Líkur á dræmri kjörsókn vegna EM Sveinn Arnarson skrifar 24. júní 2016 06:00 Utankjörfundaratkvæði eru meðal annars greidd í Perlunni í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Svo gæti farið að kjörsókn verði í sögulegu lágmarki á morgun þegar þjóðin kýs nýjan forseta. Margvíslegir aðskildir en samverkandi þættir geta haft áhrif á kjörsóknina sem hefur farið dvínandi síðustu ár. Til dæmis segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, að Evrópumótið í knattspyrnu sem og lítil spenna í kosningunum geti haft áhrif á kjörsóknina. Grétar Þór er einn þeirra sem rannsakað hafa kjörsókn Íslendinga. „Íslendingar hafa ætíð sýnt mikla og góða kosningaþátttöku og hefur hún verið með því hæsta sem við þekkjum í hinum vestræna heimi. Samt sem áður hafa vísbendingar verið um að kjörsókn sé á niðurleið og hafa síðustu kosningar sýnt minni kjörsókn en við höfum átt að venjast,“ segir Grétar Þór. „Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 var til að mynda sögulega léleg þátttaka eða rétt rúm 66 prósent.“ Grétar telur þessa þróun ekki stöðvast í kosningunum á morgun heldur telur hann líklegt að við sjáum kjörsókn undir 65 prósentum. „Síðustu vikur hefur lítil umræða farið fram um forsetakosningarnar miðað við oft áður. EM í knattspyrnu hefur haft þar vinninginn. Einnig eru gríðarlega margir sem eru annaðhvort að hugsa sér að fara til Frakklands eða þá eru þar nú þegar og hafa ekki kosið,“ segir Grétar Þór. „Það er einnig lítil spenna í kosningunum og einn maður verið með gríðarmikið forskot allt frá því að hann lýsti yfir framboði.“ Að mati Grétars er líklegt að ungir kjósendur séu ólíklegri til að fara á kjörstað að þessu sinni og kjósa. Einnig virðist það vera þannig að konur eru líklegri til að nýta atkvæðisrétt sinn en karlar. „Þó það hafi lítil áhrif á heildarúrslitin gæti það orðið til þess að Davíð nái öðru sætinu í þessum kosningum þar sem eldra fólk er meira á hans bandi en þeir sem yngri eru sem styðja þá Andra Snæ og Höllu. Það gæti verið spenna um hvar þau endi,“ segir Grétar Þór.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. júní Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andri Snær: Vonast eftir gullnum Ajax-dropa sem breytir öllu "Ég sé kannski gullinn Ajax-dropa á eftir sem gjörbreytir öllu,“ sagði Andri Snær. 23. júní 2016 20:00 „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er flautaður af“ Guðni Th. Jóhannesson er ánægður með niðurstöður könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis en segir þó ekkert fast í hendi. 23. júní 2016 10:28 Halla: Það getur enn margt gerst fram að kosningum Halla Tómasdóttir er hrærð yfir stuðningnum en hún mælist með næstmest fylgi í nýrri könnun Fréttablaðsins. 23. júní 2016 09:57 Davíð: Mætti segja að hlutabréf í Guðna væru í frjálsu falli „Fylgi Guðna hefur lækkað um þrjátíu prósent, um 20 prósentustig. Ef að þetta væru hlutabréf væri sagt að þau væru í frjálsu falli,“ sagði Davíð. 23. júní 2016 19:44 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Svo gæti farið að kjörsókn verði í sögulegu lágmarki á morgun þegar þjóðin kýs nýjan forseta. Margvíslegir aðskildir en samverkandi þættir geta haft áhrif á kjörsóknina sem hefur farið dvínandi síðustu ár. Til dæmis segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, að Evrópumótið í knattspyrnu sem og lítil spenna í kosningunum geti haft áhrif á kjörsóknina. Grétar Þór er einn þeirra sem rannsakað hafa kjörsókn Íslendinga. „Íslendingar hafa ætíð sýnt mikla og góða kosningaþátttöku og hefur hún verið með því hæsta sem við þekkjum í hinum vestræna heimi. Samt sem áður hafa vísbendingar verið um að kjörsókn sé á niðurleið og hafa síðustu kosningar sýnt minni kjörsókn en við höfum átt að venjast,“ segir Grétar Þór. „Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 var til að mynda sögulega léleg þátttaka eða rétt rúm 66 prósent.“ Grétar telur þessa þróun ekki stöðvast í kosningunum á morgun heldur telur hann líklegt að við sjáum kjörsókn undir 65 prósentum. „Síðustu vikur hefur lítil umræða farið fram um forsetakosningarnar miðað við oft áður. EM í knattspyrnu hefur haft þar vinninginn. Einnig eru gríðarlega margir sem eru annaðhvort að hugsa sér að fara til Frakklands eða þá eru þar nú þegar og hafa ekki kosið,“ segir Grétar Þór. „Það er einnig lítil spenna í kosningunum og einn maður verið með gríðarmikið forskot allt frá því að hann lýsti yfir framboði.“ Að mati Grétars er líklegt að ungir kjósendur séu ólíklegri til að fara á kjörstað að þessu sinni og kjósa. Einnig virðist það vera þannig að konur eru líklegri til að nýta atkvæðisrétt sinn en karlar. „Þó það hafi lítil áhrif á heildarúrslitin gæti það orðið til þess að Davíð nái öðru sætinu í þessum kosningum þar sem eldra fólk er meira á hans bandi en þeir sem yngri eru sem styðja þá Andra Snæ og Höllu. Það gæti verið spenna um hvar þau endi,“ segir Grétar Þór.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. júní
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andri Snær: Vonast eftir gullnum Ajax-dropa sem breytir öllu "Ég sé kannski gullinn Ajax-dropa á eftir sem gjörbreytir öllu,“ sagði Andri Snær. 23. júní 2016 20:00 „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er flautaður af“ Guðni Th. Jóhannesson er ánægður með niðurstöður könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis en segir þó ekkert fast í hendi. 23. júní 2016 10:28 Halla: Það getur enn margt gerst fram að kosningum Halla Tómasdóttir er hrærð yfir stuðningnum en hún mælist með næstmest fylgi í nýrri könnun Fréttablaðsins. 23. júní 2016 09:57 Davíð: Mætti segja að hlutabréf í Guðna væru í frjálsu falli „Fylgi Guðna hefur lækkað um þrjátíu prósent, um 20 prósentustig. Ef að þetta væru hlutabréf væri sagt að þau væru í frjálsu falli,“ sagði Davíð. 23. júní 2016 19:44 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Andri Snær: Vonast eftir gullnum Ajax-dropa sem breytir öllu "Ég sé kannski gullinn Ajax-dropa á eftir sem gjörbreytir öllu,“ sagði Andri Snær. 23. júní 2016 20:00
„Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er flautaður af“ Guðni Th. Jóhannesson er ánægður með niðurstöður könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis en segir þó ekkert fast í hendi. 23. júní 2016 10:28
Halla: Það getur enn margt gerst fram að kosningum Halla Tómasdóttir er hrærð yfir stuðningnum en hún mælist með næstmest fylgi í nýrri könnun Fréttablaðsins. 23. júní 2016 09:57
Davíð: Mætti segja að hlutabréf í Guðna væru í frjálsu falli „Fylgi Guðna hefur lækkað um þrjátíu prósent, um 20 prósentustig. Ef að þetta væru hlutabréf væri sagt að þau væru í frjálsu falli,“ sagði Davíð. 23. júní 2016 19:44