Leiðin til Bessastaða: „Ekkert endilega fylgjandi því að það eigi að breyta stjórnarskránni bara til að breyta henni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júní 2016 15:45 Ástþór Magnússon býður sig nú fram til forseta í fjórða sinn. Nái hann kjöri nú verður hans fyrsta verk að setja sér starfsreglur um það að 10 prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi og þá myndi hann ráða Sturlu Jónsson sem aðstoðarmann sinn til að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar. Ástþór er sjöundi frambjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni. Aðspurður hvað skoðun hann hafi á stjórnarskrárbreytingum segir hann: „Ég tel auðvitað að það þurfi að uppfæra stjórnarskrána í nútímabúning. Það eru viss atriði sem þarf að skoða þar en ég er ekkert endilega fylgjandi því að það eigi að breyta stjórnarskránni bara til að breyta henni. Það þarf að breyta henni þannig að það sé kannski farið meira eftir henni.“ Ástþór segist telja að vandamálið í dag sé aðallega það að ekki sé farið nógu vel eftir stjórnarskránni. Þá er hann fylgjandi að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur komi inn í stjórnarskrána. „Ég er fylgjandi beinu lýðræði. Ég hef verið fyrsti Íslendingurinn til að tala hér um beint lýðræði en ég tala um það í bókinni Virkjum Bessastaði að við eigum að þróa okkur til beins lýðræðis,“ segir Ástþór. Nefnir hann sem dæmi að hraðbankar gætu verið kjörklefar og hægt væri þá að halda þjóðaratkvæðagreiðslu með litlum tilkostnaði. Hann segist telja að það myndi leiða til meiri friðar og sáttar ef blásið yrði oftar til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá segir Ástþór það æskilegra að forsetinn hlusti frekar á þjóðina en sé í því að upplýsa um skoðanir sínar á einstökum málum.Viðtalið við Ástþór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: „Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“ Það fyrsta sem Elísabet Jökulsdóttir myndi gera ef hún yrði kosin forseti væri að horfa til himins. Síðan myndi hún fara að huga að innsetningarræðu sinni en innsetning forseta fer fram á Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 7. júní 2016 15:15 Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. 13. júní 2016 14:30 Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Ástþór Magnússon býður sig nú fram til forseta í fjórða sinn. Nái hann kjöri nú verður hans fyrsta verk að setja sér starfsreglur um það að 10 prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi og þá myndi hann ráða Sturlu Jónsson sem aðstoðarmann sinn til að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar. Ástþór er sjöundi frambjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni. Aðspurður hvað skoðun hann hafi á stjórnarskrárbreytingum segir hann: „Ég tel auðvitað að það þurfi að uppfæra stjórnarskrána í nútímabúning. Það eru viss atriði sem þarf að skoða þar en ég er ekkert endilega fylgjandi því að það eigi að breyta stjórnarskránni bara til að breyta henni. Það þarf að breyta henni þannig að það sé kannski farið meira eftir henni.“ Ástþór segist telja að vandamálið í dag sé aðallega það að ekki sé farið nógu vel eftir stjórnarskránni. Þá er hann fylgjandi að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur komi inn í stjórnarskrána. „Ég er fylgjandi beinu lýðræði. Ég hef verið fyrsti Íslendingurinn til að tala hér um beint lýðræði en ég tala um það í bókinni Virkjum Bessastaði að við eigum að þróa okkur til beins lýðræðis,“ segir Ástþór. Nefnir hann sem dæmi að hraðbankar gætu verið kjörklefar og hægt væri þá að halda þjóðaratkvæðagreiðslu með litlum tilkostnaði. Hann segist telja að það myndi leiða til meiri friðar og sáttar ef blásið yrði oftar til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá segir Ástþór það æskilegra að forsetinn hlusti frekar á þjóðina en sé í því að upplýsa um skoðanir sínar á einstökum málum.Viðtalið við Ástþór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: „Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“ Það fyrsta sem Elísabet Jökulsdóttir myndi gera ef hún yrði kosin forseti væri að horfa til himins. Síðan myndi hún fara að huga að innsetningarræðu sinni en innsetning forseta fer fram á Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 7. júní 2016 15:15 Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. 13. júní 2016 14:30 Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Leiðin til Bessastaða: „Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“ Það fyrsta sem Elísabet Jökulsdóttir myndi gera ef hún yrði kosin forseti væri að horfa til himins. Síðan myndi hún fara að huga að innsetningarræðu sinni en innsetning forseta fer fram á Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 7. júní 2016 15:15
Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. 13. júní 2016 14:30
Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30