Guðni og Ólafur Ragnar báðir á forsetavaktinni í Nice Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2016 12:41 Ólafur Ragnar og Guðni Th. verða að öllum líkindum báðir í VIP-stúkunni, heiðursstúku þar sem fræga fólkið horfir á leikina. Vísir/Ernir/Anton Brink Forsetavaktin verður vel skipuð á Allianz Riviera leikvanginum í Nice annað kvöld þegar strákarnir okkar í karlalandsliði Íslands í knattspyrnu mæta Englendingum í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi. Guðni Th. Jóhannesson, sem vann sigur í forsetakosningunum í gær, verður á svæðinu. Guðni er mikill áhugamaður um íþróttir en bræður hans, Jóhannes og Patrekur, léku báðir handbolta í efstu deild. Patrekur á fjölda landsleikja að baki og er sem stendur þjálfari austurríska landsliðsins. Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti og forseti Íslands undanfarin tuttugu ár, verður sömuleiðis viðstaddur leikinn. Það staðfestir Örnólfur Thorsson forsetaritari við Vísi. Þau Dorrit Moussaieff voru viðstödd 1-1 jafnteflið gegn Portúgal í fyrsta leik riðlakeppninnar þar sem Dorrit hjálpaði Ara Frey Skúlasyni að slaka á í leikslok. Engum sögum fer um það hvort Guðni og Ólafur muni sitja hlið við hlið en það verður að koma í ljós. Þeir verða þó báðir að öllum líkindum í heiðursstúkunni. Guðni tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst næskomandi. Tvöföld forsetavakt ætti að bæta upp fyrir fjarveru Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra sem lofar hins vegar að mæta í átta liða úrslitin, komist íslenska liðið þangað. EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Forsetavaktin verður vel skipuð á Allianz Riviera leikvanginum í Nice annað kvöld þegar strákarnir okkar í karlalandsliði Íslands í knattspyrnu mæta Englendingum í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi. Guðni Th. Jóhannesson, sem vann sigur í forsetakosningunum í gær, verður á svæðinu. Guðni er mikill áhugamaður um íþróttir en bræður hans, Jóhannes og Patrekur, léku báðir handbolta í efstu deild. Patrekur á fjölda landsleikja að baki og er sem stendur þjálfari austurríska landsliðsins. Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti og forseti Íslands undanfarin tuttugu ár, verður sömuleiðis viðstaddur leikinn. Það staðfestir Örnólfur Thorsson forsetaritari við Vísi. Þau Dorrit Moussaieff voru viðstödd 1-1 jafnteflið gegn Portúgal í fyrsta leik riðlakeppninnar þar sem Dorrit hjálpaði Ara Frey Skúlasyni að slaka á í leikslok. Engum sögum fer um það hvort Guðni og Ólafur muni sitja hlið við hlið en það verður að koma í ljós. Þeir verða þó báðir að öllum líkindum í heiðursstúkunni. Guðni tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst næskomandi. Tvöföld forsetavakt ætti að bæta upp fyrir fjarveru Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra sem lofar hins vegar að mæta í átta liða úrslitin, komist íslenska liðið þangað.
EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira