Stuðningsmenn Sturlu ráðvilltir, svekktir og sárir Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2016 10:31 Sturla var frambjóðandi lítilmagnans í þjóðfélaginu en veruleg vonbrigði eru nú meðal stuðningsmanna hans. visir/anton brink Þegar Facebook-síða Sturlu Jónssonar forsetaframbjóðanda, og stuðningsmannasíður hans eru skoðaðar má sjá að niðurstaða forsetakosninganna kemur stuðningsmönnum hans mörgum hverjum algerlega í opna skjöldu. Svo virðist sem hún hún sé ekki í nokkru samhengi við heimsmynd þeirra sem hann styðja. Og ýmsir telja hreinlega maðk í mysunni. Sturla hlaut 6.446 sem eru 3,5 prósent atkvæða. Víst er að Sturla og hans fólk gerði ráð fyrir talsvert meira fylgi en Sturla var fastur gestur á Útvarp Sögu sem lét sig þessar forsetakosningar miklu varða. Í skoðanakönnunum þar var algerlega fyrirliggjandi að slagurinn væri fyrst og fremst á milli Sturlu og svo Davíðs Oddssonar. Því þarf ekki að koma á óvart að niðurstaðan hafi valdið verulegum vonbrigðum í herbúðum Sturlu, það er ef veruleikaskyn þeirra er beintengt þeirri heimsmynd eins og hún birtist á Útvarpi Sögu.Ein af mörgum könnunum sem Útvarp Saga birti en þar lá fyrir að Sturla yrði ofarlega í baráttunni um Bessastaði, og ýmsir töldu að hann yrði næsti forseti lýðveldisins.Stórfurðuleg niðurstaðaÞó Sturla hafi reynt að leyna vonbrigðum sínum í kosningasjónvarpi í nótt þá brjótast þau út á netinu. Alda Jónsdóttir talar fyrir munn margra þegar hún lýsir furðu sinni á Fb-síðu Sturlu: „Þó ekki sé komnar síðustu tölur þá sýnist það vera svo stórfurðulegt að þau atkvæði sem manni hefði fundist líklegt að mundu koma í hlut Sturlu og hann hafi verið búinn að vinna fyrir hafi skilað sér eitthvað allt annað. Og ég get bara alls ekki ímyndað mér HVERT.“ Og svo annað dæmi sé nefnt er hér vitnað í annan stuðningsmann, Gísla Garðarsson: „get ekki botnað í vitleysunni í þessari kosningu.... að þetta skuli í alvörunni vera raunin.... en Sturla Jónsson ég sagði það áður en að þú bauðst þig fram að ef að Óli ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur þá værir þú eini maðurinn í verkið og ég held fast í þau orð, vona svo sannarlega að þetta sé ekki það síðasta sem maður sjái af þér í stjórnmálum hvort sem það er næstu kosningar eftir 4ár, þing kosningar eða hvað.“Kjörkassi með fölskum botni Og þegar niðurstaðan er ekki í nokkru samræmi við upplifun manna er eðlilegt að skýringa sé leitað: „Góðan daginn ágætu vinir og velunnarar hér á Facebook! Þá liggja úrslit forseta kosninga fyrir á landinu. Ég er með óbragð í munni. Takið eftir. Ég er með óbragð í munni eftir þessar kosningar. Mér finnst eitthvað gruggugt við þessi úrslit og því hvernig kosninga vélar flokkanna á Alþingi hafa malað og malað og malað,“ segir Valgeir Matthías Pálsson í upphafi ræðu sinnar. Hann er ósáttur. Og stuðningsmenn telja hreinlega maðk í mysunni. Halldór Gísli Sigurþórsson greinir frá eftirfarandi í athugsemdakerfi Sturlu: „Mér sem eftirlitsaðila fyrir Sturla Jónsson var ekki leyft að vera viðstaddur eftir lokun kjörstaðar í Hafnarfirði.“ Og þetta telja ýmsir í stuðningsmannaliði Sturlu benda til þess að brögð hafi verið í tafli. Halldór Gísli bætir við: „Ég fann einn kjörkassa með fölskum botni. Í því tilfelli var ekki verið að reyna að svindla en óvandað fólk hafði tækifæri til þess.“ Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Þegar Facebook-síða Sturlu Jónssonar forsetaframbjóðanda, og stuðningsmannasíður hans eru skoðaðar má sjá að niðurstaða forsetakosninganna kemur stuðningsmönnum hans mörgum hverjum algerlega í opna skjöldu. Svo virðist sem hún hún sé ekki í nokkru samhengi við heimsmynd þeirra sem hann styðja. Og ýmsir telja hreinlega maðk í mysunni. Sturla hlaut 6.446 sem eru 3,5 prósent atkvæða. Víst er að Sturla og hans fólk gerði ráð fyrir talsvert meira fylgi en Sturla var fastur gestur á Útvarp Sögu sem lét sig þessar forsetakosningar miklu varða. Í skoðanakönnunum þar var algerlega fyrirliggjandi að slagurinn væri fyrst og fremst á milli Sturlu og svo Davíðs Oddssonar. Því þarf ekki að koma á óvart að niðurstaðan hafi valdið verulegum vonbrigðum í herbúðum Sturlu, það er ef veruleikaskyn þeirra er beintengt þeirri heimsmynd eins og hún birtist á Útvarpi Sögu.Ein af mörgum könnunum sem Útvarp Saga birti en þar lá fyrir að Sturla yrði ofarlega í baráttunni um Bessastaði, og ýmsir töldu að hann yrði næsti forseti lýðveldisins.Stórfurðuleg niðurstaðaÞó Sturla hafi reynt að leyna vonbrigðum sínum í kosningasjónvarpi í nótt þá brjótast þau út á netinu. Alda Jónsdóttir talar fyrir munn margra þegar hún lýsir furðu sinni á Fb-síðu Sturlu: „Þó ekki sé komnar síðustu tölur þá sýnist það vera svo stórfurðulegt að þau atkvæði sem manni hefði fundist líklegt að mundu koma í hlut Sturlu og hann hafi verið búinn að vinna fyrir hafi skilað sér eitthvað allt annað. Og ég get bara alls ekki ímyndað mér HVERT.“ Og svo annað dæmi sé nefnt er hér vitnað í annan stuðningsmann, Gísla Garðarsson: „get ekki botnað í vitleysunni í þessari kosningu.... að þetta skuli í alvörunni vera raunin.... en Sturla Jónsson ég sagði það áður en að þú bauðst þig fram að ef að Óli ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur þá værir þú eini maðurinn í verkið og ég held fast í þau orð, vona svo sannarlega að þetta sé ekki það síðasta sem maður sjái af þér í stjórnmálum hvort sem það er næstu kosningar eftir 4ár, þing kosningar eða hvað.“Kjörkassi með fölskum botni Og þegar niðurstaðan er ekki í nokkru samræmi við upplifun manna er eðlilegt að skýringa sé leitað: „Góðan daginn ágætu vinir og velunnarar hér á Facebook! Þá liggja úrslit forseta kosninga fyrir á landinu. Ég er með óbragð í munni. Takið eftir. Ég er með óbragð í munni eftir þessar kosningar. Mér finnst eitthvað gruggugt við þessi úrslit og því hvernig kosninga vélar flokkanna á Alþingi hafa malað og malað og malað,“ segir Valgeir Matthías Pálsson í upphafi ræðu sinnar. Hann er ósáttur. Og stuðningsmenn telja hreinlega maðk í mysunni. Halldór Gísli Sigurþórsson greinir frá eftirfarandi í athugsemdakerfi Sturlu: „Mér sem eftirlitsaðila fyrir Sturla Jónsson var ekki leyft að vera viðstaddur eftir lokun kjörstaðar í Hafnarfirði.“ Og þetta telja ýmsir í stuðningsmannaliði Sturlu benda til þess að brögð hafi verið í tafli. Halldór Gísli bætir við: „Ég fann einn kjörkassa með fölskum botni. Í því tilfelli var ekki verið að reyna að svindla en óvandað fólk hafði tækifæri til þess.“
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira