Hlutdeild í spjörum og sólböðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 15. júní 2016 11:00 Þegar sumarið hellist yfir Íslendinga lyftist brúnin á landanum. Sumarfríið er handan við hornið og það eru allir svo til í þetta. Ég dandalast reglulega inn í uppáhaldsfatabúðina mína en þegar sólin skín segi ég starfsfólkinu að ég fari ekkert annað því það sé algjörlega uppáhalds hjá mér. Ég væri meira að segja líklegri til þess að svara skoðanakönnunum í efstastigi á fimm punkta Likert-kvarða ef hringt væri í mig og ég beðin um að segja hversu traustur viðskiptavinur ég er hjá viðkomandi fatabúð. Það er hins vegar eitthvað sem ég geri aldrei á veturna. Svona akkúrat í sumarbyrjun þegar lífið er fullkomlega stútfullt af hamingju og dásemd er ekki nokkur leið til þess að vera neikvæður þó ég hafi nú stundum endað með sniðlausar kjólalufsur sem gera ekkert fyrir mig. Spurningakönnun er því ekki óskeikul leið til þess að varpa ljósi á það hversu trygga viðskiptavini fatabúðin á. Til eru aðrar leiðir. Hlutdeild í veski (e. share of wallet) eða meðal-hlutdeild í veski er aðferðafræði sem hefur ekki verið mikið notuð á Íslandi en hún lýsir meðalhlutfalli útgjalda sem fyrirtæki fær frá sínum viðskiptavinahópi. Meniga hefur hins vegar í nokkur ár notað þessa aðferðafræði til þess að lýsa tryggð og því hvernig viðskipti dreifast milli aðila á markaði. Þannig sjáum við að Heimsferðir eiga tryggustu viðskiptavinina á ferðaskrifstofumarkaðnum síðustu 12 mánuði. Að meðaltali eru 85,4% af útgjöldum viðskiptavina Heimsferða á ferðamarkaðnum hjá þeim. Þeir ferðast mjög lítið með öðrum, í mesta lagi aðra leiðina til London á hræbillegum miða. Á öðrum mörkuðum geta verið fleiri aðilar að bítast um krónurnar. Á fatamarkaðinum eru til að mynda miklu fleiri aðilar og kaupin dreifast að meðaltali víðar. Þá eru þeir sem kaupa föt í H&M sl. 12 mánuði að meðaltali með 25,5% af sínum fataútgjöldum hjá H&M. Til grundvallar þessari greiningu eru 16 þúsund heimili sem nota hugbúnað Meniga á Íslandi. Færsluupplýsingar eru greindar til þess að draga fram sem besta mynd af kauphegðun Íslendinga. Öll vinnsla með færsluupplýsingar notenda Meniga er með öllu ópersónugreinanleg og einungis er unnið með samantekin gögn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar sumarið hellist yfir Íslendinga lyftist brúnin á landanum. Sumarfríið er handan við hornið og það eru allir svo til í þetta. Ég dandalast reglulega inn í uppáhaldsfatabúðina mína en þegar sólin skín segi ég starfsfólkinu að ég fari ekkert annað því það sé algjörlega uppáhalds hjá mér. Ég væri meira að segja líklegri til þess að svara skoðanakönnunum í efstastigi á fimm punkta Likert-kvarða ef hringt væri í mig og ég beðin um að segja hversu traustur viðskiptavinur ég er hjá viðkomandi fatabúð. Það er hins vegar eitthvað sem ég geri aldrei á veturna. Svona akkúrat í sumarbyrjun þegar lífið er fullkomlega stútfullt af hamingju og dásemd er ekki nokkur leið til þess að vera neikvæður þó ég hafi nú stundum endað með sniðlausar kjólalufsur sem gera ekkert fyrir mig. Spurningakönnun er því ekki óskeikul leið til þess að varpa ljósi á það hversu trygga viðskiptavini fatabúðin á. Til eru aðrar leiðir. Hlutdeild í veski (e. share of wallet) eða meðal-hlutdeild í veski er aðferðafræði sem hefur ekki verið mikið notuð á Íslandi en hún lýsir meðalhlutfalli útgjalda sem fyrirtæki fær frá sínum viðskiptavinahópi. Meniga hefur hins vegar í nokkur ár notað þessa aðferðafræði til þess að lýsa tryggð og því hvernig viðskipti dreifast milli aðila á markaði. Þannig sjáum við að Heimsferðir eiga tryggustu viðskiptavinina á ferðaskrifstofumarkaðnum síðustu 12 mánuði. Að meðaltali eru 85,4% af útgjöldum viðskiptavina Heimsferða á ferðamarkaðnum hjá þeim. Þeir ferðast mjög lítið með öðrum, í mesta lagi aðra leiðina til London á hræbillegum miða. Á öðrum mörkuðum geta verið fleiri aðilar að bítast um krónurnar. Á fatamarkaðinum eru til að mynda miklu fleiri aðilar og kaupin dreifast að meðaltali víðar. Þá eru þeir sem kaupa föt í H&M sl. 12 mánuði að meðaltali með 25,5% af sínum fataútgjöldum hjá H&M. Til grundvallar þessari greiningu eru 16 þúsund heimili sem nota hugbúnað Meniga á Íslandi. Færsluupplýsingar eru greindar til þess að draga fram sem besta mynd af kauphegðun Íslendinga. Öll vinnsla með færsluupplýsingar notenda Meniga er með öllu ópersónugreinanleg og einungis er unnið með samantekin gögn.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun