Áfram Ísland segja erlendu miðlarnir Bjarki Ármannsson skrifar 14. júní 2016 22:33 Ófá augun eru á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu um þessar mundir. Vísir Ófá augun eru á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu um þessar mundir og framganga Íslands í fyrsta leik sínum á mótinu hefur vakið mikla athygli erlendra miðla og netverja. Ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum, náði Ísland jafntefli gegn Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu fyrr í kvöld. Norskir og danskir miðlar gerðu úrslitunum góð skil á vefsíðum sínum eftir leik en þeir frændur okkar komust ekki á Evrópumótið í þetta sinn. Norska ríkisútvarpið, NRK, kallar frammistöðu Íslendinga „sensasjon“ og Politiken í Danmörku, sem hefur lýst yfir opinberum stuðningi við íslenska liðið, slær upp „Áfram Ísland“ í fyrirsögn. Verdens Gang í Noregi gengur svo langt að ætla að eigna sér heiðurinn af Birki Bjarnasyni, markaskorara Íslands, í umfjöllun sinni. Birkir ólst að miklu leyti upp í Noregi og kallar VG hann „norskan“ innan gæsalappa.Þá var glæstum árangri Íslendinga fagnað víða um heim á Twitter. Breska ríkisútvarpið gerði leiknum góð skil í allt kvöld og setur úrslitin í samhengi: Um einn af hverjum tvö þúsund íslenskum karlmönnum milli tvítugs og fertugs leikur fyrir karlalandsliðið í fótbolta.This result in context:If you're Icelandic, male and aged 20-40:You have a 1 in 2000 chance of playing for #ISL pic.twitter.com/wIF5nW9rAB— BBC 5 live Sport (@5liveSport) June 14, 2016 Twitter-síðan Football Stuff fjallar um varnarleik Íslands í kvöld. Mynd segir meira en þúsund orð:#ISL defense against #POR summed up! pic.twitter.com/8cTUl7tErG— Football Stuff (@FootbalIStuff) June 14, 2016 Þetta grín kunna aðdáendur kvikmyndarinnar The Mighty Ducks að meta:This #ISL team has definitely changed public perception from previous teams of their country @MenInBlazers #PORISL pic.twitter.com/uE2NpxLGsf— Andrew Reveles (@AndyReveles) June 14, 2016 Michael Cox, fótboltablaðamaður The Guardian og fleiri miðla, á svo þetta skemmtilega tíst: „Þetta er stærsta stund Íslands í evrópskri knattspyrnu síðan Eyjafjallajökull gaus og varð til þess að Barcelona þurfti að taka rútu til Mílanó árið 2010.“ Inter frá Mílanó sló Evrópumeistarana í Barcelona úr Meistaradeildinni það árið og vildu sumir meina að Börsungar hefðu verið í verra leikformi þar sem þeir gátu ekki flogið til Ítalíu.Iceland's biggest moment in European football since their volcano forced Barca to travel by bus to Milan in 2010— Michael Cox (@Zonal_Marking) June 14, 2016 Svo látum við þetta fljóta með að lokum. Verði ykkur að góðu.What an honour for the Portuguese captain to shake hands with the legend that is Aron Gunnarsson @CardiffCityFC pic.twitter.com/CUuz64dYMi— Callum Noad (@calnoad) June 14, 2016 EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Twitter springur eftir jöfnunarmark Birkis: "Frumburður okkar verður nefndur Birkir“ Birkir Bjarnason er dáðasti sonur Íslands í augnablikinu. 14. júní 2016 20:15 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Stuðningsmenn Íslands í Saint-Étienne: Benni bongó fór að pissa og missti af markinu Átta þúsund Íslendingar studdu karlalandslið sitt með ráðum og dáðum í kvöld. 14. júní 2016 20:45 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Sjá meira
Ófá augun eru á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu um þessar mundir og framganga Íslands í fyrsta leik sínum á mótinu hefur vakið mikla athygli erlendra miðla og netverja. Ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum, náði Ísland jafntefli gegn Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu fyrr í kvöld. Norskir og danskir miðlar gerðu úrslitunum góð skil á vefsíðum sínum eftir leik en þeir frændur okkar komust ekki á Evrópumótið í þetta sinn. Norska ríkisútvarpið, NRK, kallar frammistöðu Íslendinga „sensasjon“ og Politiken í Danmörku, sem hefur lýst yfir opinberum stuðningi við íslenska liðið, slær upp „Áfram Ísland“ í fyrirsögn. Verdens Gang í Noregi gengur svo langt að ætla að eigna sér heiðurinn af Birki Bjarnasyni, markaskorara Íslands, í umfjöllun sinni. Birkir ólst að miklu leyti upp í Noregi og kallar VG hann „norskan“ innan gæsalappa.Þá var glæstum árangri Íslendinga fagnað víða um heim á Twitter. Breska ríkisútvarpið gerði leiknum góð skil í allt kvöld og setur úrslitin í samhengi: Um einn af hverjum tvö þúsund íslenskum karlmönnum milli tvítugs og fertugs leikur fyrir karlalandsliðið í fótbolta.This result in context:If you're Icelandic, male and aged 20-40:You have a 1 in 2000 chance of playing for #ISL pic.twitter.com/wIF5nW9rAB— BBC 5 live Sport (@5liveSport) June 14, 2016 Twitter-síðan Football Stuff fjallar um varnarleik Íslands í kvöld. Mynd segir meira en þúsund orð:#ISL defense against #POR summed up! pic.twitter.com/8cTUl7tErG— Football Stuff (@FootbalIStuff) June 14, 2016 Þetta grín kunna aðdáendur kvikmyndarinnar The Mighty Ducks að meta:This #ISL team has definitely changed public perception from previous teams of their country @MenInBlazers #PORISL pic.twitter.com/uE2NpxLGsf— Andrew Reveles (@AndyReveles) June 14, 2016 Michael Cox, fótboltablaðamaður The Guardian og fleiri miðla, á svo þetta skemmtilega tíst: „Þetta er stærsta stund Íslands í evrópskri knattspyrnu síðan Eyjafjallajökull gaus og varð til þess að Barcelona þurfti að taka rútu til Mílanó árið 2010.“ Inter frá Mílanó sló Evrópumeistarana í Barcelona úr Meistaradeildinni það árið og vildu sumir meina að Börsungar hefðu verið í verra leikformi þar sem þeir gátu ekki flogið til Ítalíu.Iceland's biggest moment in European football since their volcano forced Barca to travel by bus to Milan in 2010— Michael Cox (@Zonal_Marking) June 14, 2016 Svo látum við þetta fljóta með að lokum. Verði ykkur að góðu.What an honour for the Portuguese captain to shake hands with the legend that is Aron Gunnarsson @CardiffCityFC pic.twitter.com/CUuz64dYMi— Callum Noad (@calnoad) June 14, 2016
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Twitter springur eftir jöfnunarmark Birkis: "Frumburður okkar verður nefndur Birkir“ Birkir Bjarnason er dáðasti sonur Íslands í augnablikinu. 14. júní 2016 20:15 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Stuðningsmenn Íslands í Saint-Étienne: Benni bongó fór að pissa og missti af markinu Átta þúsund Íslendingar studdu karlalandslið sitt með ráðum og dáðum í kvöld. 14. júní 2016 20:45 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Sjá meira
Twitter springur eftir jöfnunarmark Birkis: "Frumburður okkar verður nefndur Birkir“ Birkir Bjarnason er dáðasti sonur Íslands í augnablikinu. 14. júní 2016 20:15
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30
Stuðningsmenn Íslands í Saint-Étienne: Benni bongó fór að pissa og missti af markinu Átta þúsund Íslendingar studdu karlalandslið sitt með ráðum og dáðum í kvöld. 14. júní 2016 20:45