Ófarir Englendinga í opnunarleikjum | Aðeins fimm sigrar í 23 tilraunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2016 23:15 Rússar fagna jöfnunarmarki Vasilis Berezutski. Joe Hart, markvörður Englands, er ekki sáttur. vísir/getty Englendingar fóru illa að ráði sínu gegn Rússum í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi í kvöld. Enska liðið var mun sterkara í leiknum sem fór fram í Marseille og komst yfir á 73. mínútu þegar Eric Dier skoraði. En þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skallaði Vasili Berezutski, fyrirliði Rússlands, boltann yfir Joe Hart í marki Englands og jafnaði metin. Lokatölur 1-1.Sjá einnig: Hodgson: Líður eins og við höfum tapað Það verður seint sagt að Englendingum gangi vel í opnunarleikjum sínum á EM en þeir ekki enn unnið fyrsta leik sinn á Evrópumóti í níu tilraunum. England hefur fimm sinnum gert jafntefli og tapað fjórum opnunarleikjum.Mark Erics Dier dugði ekki til.vísir/gettyÞessi slaka byrjun Englendinga einskorðast ekki bara við EM því vanalega byrja þeir einnig illa á HM. England hefur 14 sinnum leikið á HM en aðeins fimm sinnum unnið fyrsta leikinn sinn á mótinu. Samanlagt hefur enska landsliðið því einungis unnið fimm af 23 opnunarleikjum sínum á HM og EM í sögunni. Það er þó ekki alltaf slæmur fyrirboði því á þeim þremur stórmótum sem Englandi hefur gengið best á vann liðið ekki fyrsta leikinn sinn á því tiltekna móti. Á HM á heimavelli 1966 gerði England markalaust jafntefli við Mexíkó í fyrsta leik sínum en vann alla leiki eftir það og stóð uppi sem heimsmeistari.Alan Shearer kom Englandi yfir gegn Sviss í opnunarleiknum á EM 1996. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.vísir/gettyÁ HM á Ítalíu 1990 gerðu Englendingar 1-1 jafntefli við Íra í fyrsta leik sínum en fóru svo alla leið í undanúrslit og enduðu að lokum í 4. sæti. Og á EM á heimavelli 1996 byrjaði enska liðið á því að gera 1-1 jafntefli við Sviss en fór svo í undanúrslit líkt og á HM sex árum fyrr.Árangur Englands í opnunarleikjum á EM: 9 leikir: 0 sigrar, 5 jafntefli, 4 töp Árangur Englands í opnunarleikjum á HM: 14 leikir: 5 sigrar, 6 jafntefli, 3 töp Samtals:23 leikir: 5 sigrar, 11 jafntefli, 7 töp EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira
Englendingar fóru illa að ráði sínu gegn Rússum í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi í kvöld. Enska liðið var mun sterkara í leiknum sem fór fram í Marseille og komst yfir á 73. mínútu þegar Eric Dier skoraði. En þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skallaði Vasili Berezutski, fyrirliði Rússlands, boltann yfir Joe Hart í marki Englands og jafnaði metin. Lokatölur 1-1.Sjá einnig: Hodgson: Líður eins og við höfum tapað Það verður seint sagt að Englendingum gangi vel í opnunarleikjum sínum á EM en þeir ekki enn unnið fyrsta leik sinn á Evrópumóti í níu tilraunum. England hefur fimm sinnum gert jafntefli og tapað fjórum opnunarleikjum.Mark Erics Dier dugði ekki til.vísir/gettyÞessi slaka byrjun Englendinga einskorðast ekki bara við EM því vanalega byrja þeir einnig illa á HM. England hefur 14 sinnum leikið á HM en aðeins fimm sinnum unnið fyrsta leikinn sinn á mótinu. Samanlagt hefur enska landsliðið því einungis unnið fimm af 23 opnunarleikjum sínum á HM og EM í sögunni. Það er þó ekki alltaf slæmur fyrirboði því á þeim þremur stórmótum sem Englandi hefur gengið best á vann liðið ekki fyrsta leikinn sinn á því tiltekna móti. Á HM á heimavelli 1966 gerði England markalaust jafntefli við Mexíkó í fyrsta leik sínum en vann alla leiki eftir það og stóð uppi sem heimsmeistari.Alan Shearer kom Englandi yfir gegn Sviss í opnunarleiknum á EM 1996. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.vísir/gettyÁ HM á Ítalíu 1990 gerðu Englendingar 1-1 jafntefli við Íra í fyrsta leik sínum en fóru svo alla leið í undanúrslit og enduðu að lokum í 4. sæti. Og á EM á heimavelli 1996 byrjaði enska liðið á því að gera 1-1 jafntefli við Sviss en fór svo í undanúrslit líkt og á HM sex árum fyrr.Árangur Englands í opnunarleikjum á EM: 9 leikir: 0 sigrar, 5 jafntefli, 4 töp Árangur Englands í opnunarleikjum á HM: 14 leikir: 5 sigrar, 6 jafntefli, 3 töp Samtals:23 leikir: 5 sigrar, 11 jafntefli, 7 töp
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira