. Þar sagði hún að systur hennar tvær væru báðar leikskólakennarar því þær hefðu ekki jafn gaman að skóla og hún. Formaður Félags leikskólakennara áttar sig ekki á því hvað frambjóðandinn á við með þessu. Halla segir umræðuna vera byggða á misskilningi og ummæli hennar tekin úr samhengi Haraldur Freyr Gíslason, formaður félags leikskólakennara, segir þessi ummæli óheppileg fyrir forsetaframbjóðandann og vonast til þess að hún beri til baka þessu ummæli eða leiðrétti þau. „Það getur ekki verið að þetta sé skoðun hennar og ég vona svo innilega að hún endurskoði þessi ummæli sín,“ segir Haraldur. „Við Íslendingar erum mjög framarlega í að mennta leikskólakennara. Nú er krafist fimm ára háskólanáms fyrir kennara á öllum skólastigum. Sömu kröfur eru gerðar sem er mikilvægt og gott. Það ætti að vera ljóst að öll þessi skólastig eru mikilvægir hlekkir í menntakerfi okkar Íslendinga og styðja við hvort annað.“ Haraldur skrifar um ummæli Höllu á Facebook síðu sinni og fjöldi fólks tekur undir gagnrýni Haraldar. Greinilegt er að þessi ummæli falla í grýttan jarðveg leikskólakennara og margra annarra sem leggja orð í belg.Halla: „Leikskólakennarar gríðarlega mikilvægir“Halla: „Verðmætamat samfélagsins rangt“ Halla Tómasdóttir segir þessi ummæli sín slitin úr samhengi. Spegillinn taki þarna upp klukkutíma vinnustaðafund og hann svo klipptur niður í sjö mínútna þátt. „Svo ég útskýri það í eitt skipti fyrir öll þá þykir mér það gríðarlega leitt ef menn skilja það sem svo að ég sé að gera lítið úr stétt leikskólakennara. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir kennurum á öllum skólastigum og ég hef á hverjum einasta fundi sagt það skringilegt verðmætamat í samfélaginu að hærri laun eru veitt fyrir að gæta peninga en þeirra sem mennta börnin okkar,“ segir Halla. „Virðing mín fyrir leikskólakennurum og þeirra námi er mikil.“ Halla telur að verðmætamat samfélagsins verða að breytast. Leikskólakennarar eru að stórum hluta konur og að þær stéttir verði að hækka í launum. „Það á ekki að vera sjálfsagt að fá hærri laun við að sinna fjárauð en barnauð,“ segir Halla. Ummælin sem klippt eru út úr vinnustaðafundinum harmi hún mjög en ítrekar að þetta sé misskilningur og að orð hennar hafi verið tekin úr samhengi. „Ég var í þessu spjalli að tala um æsku mína og alls ekki að tala um leikskólakennara eða þá stétt. Þarna ræddi ég um uppvöxt minn og minnar fjölskyldu meðal annars á klukkutíma vinnustaðafundi blaðlaust. Leikskólakennarar eru mjög mikilvæg stétt sem við ættum að hampa frekar í okkar samfélagi. Á það hef ég minnst á öllum mínum fundum í kosningabaráttunni. Tveir dagar eru til kosninga og hefur Halla Tómasdóttir verið að sækja í sig verðið í könnunum síðustu vikna. Mældist hún rétt undir 20 prósentum í könnun sem fréttastofa 365 lét gera og birtist í Fréttablaðinu í morgun. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Óánægju gætir meðal leikskólakennara með ummæli Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda sem hún viðhafði í Speglinum á Rás1 þann 2. júní síðastliðinn. Þar sagði hún að systur hennar tvær væru báðar leikskólakennarar því þær hefðu ekki jafn gaman að skóla og hún. Formaður Félags leikskólakennara áttar sig ekki á því hvað frambjóðandinn á við með þessu. Halla segir umræðuna vera byggða á misskilningi og ummæli hennar tekin úr samhengi Haraldur Freyr Gíslason, formaður félags leikskólakennara, segir þessi ummæli óheppileg fyrir forsetaframbjóðandann og vonast til þess að hún beri til baka þessu ummæli eða leiðrétti þau. „Það getur ekki verið að þetta sé skoðun hennar og ég vona svo innilega að hún endurskoði þessi ummæli sín,“ segir Haraldur. „Við Íslendingar erum mjög framarlega í að mennta leikskólakennara. Nú er krafist fimm ára háskólanáms fyrir kennara á öllum skólastigum. Sömu kröfur eru gerðar sem er mikilvægt og gott. Það ætti að vera ljóst að öll þessi skólastig eru mikilvægir hlekkir í menntakerfi okkar Íslendinga og styðja við hvort annað.“ Haraldur skrifar um ummæli Höllu á Facebook síðu sinni og fjöldi fólks tekur undir gagnrýni Haraldar. Greinilegt er að þessi ummæli falla í grýttan jarðveg leikskólakennara og margra annarra sem leggja orð í belg.Halla: „Leikskólakennarar gríðarlega mikilvægir“Halla: „Verðmætamat samfélagsins rangt“ Halla Tómasdóttir segir þessi ummæli sín slitin úr samhengi. Spegillinn taki þarna upp klukkutíma vinnustaðafund og hann svo klipptur niður í sjö mínútna þátt. „Svo ég útskýri það í eitt skipti fyrir öll þá þykir mér það gríðarlega leitt ef menn skilja það sem svo að ég sé að gera lítið úr stétt leikskólakennara. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir kennurum á öllum skólastigum og ég hef á hverjum einasta fundi sagt það skringilegt verðmætamat í samfélaginu að hærri laun eru veitt fyrir að gæta peninga en þeirra sem mennta börnin okkar,“ segir Halla. „Virðing mín fyrir leikskólakennurum og þeirra námi er mikil.“ Halla telur að verðmætamat samfélagsins verða að breytast. Leikskólakennarar eru að stórum hluta konur og að þær stéttir verði að hækka í launum. „Það á ekki að vera sjálfsagt að fá hærri laun við að sinna fjárauð en barnauð,“ segir Halla. Ummælin sem klippt eru út úr vinnustaðafundinum harmi hún mjög en ítrekar að þetta sé misskilningur og að orð hennar hafi verið tekin úr samhengi. „Ég var í þessu spjalli að tala um æsku mína og alls ekki að tala um leikskólakennara eða þá stétt. Þarna ræddi ég um uppvöxt minn og minnar fjölskyldu meðal annars á klukkutíma vinnustaðafundi blaðlaust. Leikskólakennarar eru mjög mikilvæg stétt sem við ættum að hampa frekar í okkar samfélagi. Á það hef ég minnst á öllum mínum fundum í kosningabaráttunni. Tveir dagar eru til kosninga og hefur Halla Tómasdóttir verið að sækja í sig verðið í könnunum síðustu vikna. Mældist hún rétt undir 20 prósentum í könnun sem fréttastofa 365 lét gera og birtist í Fréttablaðinu í morgun.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira