Skrautleg spá fyrir íslenska riðilinn á EM | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 11:00 Hvað ætli Lars Lagerbäck segi um þessa spá. Vísir/Anton 3-3 jafntefli í fyrsta leik Evrópumótsins á móti Portúgal væri alls ekki svo slæmt. Spá Unibet fyrir F-riðilinn á EM í Frakklandi hljómar vel til að byrja með en endar hinsvegar ekki eins vel. Önnur athyglisverð spá hjá hinum franska Pirlo skilar okkur hinsvegar lengra í keppninni. Unibet er veðmálafyrirtæki á netinu sem er vel með á nótunum fyrir Evrópumótið í Frakklandi sem hefst í dag. Unibet hefur meðal annars tekið saman spá fyrir alla sex leikina í íslenska riðlinum en keppni í honum hefst ekki fyrr á þriðjudaginn kemur. Það væri fínt að skora þrjú mörk og fá eitt stig í fyrsta leiknum á móti stórliði Portúgal en svo fer að halla undir fæti hjá íslenska liðinu að mati spámanna Unibet. Við taka leikir á móti Ungverjum og Austurríkismönnum en þar verður mun minna um bæði mörk og stig samkvæmt spánni hjá Unibet-mönnum. Það er hægt að sjá myndband með spá Unibet hér fyrir neðan.It's Ronaldo's group, but will Guessteban Cambassio have good news for #POR or can #ISL, #HUN & #AUT cause problems?https://t.co/sUdndEGxZT— Unibet (@unibet) June 9, 2016 Spá Unibet er að sjálfsögðu bara ein af mörgum sem streyma nú inn á lokasprettinum fyrir Evrópumótið. Fyrir þá sem þykir spá Unibet alltof neikvæð fundum við aðra athyglisverða og jákvæðari spá sem væri gaman að sjá rætast á þessu Evrópumóti. Hinn franski Pirlo, eins og hann kallar sig á Twitter, sér nefnilega íslenska liðið ná í þrjú stig og komast í sextán liða úrslitin. Þar tekur reyndar við leikur á móti Króatíu sem ætti þá að rifja upp gömul sár frá því í umspilinu um sæti á HM í Brasilíu. Ísland mætir líka Króatíu í undankeppni HM 2018 sem hefst í haust. Hvernig sá leikur fer má sjá í spánni hjá The French Pirlo hér fyrir neðan.Prono groupe F : #EURO2016 #POR #AUT #ISL #HUN pic.twitter.com/InUlYsX89W— The French Pirlo (@Xaviandco35) June 9, 2016 Les premiers huitièmes de finales d'après mes Pronos #EURO2016 pic.twitter.com/nrM6rgpaYj— The French Pirlo (@Xaviandco35) June 9, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Sjá meira
3-3 jafntefli í fyrsta leik Evrópumótsins á móti Portúgal væri alls ekki svo slæmt. Spá Unibet fyrir F-riðilinn á EM í Frakklandi hljómar vel til að byrja með en endar hinsvegar ekki eins vel. Önnur athyglisverð spá hjá hinum franska Pirlo skilar okkur hinsvegar lengra í keppninni. Unibet er veðmálafyrirtæki á netinu sem er vel með á nótunum fyrir Evrópumótið í Frakklandi sem hefst í dag. Unibet hefur meðal annars tekið saman spá fyrir alla sex leikina í íslenska riðlinum en keppni í honum hefst ekki fyrr á þriðjudaginn kemur. Það væri fínt að skora þrjú mörk og fá eitt stig í fyrsta leiknum á móti stórliði Portúgal en svo fer að halla undir fæti hjá íslenska liðinu að mati spámanna Unibet. Við taka leikir á móti Ungverjum og Austurríkismönnum en þar verður mun minna um bæði mörk og stig samkvæmt spánni hjá Unibet-mönnum. Það er hægt að sjá myndband með spá Unibet hér fyrir neðan.It's Ronaldo's group, but will Guessteban Cambassio have good news for #POR or can #ISL, #HUN & #AUT cause problems?https://t.co/sUdndEGxZT— Unibet (@unibet) June 9, 2016 Spá Unibet er að sjálfsögðu bara ein af mörgum sem streyma nú inn á lokasprettinum fyrir Evrópumótið. Fyrir þá sem þykir spá Unibet alltof neikvæð fundum við aðra athyglisverða og jákvæðari spá sem væri gaman að sjá rætast á þessu Evrópumóti. Hinn franski Pirlo, eins og hann kallar sig á Twitter, sér nefnilega íslenska liðið ná í þrjú stig og komast í sextán liða úrslitin. Þar tekur reyndar við leikur á móti Króatíu sem ætti þá að rifja upp gömul sár frá því í umspilinu um sæti á HM í Brasilíu. Ísland mætir líka Króatíu í undankeppni HM 2018 sem hefst í haust. Hvernig sá leikur fer má sjá í spánni hjá The French Pirlo hér fyrir neðan.Prono groupe F : #EURO2016 #POR #AUT #ISL #HUN pic.twitter.com/InUlYsX89W— The French Pirlo (@Xaviandco35) June 9, 2016 Les premiers huitièmes de finales d'après mes Pronos #EURO2016 pic.twitter.com/nrM6rgpaYj— The French Pirlo (@Xaviandco35) June 9, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Sjá meira