„Ekki áhugavert fyrir neina fjölskyldu að sjá stjórnmálamanninn étinn upp á bloggsíðum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2016 12:07 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir ekki hægt að hætta við kosningar í haust en greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að ekki sé samstaða innan flokksins um nauðsyn þess að halda kosningar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins hefur meðal annars haldið því sjónarmiði á lofti. Þá hefur forsætisráðherra áhyggjur af því að óvægin gagnrýni í garð stjórnmálamanna fæli fólk frá þátttöku í pólitík. Sigurður Ingi var gestur Páls Magnússonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ítrekaði hann það sem hann hefur reyndar sagt margoft áður, líkt og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðiflokksins, að það verði kosið til Alþingis í haust. Miðstjórn Framsóknarflokksins fundaði í gær og sagði Sigurður Ingi að mikil eindregni og samstaða hefði einkennt fundinn. „Við gengum út sem miklu öflugri flokkur heldur en dagana á undan,“ sagði Sigurður Ingi. Þá sagðist hann aðspurður telja að Sigmundur Davíð ætti sér viðreisnar von í stjórnmálum og að hann myndi styðja formanninn ef hann myndi sækjast eftir því að leiða flokkinn áfram.Sigmundur hefði átt að útskýra málið strax Forsætisráðherra var einnig spurður út í það hvað honum hefði þótt verst við framgöngu Sigmundar Davíðs í tengslum við Panama-skjölin. „Það sem ég held að megi segja, og ég held að Sigmundur hafi gert ágætlega grein fyrir því, að viðbrögðin eftir þetta viðtal hefðu getað verið öll önnur, bæði að upplýsa okkur í flokknum og þjóðina alla,“ sagði Sigurður og bætti við að Sigmundur hefði haldið að hann gæti útskýrt málið fyrir fjölmiðlamönnum eftir á. Það hefði hins vegar ekki skipt neinu máli og því hefði verið miklu betra ef hann hefði komið fram og útskýrt málið strax. Sigurður Ingi telur ekki að Panama-stormurinn hafi fælt fólk frá því að taka þátt í starfi Framsóknarflokksins. Hann hefur hins vegar áhyggjur af því að fólk hafi almennt síður áhuga á að taka þátt í stjórnmálum vegna óvæginnar gagnrýni í garð stjórnmálamanna. „Og þá er ég ekki bara að tala um Framsóknarflokkinn,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði að það væri persónuleg ákvörðun að fara í stjórnmál en sú ákvörðun hefði áhrif á marga, til að mynda fjölskyldu stjórnmálamannsins. „Það er ekki áhugavert fyrir neina fjölskyldu að sjá stjórnmálamanninn étinn upp á bloggsíðum eða í kommentum við fréttir.“ Bætti hann við að það væri mikilvægt að þverskurður þjóðarinnar væri á þingi og því ylli þetta honum áhyggjum. Á þingi mættu ekki bara sitja embættismenn eða fólk sem hefði „alist upp í flokkunum.“ Umræðan gæti hins vegar fælt hæft fólk frá þátttöku í stjórnmálum. Kosningar 2016 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir ekki hægt að hætta við kosningar í haust en greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að ekki sé samstaða innan flokksins um nauðsyn þess að halda kosningar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins hefur meðal annars haldið því sjónarmiði á lofti. Þá hefur forsætisráðherra áhyggjur af því að óvægin gagnrýni í garð stjórnmálamanna fæli fólk frá þátttöku í pólitík. Sigurður Ingi var gestur Páls Magnússonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ítrekaði hann það sem hann hefur reyndar sagt margoft áður, líkt og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðiflokksins, að það verði kosið til Alþingis í haust. Miðstjórn Framsóknarflokksins fundaði í gær og sagði Sigurður Ingi að mikil eindregni og samstaða hefði einkennt fundinn. „Við gengum út sem miklu öflugri flokkur heldur en dagana á undan,“ sagði Sigurður Ingi. Þá sagðist hann aðspurður telja að Sigmundur Davíð ætti sér viðreisnar von í stjórnmálum og að hann myndi styðja formanninn ef hann myndi sækjast eftir því að leiða flokkinn áfram.Sigmundur hefði átt að útskýra málið strax Forsætisráðherra var einnig spurður út í það hvað honum hefði þótt verst við framgöngu Sigmundar Davíðs í tengslum við Panama-skjölin. „Það sem ég held að megi segja, og ég held að Sigmundur hafi gert ágætlega grein fyrir því, að viðbrögðin eftir þetta viðtal hefðu getað verið öll önnur, bæði að upplýsa okkur í flokknum og þjóðina alla,“ sagði Sigurður og bætti við að Sigmundur hefði haldið að hann gæti útskýrt málið fyrir fjölmiðlamönnum eftir á. Það hefði hins vegar ekki skipt neinu máli og því hefði verið miklu betra ef hann hefði komið fram og útskýrt málið strax. Sigurður Ingi telur ekki að Panama-stormurinn hafi fælt fólk frá því að taka þátt í starfi Framsóknarflokksins. Hann hefur hins vegar áhyggjur af því að fólk hafi almennt síður áhuga á að taka þátt í stjórnmálum vegna óvæginnar gagnrýni í garð stjórnmálamanna. „Og þá er ég ekki bara að tala um Framsóknarflokkinn,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði að það væri persónuleg ákvörðun að fara í stjórnmál en sú ákvörðun hefði áhrif á marga, til að mynda fjölskyldu stjórnmálamannsins. „Það er ekki áhugavert fyrir neina fjölskyldu að sjá stjórnmálamanninn étinn upp á bloggsíðum eða í kommentum við fréttir.“ Bætti hann við að það væri mikilvægt að þverskurður þjóðarinnar væri á þingi og því ylli þetta honum áhyggjum. Á þingi mættu ekki bara sitja embættismenn eða fólk sem hefði „alist upp í flokkunum.“ Umræðan gæti hins vegar fælt hæft fólk frá þátttöku í stjórnmálum.
Kosningar 2016 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira