Fimm ára fangelsi fyrir eiturlyfjasmygl: Gáfu upp nöfn meintra íslenskra höfuðpaura við réttarhöldin Bjarki Ármannsson skrifar 10. júní 2016 14:30 Birgitta og Hlynur voru handtekin í bænum Fortaleza í norðausturhluta Brasilíu á annan í jólum með tæplega fjögur kíló af kókaíni í fórum sínum. Mynd/Brasilíska lögreglan/Getty Tveir Íslendingar á þrítugsaldri sem hlutu fimm ára fangelsisdóm fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu fyrr i vikunni nafngreindu fyrir dómi nokkra Íslendinga sem þau segja hafa skipulagt ferð þeirra til Brasilíu. Þau segja um landsþekkta glæpamenn að ræða sem hafi hótað þeim öllu illu ef þau samþykktu ekki að fara til Brasilíu og smygla fíkniefnum heim. Þetta kemur fram í dómnum yfir þeim Birgittu Gyðu Estherardóttur Bjarnadóttur og Hlyni Kristni Rúnarssyni, sem bæði hlutu fimm ára fangelsisdóm á mánudag. Þau Birgitta og Hlynur voru handtekin í bænum Fortaleza í norðausturhluta Brasilíu á annan í jólum með tæplega fjögur kíló af kókaíni í fórum sínum. Í dómnum segir að lögregla hafi handtekið þau eftir að starfsmaður mótels þar sem þau höfðu gist fann hvítt duft í herbergi þeirra sem leit út fyrir að vera kókaín. Þau voru handtekin á öðru móteli, Paradise Motel, og fannst kókaínið í fölskum botnum í ferðatöskum þeirra og í þremur smokkum sem þau höfðu meðferðis. Þau áttu bókað flug til Lissabon í Portúgal frá alþjóðaflugvellinum í Pinto Martins. Kókaínið fannst í fölskum botnum í ferðatöskum þeirra Birgittu og Hlyns og í þremur smokkum sem þau höfðu meðferðis.Mynd/Brasilíska lögreglan Fyrir dómi sögðu þau Birgitta og Hlynur „þekkta glæpamenn“ á Íslandi hafa skipulagt og borgað fyrir ferð þeirra til Brasilíu. Þessir aðilar hefðu hótað að nauðga Birgittu og drepa þau ef þau tækju ekki að sér að fara út. Þau hafi verið komin í mikla fíkniefnaskuld við þá og þeim sagt að skuldin yrði felld niður ef þau kæmu fíkniefnunum til Evrópu. Sjá einnig: Erfitt að vita af barninu sínu í brasilísku fangelsi Hlynur sagði það hafa verið hugmynd þeirra sem skipulögðu ferðina að Birgitta, kærasta hans, kæmi með honum til Brasilíu, þar sem þeir treystu honum ekki einum fyrir verkinu. Birgitta var ófrísk þegar þau fóru út en missti fóstrið eftir að þau voru handtekin. Í viðtali við DV á sínum tíma sagði Hlynur harkalega meðferð lögreglunnar í Brasilíu hafa leitt til fósturmissisins. Í dómnum segir að Birgitta og Hlynur hafi nafngreint þá aðila sem hafi skipulagt smyglið og meðal annars lagt fram samskipti á Facebook sem verjandi þeirra hafi sagt sýna fram á hótanir sem þau hafi verið beitt. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að þau samskipti væru ekki nóg til að sýna fram á tengsl þessara manna við smyglið. Mennirnir eru ekki nafngreindir í dómnum og Vísi er ekki kunnugt um við hverja Facebook-samskiptin áttu að hafa verið. Þess má geta að fréttamiðillinn ABC í Paragvæ fjallaði ítarlega um Íslending, Guðmund Spartakus Ómarsson, sem ABC fullyrðir að sé afar valdamikill í innsta hring eiturlyfjaviðskipta í Paragvæ og Brasilíu. Í frétt RÚV um umfjöllun ABC segir að þau Birgitta og Hlynur hafi við yfirheyrslur sagt að Guðmundur væri einn valdamesti eiturlyfjasmyglarinn á svæðinu. Þá stundi annar Íslendingur, Sverrir Þór Gunnarsson, eiturlyfjaviðskipti úr fangelsi í Brasilíu þar sem hann afplánar 22 ára dóm fyrir fíkniefnasmygl. Uppfært 11. júní: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar, og í öðrum fréttum Vísis af málinu, sagði að Hlynur og Birgitta hefðu verið með tæp níu kíló af kókaíni við handtöku. Hið rétta er að þau voru með tæp fjögur kíló af kókaíni og er hin talan komin til vegna misskilnings. Í dómnum segir að kókaínið og pakkningarnar sem það var geymt í hafi vegið tæplega níu kíló. Þá sagði í þessari frétt að fóstri Birgittu hefði verið eytt í Brasilíu en þar var um mistök að ræða. Bæði dómsgögnum og sakborningunum ber saman um að um fósturmissi hafi verið að ræða, ekki fóstureyðingu. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Íslendingar erlendis Fíkniefnabrot Brasilía Tengdar fréttir Erfitt að vita af barninu sínu í brasilísku fangelsi Íslenskt par hefur verið dæmt í rúmlega fimm ára fangelsi í Brasilíu fyrir að reyna að smygla fíkniefnum úr landinu. Móðir stúlkunnar segir málið hafa reynst fjölskyldu hennar erfitt. 7. júní 2016 18:30 Íslenska parið gæti fengið að hámarki 15 ára dóm Verði parið sem handtekið var í Brasilíu sakfellt fyrir tilraun til fíkniefnasmygls gætu þau fengið allt að 15 ára dóm. Brasilísk fangelsi eru alræmd fyrir slæman aðbúnað. 2. janúar 2016 19:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Tveir Íslendingar á þrítugsaldri sem hlutu fimm ára fangelsisdóm fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu fyrr i vikunni nafngreindu fyrir dómi nokkra Íslendinga sem þau segja hafa skipulagt ferð þeirra til Brasilíu. Þau segja um landsþekkta glæpamenn að ræða sem hafi hótað þeim öllu illu ef þau samþykktu ekki að fara til Brasilíu og smygla fíkniefnum heim. Þetta kemur fram í dómnum yfir þeim Birgittu Gyðu Estherardóttur Bjarnadóttur og Hlyni Kristni Rúnarssyni, sem bæði hlutu fimm ára fangelsisdóm á mánudag. Þau Birgitta og Hlynur voru handtekin í bænum Fortaleza í norðausturhluta Brasilíu á annan í jólum með tæplega fjögur kíló af kókaíni í fórum sínum. Í dómnum segir að lögregla hafi handtekið þau eftir að starfsmaður mótels þar sem þau höfðu gist fann hvítt duft í herbergi þeirra sem leit út fyrir að vera kókaín. Þau voru handtekin á öðru móteli, Paradise Motel, og fannst kókaínið í fölskum botnum í ferðatöskum þeirra og í þremur smokkum sem þau höfðu meðferðis. Þau áttu bókað flug til Lissabon í Portúgal frá alþjóðaflugvellinum í Pinto Martins. Kókaínið fannst í fölskum botnum í ferðatöskum þeirra Birgittu og Hlyns og í þremur smokkum sem þau höfðu meðferðis.Mynd/Brasilíska lögreglan Fyrir dómi sögðu þau Birgitta og Hlynur „þekkta glæpamenn“ á Íslandi hafa skipulagt og borgað fyrir ferð þeirra til Brasilíu. Þessir aðilar hefðu hótað að nauðga Birgittu og drepa þau ef þau tækju ekki að sér að fara út. Þau hafi verið komin í mikla fíkniefnaskuld við þá og þeim sagt að skuldin yrði felld niður ef þau kæmu fíkniefnunum til Evrópu. Sjá einnig: Erfitt að vita af barninu sínu í brasilísku fangelsi Hlynur sagði það hafa verið hugmynd þeirra sem skipulögðu ferðina að Birgitta, kærasta hans, kæmi með honum til Brasilíu, þar sem þeir treystu honum ekki einum fyrir verkinu. Birgitta var ófrísk þegar þau fóru út en missti fóstrið eftir að þau voru handtekin. Í viðtali við DV á sínum tíma sagði Hlynur harkalega meðferð lögreglunnar í Brasilíu hafa leitt til fósturmissisins. Í dómnum segir að Birgitta og Hlynur hafi nafngreint þá aðila sem hafi skipulagt smyglið og meðal annars lagt fram samskipti á Facebook sem verjandi þeirra hafi sagt sýna fram á hótanir sem þau hafi verið beitt. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að þau samskipti væru ekki nóg til að sýna fram á tengsl þessara manna við smyglið. Mennirnir eru ekki nafngreindir í dómnum og Vísi er ekki kunnugt um við hverja Facebook-samskiptin áttu að hafa verið. Þess má geta að fréttamiðillinn ABC í Paragvæ fjallaði ítarlega um Íslending, Guðmund Spartakus Ómarsson, sem ABC fullyrðir að sé afar valdamikill í innsta hring eiturlyfjaviðskipta í Paragvæ og Brasilíu. Í frétt RÚV um umfjöllun ABC segir að þau Birgitta og Hlynur hafi við yfirheyrslur sagt að Guðmundur væri einn valdamesti eiturlyfjasmyglarinn á svæðinu. Þá stundi annar Íslendingur, Sverrir Þór Gunnarsson, eiturlyfjaviðskipti úr fangelsi í Brasilíu þar sem hann afplánar 22 ára dóm fyrir fíkniefnasmygl. Uppfært 11. júní: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar, og í öðrum fréttum Vísis af málinu, sagði að Hlynur og Birgitta hefðu verið með tæp níu kíló af kókaíni við handtöku. Hið rétta er að þau voru með tæp fjögur kíló af kókaíni og er hin talan komin til vegna misskilnings. Í dómnum segir að kókaínið og pakkningarnar sem það var geymt í hafi vegið tæplega níu kíló. Þá sagði í þessari frétt að fóstri Birgittu hefði verið eytt í Brasilíu en þar var um mistök að ræða. Bæði dómsgögnum og sakborningunum ber saman um að um fósturmissi hafi verið að ræða, ekki fóstureyðingu. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Íslendingar erlendis Fíkniefnabrot Brasilía Tengdar fréttir Erfitt að vita af barninu sínu í brasilísku fangelsi Íslenskt par hefur verið dæmt í rúmlega fimm ára fangelsi í Brasilíu fyrir að reyna að smygla fíkniefnum úr landinu. Móðir stúlkunnar segir málið hafa reynst fjölskyldu hennar erfitt. 7. júní 2016 18:30 Íslenska parið gæti fengið að hámarki 15 ára dóm Verði parið sem handtekið var í Brasilíu sakfellt fyrir tilraun til fíkniefnasmygls gætu þau fengið allt að 15 ára dóm. Brasilísk fangelsi eru alræmd fyrir slæman aðbúnað. 2. janúar 2016 19:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Erfitt að vita af barninu sínu í brasilísku fangelsi Íslenskt par hefur verið dæmt í rúmlega fimm ára fangelsi í Brasilíu fyrir að reyna að smygla fíkniefnum úr landinu. Móðir stúlkunnar segir málið hafa reynst fjölskyldu hennar erfitt. 7. júní 2016 18:30
Íslenska parið gæti fengið að hámarki 15 ára dóm Verði parið sem handtekið var í Brasilíu sakfellt fyrir tilraun til fíkniefnasmygls gætu þau fengið allt að 15 ára dóm. Brasilísk fangelsi eru alræmd fyrir slæman aðbúnað. 2. janúar 2016 19:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?