Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 24. júní 2016 10:33 Stefanía Óskarsdóttir. vísir Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði, býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. Til að mynda megi nú algjörlega slá það út af borðinu að Íslendingar gangi til viðræðna við sambandið. „Þetta hefur mjög mikil áhrif hér því Bretland er okkar stærsta viðskiptaland. Við höfum alltaf hér á Íslandi verið undir mjög miklum menningarlegum áhrifum frá Bretlandi og pólitísk umræða á Bretlandi hefur alltaf smitað hingað yfir,“ segir Stefanía í samtali við Vísi. „Þessi niðurstaða tekur það út af borðinu að við Íslendingar séum að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Við vorum reyndar búin að taka það út af borðinu nokkurn veginn, en þetta drepur málið í rauninni hér en gæti mögulega opnað á einhverja umræðu um hvort það sé ástæða til að endurskoða EES-samninginn fyrst að Bretland er ekki lengur partur af ESB. Af því að við þurfum núna að semja um aðgang að mörkuðum í Bretlandi aftur upp á nýtt, þannig að þetta hefur þau áhrif og þetta er mjög mikilvægt viðskiptaland fyrir okkur.“Geti haft áhrif á ferðamennsku Stefanía segir jafnframt að ákvörðunin gæti haft áhrif á straum breskra ferðamanna hingað til lands, en breska pundið hefur hríðfallið eftir að niðurstöðurnar voru ljósar og hefur ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadollar síðan árið 1985. Flestir þeirra erlendu ferðamanna sem koma hingað til lands eru Bretar og samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu frá því í mars voru þeir 31,5 prósent af heildarfjöldanum. „Það sést núna að ef pundið verður veikara þá verður ódýrara fyrir okkur að fara til Bretlands en dýrara fyrir Bretana að koma að heimsækja okkur, ef þeir hafa ekki efni á því. Svo þetta getur haft áhrif á ferðamannastraum frá Bretlandi núna en það er erfitt að segja hvernig þetta verður eftir einhverja mánuði. En það er ljóst að þetta hefur mikil áhrif,“ segir Stefanía. Þá segir hún að nú muni þrýstingur á forystu Evrópusambandsins aukast og að það muni reyna verulega á samheldni sambandsins. Jafnframt bendi flest til þess að aðrar þjóðir muni endurskoða stöðu sína innan ESB og jafnvel ganga til þjóðaratkvæðagreiðslna í þeim efnum.Endalok Stóra-Bretlands? Tölur úr þjóðaratkvæðagreiðslunni sýna að afstaða til ESB er afar misjöfn á milli landsvæða. Stuðningurinn við sambandið var mestur í Lundúnum og á Norður-Írlandi á meðan restin af landinu, þar á meðal Wales, vildi fara. Þá studdu Skotar eindregið að vera áfram í sambandinu. Stefanía segir miklar líkur á að, í ljósi breyttrar stöðu, Skotland vilji ganga aftur til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði landsins. „Það er mjög áhugaverð staða sem er líka komin upp, sem er sú að Skotar greiddu atkvæði fyrir einu og hálfu ári gegn því að verða sjálfstætt ríki, en það var mjög naumt. Þeir eru upp til hópa Evrópusambandssinnar og sjá framtíð Skotlands í ESB, og þá sérstaklega ef það er sjálfstætt Skotland innan ESB. Núna standa þeir frammi fyrir því að þeir hafi greitt atkvæði um að vera áfram í Bretlandi, en nú hefur Bretland, þá sérstaklega Englendingar, ákveðið að fara úr sambandinu. Það ýtir undir þá kröfu um að það verði aftur þjóðaratkvæðagreiðsla í Skotlandi,“ segir Stefanía. Hún segir svipaða stöðu uppi á Norður-Írlandi. „Þetta getur líka komið upp á Norður-Írlandi, að það verði atkvæðagreiðsla um framtíð Norður-Írlands um hvort það sameinist Írlandi eða ekki. Þannig að sú þróun gæti orðið að Skotland og England yrðu sjálfstæð en Norður-Írland partur af Írlandi. Þannig að þetta eru rosalegar breytingar sem við stöndum frammi fyrir á næstu árum á þessu svæði.“ Brexit Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43 David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30 Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55 Bretar kjósa að yfirgefa ESB Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. 24. júní 2016 06:30 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði, býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. Til að mynda megi nú algjörlega slá það út af borðinu að Íslendingar gangi til viðræðna við sambandið. „Þetta hefur mjög mikil áhrif hér því Bretland er okkar stærsta viðskiptaland. Við höfum alltaf hér á Íslandi verið undir mjög miklum menningarlegum áhrifum frá Bretlandi og pólitísk umræða á Bretlandi hefur alltaf smitað hingað yfir,“ segir Stefanía í samtali við Vísi. „Þessi niðurstaða tekur það út af borðinu að við Íslendingar séum að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Við vorum reyndar búin að taka það út af borðinu nokkurn veginn, en þetta drepur málið í rauninni hér en gæti mögulega opnað á einhverja umræðu um hvort það sé ástæða til að endurskoða EES-samninginn fyrst að Bretland er ekki lengur partur af ESB. Af því að við þurfum núna að semja um aðgang að mörkuðum í Bretlandi aftur upp á nýtt, þannig að þetta hefur þau áhrif og þetta er mjög mikilvægt viðskiptaland fyrir okkur.“Geti haft áhrif á ferðamennsku Stefanía segir jafnframt að ákvörðunin gæti haft áhrif á straum breskra ferðamanna hingað til lands, en breska pundið hefur hríðfallið eftir að niðurstöðurnar voru ljósar og hefur ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadollar síðan árið 1985. Flestir þeirra erlendu ferðamanna sem koma hingað til lands eru Bretar og samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu frá því í mars voru þeir 31,5 prósent af heildarfjöldanum. „Það sést núna að ef pundið verður veikara þá verður ódýrara fyrir okkur að fara til Bretlands en dýrara fyrir Bretana að koma að heimsækja okkur, ef þeir hafa ekki efni á því. Svo þetta getur haft áhrif á ferðamannastraum frá Bretlandi núna en það er erfitt að segja hvernig þetta verður eftir einhverja mánuði. En það er ljóst að þetta hefur mikil áhrif,“ segir Stefanía. Þá segir hún að nú muni þrýstingur á forystu Evrópusambandsins aukast og að það muni reyna verulega á samheldni sambandsins. Jafnframt bendi flest til þess að aðrar þjóðir muni endurskoða stöðu sína innan ESB og jafnvel ganga til þjóðaratkvæðagreiðslna í þeim efnum.Endalok Stóra-Bretlands? Tölur úr þjóðaratkvæðagreiðslunni sýna að afstaða til ESB er afar misjöfn á milli landsvæða. Stuðningurinn við sambandið var mestur í Lundúnum og á Norður-Írlandi á meðan restin af landinu, þar á meðal Wales, vildi fara. Þá studdu Skotar eindregið að vera áfram í sambandinu. Stefanía segir miklar líkur á að, í ljósi breyttrar stöðu, Skotland vilji ganga aftur til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði landsins. „Það er mjög áhugaverð staða sem er líka komin upp, sem er sú að Skotar greiddu atkvæði fyrir einu og hálfu ári gegn því að verða sjálfstætt ríki, en það var mjög naumt. Þeir eru upp til hópa Evrópusambandssinnar og sjá framtíð Skotlands í ESB, og þá sérstaklega ef það er sjálfstætt Skotland innan ESB. Núna standa þeir frammi fyrir því að þeir hafi greitt atkvæði um að vera áfram í Bretlandi, en nú hefur Bretland, þá sérstaklega Englendingar, ákveðið að fara úr sambandinu. Það ýtir undir þá kröfu um að það verði aftur þjóðaratkvæðagreiðsla í Skotlandi,“ segir Stefanía. Hún segir svipaða stöðu uppi á Norður-Írlandi. „Þetta getur líka komið upp á Norður-Írlandi, að það verði atkvæðagreiðsla um framtíð Norður-Írlands um hvort það sameinist Írlandi eða ekki. Þannig að sú þróun gæti orðið að Skotland og England yrðu sjálfstæð en Norður-Írland partur af Írlandi. Þannig að þetta eru rosalegar breytingar sem við stöndum frammi fyrir á næstu árum á þessu svæði.“
Brexit Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43 David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30 Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55 Bretar kjósa að yfirgefa ESB Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. 24. júní 2016 06:30 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43
David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30
Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15
Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55
Bretar kjósa að yfirgefa ESB Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. 24. júní 2016 06:30