Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. júní 2016 17:30 Birkir Bjarnason jafnaði snemma í síðari hálfleik. Vísir/Vilhelm Ísland byrjaði frábærlega á EM í Frakklandi er liðið náði 1-1 jafntefli í erfiðum leik gegn Portúgal í fyrsta leik sínum í F-riðli. Nani kom Portúgal yfir á 31. mínútu eftir laglega sókn en það lá mikið á íslenska liðinu í fyrri hálfleik, eftir góðar upphafsmínútur. En Birkir Bjarnason skoraði frábært mark á 50. mínútu eftir sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar og skráði nafn sitt þar með á spjöld sögunnar. Það lá áfram mikið á íslenska liðinu í síðari hálfleik og síðustu mínútur leiksins voru afar erfiðar fyrir Íslendinga, hvar svo sem þeir voru. Biðin var óbærileg þegar Cristiano Ronaldo fékk aukaspyrnu á stórhættulegum stað í uppbótartíma. En okkar mönnum tókst að halda þetta út og er Ísland því komið með eitt stig á EM. Eitt frábært stig sem gefur mikla von fyrir framhaldið. Stuðningsmenn íslenska liðsins voru algjörlega frábærir í kvöld og eiga mikið hrós skilið fyrir frammistöðuna á pöllunum. Hún var ekki síðri en frammistaða leikmannanna á vellinum. Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir okkar menn. Eitt af fyrstu verkum Íslands á EM var að fyrirliðinn Aron Einar vann boltann af Cristiano Ronaldo, sem var afar viðeigandi. Nani komst svo á sprett stuttu síðar en það var yfirvegun í aðgerðum Íslands og það leyst af fagmennsku af íslensku vörninni og Hannesi í markinu. Gylfi Þór hefði svo átt að skora þegar Rui Patricio varði tvívegis frá honum á þriðju mínútu. Þetta byrjaði frábærlega. Fyrstu tíu mínúturnar voru heilt yfir góðar en eina færi Portúgals fékk Danilo eftir hornspyrnu er hann skallaði framhjá. Birkir Már gerði sig sekan um mistök og gaf Portúgal horn. Birkir gerði svo önnur mistök er hann átti lélega hreinsun sem endaði með því að Ronaldo átti frábæra sendingu inn á markteig, beint á Nani sem skallaði að marki af stuttu færi. En á einhvern ótrúlegan hátt náði Hannes Þór að bregðast við og verja með fótunum. Hannes átti fleiri góðar aðgerðir og hann hélt Íslandi inni í leiknum á erfiðum kafla þegar Portúgal tók völdin í leiknum, hægt og rólega. Portúgal var mun meira með boltann og þegar við unnum hann fengum við mjög lítinn tíma og áttum í stökustu vandræðum með að finna menn í svæðum. Það kom því fæstum á óvart þegar Nani kom Portúgal yfir. Sóknin var frábær. Hún kom upp hægri kantinn og André Gomes náði að draga Kára Árnason úr stöðu og gefa svo á dauðafrían Nani sem átti ekkert eftir að gera en að afgreiða boltann í netið af stuttu færi. Ísland náði aðeins að ógna eftir þetta með fáeinum hornspyrnum en meira var það ekki. Portúgal leiddi 1-0 í hálfleik og okkar menn voru lánsamir að vera ekki undir með meiri mun þá. Mörk breyta svo miklu og eftir skyndisókn Íslands á 50. mínútu, sem hófst með því að Jón Daði vann boltann, átt Jóhann Berg sendingu frá hægri kantin á dauðafrían Birki Bjarnason á fjærstöng sem var yfirvegunin uppmálið og afgreiddi knöttinn í netið. Ísland hafði jafnað leikinn með þessu sögulega marki - því fyrsta sem A-landslið karla skorar í lokakeppni stórmóts, þessu risastóra sviði knattspyrnunnar. Ísland var næsta korterið eða svo í hálfgerðri nauðvörn. Okkar menn þurftu að verjast mjög afarlega en gerðu allt rétt með Hannes Þór fremstan í flokki. Hann sá allt það sem komst í gegnum vörnina af mikilli festu. Okkar mönnum óx svo ásmegin. Ragnar náði að stöðva Ronaldo við vítateigslínuna og Aron Einar vann svo boltann af honum á mikilvægum tímapunkti. Strákarnir fóru að gera sig líklega. Jón Daði rétt missti af sendingu Birkis frá vinstri kantinum í góðri stöðu og Selfyssingurinn átti svo að fá meira en ekkert þegar Pepe gerði sig sekan um fólskuverk og setti takkana í hann. Nani komst einna næst því að koma Portúgal yfir á 70. mínútu er hann stýrði aukaspyrnu bakvarðarins Guerreiro rétt svo framhjá markinu. Hannes Þór hélt áfram að verja en það gerði Rui Patricio líka. Varamaðurinn Alferð gerði mikið úr erfiðri stöðu og átti frábært skot að marki sem var þó beint á Patricio. Margir Íslendingar sá þann bolta inni. Portúgal sótti mikið og leitaði vel og lengi að sigurmarkinu. En aldrei kom það. Og við tók gríðarlegur fögnuður Íslendinga þegar flautað var til leiksloka. Frábær byrjun okkar manna á EM er staðreynd. Þvílík og önnur eins draumabyrjun.Nani kemur Portúgal í 1-0: Birkir Bjarnason jafnar í 1-1: EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Ísland byrjaði frábærlega á EM í Frakklandi er liðið náði 1-1 jafntefli í erfiðum leik gegn Portúgal í fyrsta leik sínum í F-riðli. Nani kom Portúgal yfir á 31. mínútu eftir laglega sókn en það lá mikið á íslenska liðinu í fyrri hálfleik, eftir góðar upphafsmínútur. En Birkir Bjarnason skoraði frábært mark á 50. mínútu eftir sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar og skráði nafn sitt þar með á spjöld sögunnar. Það lá áfram mikið á íslenska liðinu í síðari hálfleik og síðustu mínútur leiksins voru afar erfiðar fyrir Íslendinga, hvar svo sem þeir voru. Biðin var óbærileg þegar Cristiano Ronaldo fékk aukaspyrnu á stórhættulegum stað í uppbótartíma. En okkar mönnum tókst að halda þetta út og er Ísland því komið með eitt stig á EM. Eitt frábært stig sem gefur mikla von fyrir framhaldið. Stuðningsmenn íslenska liðsins voru algjörlega frábærir í kvöld og eiga mikið hrós skilið fyrir frammistöðuna á pöllunum. Hún var ekki síðri en frammistaða leikmannanna á vellinum. Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir okkar menn. Eitt af fyrstu verkum Íslands á EM var að fyrirliðinn Aron Einar vann boltann af Cristiano Ronaldo, sem var afar viðeigandi. Nani komst svo á sprett stuttu síðar en það var yfirvegun í aðgerðum Íslands og það leyst af fagmennsku af íslensku vörninni og Hannesi í markinu. Gylfi Þór hefði svo átt að skora þegar Rui Patricio varði tvívegis frá honum á þriðju mínútu. Þetta byrjaði frábærlega. Fyrstu tíu mínúturnar voru heilt yfir góðar en eina færi Portúgals fékk Danilo eftir hornspyrnu er hann skallaði framhjá. Birkir Már gerði sig sekan um mistök og gaf Portúgal horn. Birkir gerði svo önnur mistök er hann átti lélega hreinsun sem endaði með því að Ronaldo átti frábæra sendingu inn á markteig, beint á Nani sem skallaði að marki af stuttu færi. En á einhvern ótrúlegan hátt náði Hannes Þór að bregðast við og verja með fótunum. Hannes átti fleiri góðar aðgerðir og hann hélt Íslandi inni í leiknum á erfiðum kafla þegar Portúgal tók völdin í leiknum, hægt og rólega. Portúgal var mun meira með boltann og þegar við unnum hann fengum við mjög lítinn tíma og áttum í stökustu vandræðum með að finna menn í svæðum. Það kom því fæstum á óvart þegar Nani kom Portúgal yfir. Sóknin var frábær. Hún kom upp hægri kantinn og André Gomes náði að draga Kára Árnason úr stöðu og gefa svo á dauðafrían Nani sem átti ekkert eftir að gera en að afgreiða boltann í netið af stuttu færi. Ísland náði aðeins að ógna eftir þetta með fáeinum hornspyrnum en meira var það ekki. Portúgal leiddi 1-0 í hálfleik og okkar menn voru lánsamir að vera ekki undir með meiri mun þá. Mörk breyta svo miklu og eftir skyndisókn Íslands á 50. mínútu, sem hófst með því að Jón Daði vann boltann, átt Jóhann Berg sendingu frá hægri kantin á dauðafrían Birki Bjarnason á fjærstöng sem var yfirvegunin uppmálið og afgreiddi knöttinn í netið. Ísland hafði jafnað leikinn með þessu sögulega marki - því fyrsta sem A-landslið karla skorar í lokakeppni stórmóts, þessu risastóra sviði knattspyrnunnar. Ísland var næsta korterið eða svo í hálfgerðri nauðvörn. Okkar menn þurftu að verjast mjög afarlega en gerðu allt rétt með Hannes Þór fremstan í flokki. Hann sá allt það sem komst í gegnum vörnina af mikilli festu. Okkar mönnum óx svo ásmegin. Ragnar náði að stöðva Ronaldo við vítateigslínuna og Aron Einar vann svo boltann af honum á mikilvægum tímapunkti. Strákarnir fóru að gera sig líklega. Jón Daði rétt missti af sendingu Birkis frá vinstri kantinum í góðri stöðu og Selfyssingurinn átti svo að fá meira en ekkert þegar Pepe gerði sig sekan um fólskuverk og setti takkana í hann. Nani komst einna næst því að koma Portúgal yfir á 70. mínútu er hann stýrði aukaspyrnu bakvarðarins Guerreiro rétt svo framhjá markinu. Hannes Þór hélt áfram að verja en það gerði Rui Patricio líka. Varamaðurinn Alferð gerði mikið úr erfiðri stöðu og átti frábært skot að marki sem var þó beint á Patricio. Margir Íslendingar sá þann bolta inni. Portúgal sótti mikið og leitaði vel og lengi að sigurmarkinu. En aldrei kom það. Og við tók gríðarlegur fögnuður Íslendinga þegar flautað var til leiksloka. Frábær byrjun okkar manna á EM er staðreynd. Þvílík og önnur eins draumabyrjun.Nani kemur Portúgal í 1-0: Birkir Bjarnason jafnar í 1-1:
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira