Aðildarfólk yfir í fyrstu tölum Þórgnýr Einar Albertsson og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifa 24. júní 2016 07:00 Tesopi fyrir slaginn Hægt var að kjósa á mörgum kjörstöðum í Bretlandi í gær. Hér er til að mynda þvottahús í Headington nærri Oxford nýtt sem kjörstaður. Umsjónarmenn bíða fyrstu kjósenda í gærmorgun. Nordicphotos/AFP Aðildarsinnar höfðu nauman meirihluta í fyrstu tölum úr þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit, hvort Bretland ætti að skilja sig frá Evrópusambandinu í gær. Kjörsókn var áætluð nálægt 70 prósentum. Í Newcastle voru 50,7 prósent fylgjandi aðild og 49,3 prósent á móti. Þá lágu fyrir niðurstöður frá Gíbraltar og Orkneyjum, en þar voru fleiri fylgjandi aðild líkt og búist hafði verið við. Fyrir kosningarnar höfðu sérfræðingar spáð því að ef kjörsókn væri lítil yrði líklegra að aðskilnaðarsinnar bæru sigur úr býtum. „Þeir sem líklegastir eru til að mæta á kjörstað eru eldri, hvítir kjósendur Íhaldsflokksins og þeir kjósa helst á móti aðild að sambandinu,“ sagði Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur við fréttastofu í gær. Fyrstu tölur höfðu ekki borist þegar Fréttablaðið fór í prentun og voru engar útgönguspár gerðar. Endanleg niðurstaða var hins vegar væntanleg um klukkan sex í morgun. Skoðanakannanir bentu til einkar spennandi kosninga og höfðu lengi gert.Hægt var að kjósa á mörgum kjörstöðum í Bretlandi í gær. Þessi strætisvagn í borginni Kingston upon Hull var til að mynda nýttur sem kjörstaður. Nordicphotos/AFPNordicphotos/AFPBlaðamaður Fréttablaðsins í Lundúnum sagði litla sem enga hátíðarstemningu á götum borgarinnar í gær þrátt fyrir að það væri kjördagur. Mikið hafi rignt, bæði í Lundúnum og um allt Suðaustur-Bretland. Þeir Lundúnabúar sem blaðamaður náði tali af á götum borgarinnar í gær voru einna helst skelkaðir enda mikið undir. Ef Bretar hafna aðskilnaði er óvíst að annað tækifæri fáist til þess að kjósa um aðskilnað frá Evrópusambandinu. Það hefur þó einu sinni verið gert áður en ráðist var í sambærilega þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1975. Breska pundið sem og fjármálamarkaðir hafa sveiflast eftir skoðanakönnunum síðustu vikur. Betur gengur og gengið er hærra þegar Evrópusinnar eru í meirihluta í könnunum en gengið hefur sveiflast niður á við þegar aðskilnaðarsinnar virðast fleiri. Þóra Helgadóttir, sem situr í fjármálaráði breska þingsins, sagði allflesta hagfræðinga sammála um að Brexit yrði slæmt fyrir hagkerfið. „Í raun og veru hef ég ekki séð hagfræðing sem mælir með því að við förum úr sambandinu,“ sagði Þóra í gær. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP), sagði allt benda til þess að Bretar hefðu kosið gegn aðskilnaði. „Það lítur út fyrir að Evrópusinnar vinni með minnsta mun. Hvorki ég né UKIP erum þó að fara neitt og flokkurinn mun halda áfram að styrkjast í framtíðinni,“ sagði Farage í gær. Farage hefur barist fyrir Brexit í um tvo áratugi. „Hvort sem þið hatið hann eða elskið hann, þá er þetta dagur Nigels Farage. Án hans hefði ekki verið hægt að kjósa um aðskilnað,“ segir í fyrirsögn fréttar Telegraph frá því í gær. Nokkrir Bretar lýstu á samfélagsmiðlum áhyggjum af því að kosningasvindl væri í uppsiglingu, því eingöngu hafi verið boðið upp á að fylla út kjörseðla með blýanti en ekki penna. Frá þessu greindi The Guardian. Talskona kosningastjórnarinnar sagði þó ekkert í lögum kveða á um penna eða blýanta. „Kjósendum er velkomið að koma með sína eigin penna,“ sagði hún.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. júníNigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands, gengur út af kjörstað. Nordicphotos/AFP Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Aðildarsinnar höfðu nauman meirihluta í fyrstu tölum úr þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit, hvort Bretland ætti að skilja sig frá Evrópusambandinu í gær. Kjörsókn var áætluð nálægt 70 prósentum. Í Newcastle voru 50,7 prósent fylgjandi aðild og 49,3 prósent á móti. Þá lágu fyrir niðurstöður frá Gíbraltar og Orkneyjum, en þar voru fleiri fylgjandi aðild líkt og búist hafði verið við. Fyrir kosningarnar höfðu sérfræðingar spáð því að ef kjörsókn væri lítil yrði líklegra að aðskilnaðarsinnar bæru sigur úr býtum. „Þeir sem líklegastir eru til að mæta á kjörstað eru eldri, hvítir kjósendur Íhaldsflokksins og þeir kjósa helst á móti aðild að sambandinu,“ sagði Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur við fréttastofu í gær. Fyrstu tölur höfðu ekki borist þegar Fréttablaðið fór í prentun og voru engar útgönguspár gerðar. Endanleg niðurstaða var hins vegar væntanleg um klukkan sex í morgun. Skoðanakannanir bentu til einkar spennandi kosninga og höfðu lengi gert.Hægt var að kjósa á mörgum kjörstöðum í Bretlandi í gær. Þessi strætisvagn í borginni Kingston upon Hull var til að mynda nýttur sem kjörstaður. Nordicphotos/AFPNordicphotos/AFPBlaðamaður Fréttablaðsins í Lundúnum sagði litla sem enga hátíðarstemningu á götum borgarinnar í gær þrátt fyrir að það væri kjördagur. Mikið hafi rignt, bæði í Lundúnum og um allt Suðaustur-Bretland. Þeir Lundúnabúar sem blaðamaður náði tali af á götum borgarinnar í gær voru einna helst skelkaðir enda mikið undir. Ef Bretar hafna aðskilnaði er óvíst að annað tækifæri fáist til þess að kjósa um aðskilnað frá Evrópusambandinu. Það hefur þó einu sinni verið gert áður en ráðist var í sambærilega þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1975. Breska pundið sem og fjármálamarkaðir hafa sveiflast eftir skoðanakönnunum síðustu vikur. Betur gengur og gengið er hærra þegar Evrópusinnar eru í meirihluta í könnunum en gengið hefur sveiflast niður á við þegar aðskilnaðarsinnar virðast fleiri. Þóra Helgadóttir, sem situr í fjármálaráði breska þingsins, sagði allflesta hagfræðinga sammála um að Brexit yrði slæmt fyrir hagkerfið. „Í raun og veru hef ég ekki séð hagfræðing sem mælir með því að við förum úr sambandinu,“ sagði Þóra í gær. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP), sagði allt benda til þess að Bretar hefðu kosið gegn aðskilnaði. „Það lítur út fyrir að Evrópusinnar vinni með minnsta mun. Hvorki ég né UKIP erum þó að fara neitt og flokkurinn mun halda áfram að styrkjast í framtíðinni,“ sagði Farage í gær. Farage hefur barist fyrir Brexit í um tvo áratugi. „Hvort sem þið hatið hann eða elskið hann, þá er þetta dagur Nigels Farage. Án hans hefði ekki verið hægt að kjósa um aðskilnað,“ segir í fyrirsögn fréttar Telegraph frá því í gær. Nokkrir Bretar lýstu á samfélagsmiðlum áhyggjum af því að kosningasvindl væri í uppsiglingu, því eingöngu hafi verið boðið upp á að fylla út kjörseðla með blýanti en ekki penna. Frá þessu greindi The Guardian. Talskona kosningastjórnarinnar sagði þó ekkert í lögum kveða á um penna eða blýanta. „Kjósendum er velkomið að koma með sína eigin penna,“ sagði hún.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. júníNigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands, gengur út af kjörstað. Nordicphotos/AFP
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira