Joachim Löw ekki ánægður með leikstíl liða eins og Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2016 23:30 Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, hefur sínar skoðanir á öllum "litlu" liðunum á EM 2016. Vísir/Getty Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, er ekki ánægður með þá ákvörðun að UEFA hafi fjölgað um átta lið í úrslitakeppni Evrópumótsins. „Það var fullkomið að hafa sextán lið. Þá voru frábærir leikir frá fyrsta degi," sagði Joachim Löw á blaðamannafundi en hann saknar fyrirkomulagsins sem var notað frá 1996 til 2012. Fimm þjóðir eru að taka þátt í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn og eitt af þeim er Ísland. Hin eru Slóvakía, Albanía, Norður-Írland og Wales. „Nú er komin upp allt önnur staða en það er augljóslega ekki hægt að fara með þetta til baka. Við verðum bara að sætta okkur við þetta," sagði Löw. Það eru 23 leikir að baki á mótinu og aðeins Spánn og Belgía hafa náð að skora þrjú mörk í einum leik, einu sinni hvort lið. Belgarnir bættust í hópinn með því að vinna Íra 3-0 fyrr í dag. „Það eru lið sem eru að spila öfga varnarleik. Þau gera það samt vel," sagði Löw. „Litlu liðin eins og Albanía og Wales eru mjög vel skóluð varnarlega," sagði Löw og nefndi ekki lið Íslands en þýski landsliðsþjálfarinn setur íslenska liðið örugglega í þennan flokk. „Þessi lið sjá sína möguleika í því að spila svona leikstíl. Þess vegna voru bara tvö mörk í leik þar til að það kom að leik Spánverjar og Tyrkja," sagði Löw. Hann segir líka að nýja kerfið sjái til þess að lið þurfi ekki að gera mikið til að eiga enn möguleika í lokaumferðinni. „Lið sem eru bara með eitt stig eftir tvo leiki eiga enn möguleika á því að komast áfram í sextán liða úrslitin. Það er ekki mjög sanngjarnt en svona er þetta bara," sagði Löw. „Við verðum bara að sætta okkur við þetta og nota okkar tíma til að undirbúa okkur fyrir hvaða mótherja sem er," sagði Löw en næsti leikur þýska liðsins er á móti Norður-Írlandi á þriðjudaginn. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjá meira
Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þjóðverja, er ekki ánægður með þá ákvörðun að UEFA hafi fjölgað um átta lið í úrslitakeppni Evrópumótsins. „Það var fullkomið að hafa sextán lið. Þá voru frábærir leikir frá fyrsta degi," sagði Joachim Löw á blaðamannafundi en hann saknar fyrirkomulagsins sem var notað frá 1996 til 2012. Fimm þjóðir eru að taka þátt í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn og eitt af þeim er Ísland. Hin eru Slóvakía, Albanía, Norður-Írland og Wales. „Nú er komin upp allt önnur staða en það er augljóslega ekki hægt að fara með þetta til baka. Við verðum bara að sætta okkur við þetta," sagði Löw. Það eru 23 leikir að baki á mótinu og aðeins Spánn og Belgía hafa náð að skora þrjú mörk í einum leik, einu sinni hvort lið. Belgarnir bættust í hópinn með því að vinna Íra 3-0 fyrr í dag. „Það eru lið sem eru að spila öfga varnarleik. Þau gera það samt vel," sagði Löw. „Litlu liðin eins og Albanía og Wales eru mjög vel skóluð varnarlega," sagði Löw og nefndi ekki lið Íslands en þýski landsliðsþjálfarinn setur íslenska liðið örugglega í þennan flokk. „Þessi lið sjá sína möguleika í því að spila svona leikstíl. Þess vegna voru bara tvö mörk í leik þar til að það kom að leik Spánverjar og Tyrkja," sagði Löw. Hann segir líka að nýja kerfið sjái til þess að lið þurfi ekki að gera mikið til að eiga enn möguleika í lokaumferðinni. „Lið sem eru bara með eitt stig eftir tvo leiki eiga enn möguleika á því að komast áfram í sextán liða úrslitin. Það er ekki mjög sanngjarnt en svona er þetta bara," sagði Löw. „Við verðum bara að sætta okkur við þetta og nota okkar tíma til að undirbúa okkur fyrir hvaða mótherja sem er," sagði Löw en næsti leikur þýska liðsins er á móti Norður-Írlandi á þriðjudaginn.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjá meira