Hodgson: Líður eins og við höfum tapað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2016 21:39 England hefur aðeins unnið tvo af átta leikjum sínum undir stjórn Hodgson á stórmótum. vísir/getty Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, var að vonum svekktur að hafa ekki náð sigri gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á EM í Frakklandi í kvöld. Enska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og komst yfir með marki Erics Dier á 73. mínútu. En Vasili Berezutski, fyrirliði Rússa, jafnaði metin þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og þar við sat. „Það er alltaf svekkjandi þegar þú færð á þig mark þegar mínúta er eftir af leiknum,“ sagði Hodgson í samtali við BBC eftir leikinn. „Ef frá eru taldar fyrstu 15 mínútur seinni hálfleiks vorum við með fulla stjórn á leiknum. Ég hefði verið ánægður með 1-0 sigur en þeir jöfnuðu undir lokin.“ Hodgson varði þá ákvörðun sína að taka Wayne Rooney, fyrirliða Englands, af velli þegar 12 mínútur voru til leiksloka. „Við skiptum Rooney, sem var farinn að þreytast, út fyrir Jack Wilshere. Það breytti ekki miklu í okkar leik. Við tókum Raheem Sterling, sem átti marga langa spretti, líka út af fyrir James Milner. Hugsunin með þeirri skiptingu var að þétta liðið og hjálpa okkur að verjast föstum leikatriðum. Það virkaði ekki,“ sagði Hodgson sem ítrekaði hversu mikil vonbrigði úrslitin væru. „Mér fannst við spila nánast eins vel og við mögulega gátum í fyrri hálfleik. Svo náðum við okkur aftur á strik eftir erfiða byrjun á seinni hálfleik og vorum óheppnir að bæta ekki við marki. „Mér líður eins og við höfum tapað því við vorum nánast byrjaðir að fagna sigri,“ sagði landsliðsþjálfarinn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Sjá meira
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, var að vonum svekktur að hafa ekki náð sigri gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á EM í Frakklandi í kvöld. Enska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og komst yfir með marki Erics Dier á 73. mínútu. En Vasili Berezutski, fyrirliði Rússa, jafnaði metin þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og þar við sat. „Það er alltaf svekkjandi þegar þú færð á þig mark þegar mínúta er eftir af leiknum,“ sagði Hodgson í samtali við BBC eftir leikinn. „Ef frá eru taldar fyrstu 15 mínútur seinni hálfleiks vorum við með fulla stjórn á leiknum. Ég hefði verið ánægður með 1-0 sigur en þeir jöfnuðu undir lokin.“ Hodgson varði þá ákvörðun sína að taka Wayne Rooney, fyrirliða Englands, af velli þegar 12 mínútur voru til leiksloka. „Við skiptum Rooney, sem var farinn að þreytast, út fyrir Jack Wilshere. Það breytti ekki miklu í okkar leik. Við tókum Raheem Sterling, sem átti marga langa spretti, líka út af fyrir James Milner. Hugsunin með þeirri skiptingu var að þétta liðið og hjálpa okkur að verjast föstum leikatriðum. Það virkaði ekki,“ sagði Hodgson sem ítrekaði hversu mikil vonbrigði úrslitin væru. „Mér fannst við spila nánast eins vel og við mögulega gátum í fyrri hálfleik. Svo náðum við okkur aftur á strik eftir erfiða byrjun á seinni hálfleik og vorum óheppnir að bæta ekki við marki. „Mér líður eins og við höfum tapað því við vorum nánast byrjaðir að fagna sigri,“ sagði landsliðsþjálfarinn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Sjá meira