Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2016 18:55 Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur fengið staðfestar upplýsingar frá Knattspyrnusambandi Evrópu, um skiptingu áhorfenda á leiknum á mánudagskvöldið. Það hefur verið mikið álag á starfsmönnum KSÍ enda beinist athygli heimsbyggðarinnar að íslenska liðinu. Leikurinn fer fram á Allianz Riviera leikvanginum í Nice sem tekur tæplega 36 þúsund manns í sæti. Völlurinn er nýr en hann var opnaður í september 2013. Það er orðið uppselt á leikinn og því engir fleiri miðar í boði fyrir íslenska stuðningsmenn. Kolbeinn Tumi Daðason, fréttamaður 365 á Evrópumótinu í Frakklandi, var í beinni frá Annecy í kvöld og ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og það er búið að vera í nóg að snúast. Ég ætlaði að gera rosalega mikið í dag en ég er ekki búin að gera nokkurn skapaðan hlut af því. Þetta er búið að vera ævintýri eins og allt annað hérna," sagði Klara. „Þetta eru aðallega miðafyrirspurnir því sem betur fer slepp ég alveg við fjölmiðlaáreitnina. Það sem beinist að mér eru miðamálin og svo gífurleg athygli erlendra fjölmiðla á okkur og liðinu. Það er nóg að snúast í þeirri deild líka," sagði Klara. Liggur fyrir hvað verða margir Íslendingar verða á vellinum í Nice? „Samkvæmt tölum sem við fengum áðan þá verða þrjú þúsund manns," sagði Klara. Þetta þýðir að Íslendingar verða aðeins átta prósent af áhorfendum í stúkunni á leik Íslands og Englands. Margar ástæður eru fyrir því en gríðarlegt álag var á miðasölukerfi UEFA í dag. Það má reikna með því að miklu fleiri Englendingar hafi keypt miða sem buðu upp á það að fylgja sínu liði alla leið í keppninni en slíkir miðar voru í boði í desember. Íslendingar hafa líklegt keypt mun færri slíka miða sem kom sér illa þegar svona fáir miðar voru í boði á leikinn. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslendingar streyma á O´Sullivans Barinn er risastór og stórt svæði sömuleiðis fyrir utan 22. júní 2016 10:05 Tíu þúsund Íslendingar mæta 30 þúsund Austurríkismönnum Það er eins gott að íslenskir stuðningsmenn brýni raustina vel á Stade de France í dag. 22. júní 2016 09:07 Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56 Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur fengið staðfestar upplýsingar frá Knattspyrnusambandi Evrópu, um skiptingu áhorfenda á leiknum á mánudagskvöldið. Það hefur verið mikið álag á starfsmönnum KSÍ enda beinist athygli heimsbyggðarinnar að íslenska liðinu. Leikurinn fer fram á Allianz Riviera leikvanginum í Nice sem tekur tæplega 36 þúsund manns í sæti. Völlurinn er nýr en hann var opnaður í september 2013. Það er orðið uppselt á leikinn og því engir fleiri miðar í boði fyrir íslenska stuðningsmenn. Kolbeinn Tumi Daðason, fréttamaður 365 á Evrópumótinu í Frakklandi, var í beinni frá Annecy í kvöld og ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og það er búið að vera í nóg að snúast. Ég ætlaði að gera rosalega mikið í dag en ég er ekki búin að gera nokkurn skapaðan hlut af því. Þetta er búið að vera ævintýri eins og allt annað hérna," sagði Klara. „Þetta eru aðallega miðafyrirspurnir því sem betur fer slepp ég alveg við fjölmiðlaáreitnina. Það sem beinist að mér eru miðamálin og svo gífurleg athygli erlendra fjölmiðla á okkur og liðinu. Það er nóg að snúast í þeirri deild líka," sagði Klara. Liggur fyrir hvað verða margir Íslendingar verða á vellinum í Nice? „Samkvæmt tölum sem við fengum áðan þá verða þrjú þúsund manns," sagði Klara. Þetta þýðir að Íslendingar verða aðeins átta prósent af áhorfendum í stúkunni á leik Íslands og Englands. Margar ástæður eru fyrir því en gríðarlegt álag var á miðasölukerfi UEFA í dag. Það má reikna með því að miklu fleiri Englendingar hafi keypt miða sem buðu upp á það að fylgja sínu liði alla leið í keppninni en slíkir miðar voru í boði í desember. Íslendingar hafa líklegt keypt mun færri slíka miða sem kom sér illa þegar svona fáir miðar voru í boði á leikinn.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslendingar streyma á O´Sullivans Barinn er risastór og stórt svæði sömuleiðis fyrir utan 22. júní 2016 10:05 Tíu þúsund Íslendingar mæta 30 þúsund Austurríkismönnum Það er eins gott að íslenskir stuðningsmenn brýni raustina vel á Stade de France í dag. 22. júní 2016 09:07 Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56 Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Íslendingar streyma á O´Sullivans Barinn er risastór og stórt svæði sömuleiðis fyrir utan 22. júní 2016 10:05
Tíu þúsund Íslendingar mæta 30 þúsund Austurríkismönnum Það er eins gott að íslenskir stuðningsmenn brýni raustina vel á Stade de France í dag. 22. júní 2016 09:07
Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56
Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22