Forsætisráðherra ætlar að standa við orð sín um kosningar í haust Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. júní 2016 18:30 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. vísir/ernir Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, mætti í þáttinn Sprengisand á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann miðstjórnarfund flokksins sem haldinn var í gær. Sigurður Ingi segist ánægður með fundinn og á von á að miðstjórnarfundi haustsins verði flýtt svo hægt verði að endurnýja umboð flokksforystunnar fyrir kosningarnar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins talaði í ræðu sinni á fundinum í gær um væntanlegar kosningar. Virtist sem hann teldi ekki fullvíst að þær verði í haust líkt og forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa sagt. „Hvort sem að kosningarnar verða svo í haust eða síðar þá verðum við reiðubúin,“ sagði Sigmundur Davíð í ræðu sinni. „Það er enginn ágreiningur á milli mín og formanns Framsóknarflokksins um hvernig þetta eigi fram að ganga. Við sjáum öll fyrir okkur í stjórnarflokkunum að ljúka ákveðnum verkefnum. Það hefur gengið ágætlega og að þeim loknum þá verði gengið til kosninga,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir ekki alla sammála því að boða eigi til kosninga í haust. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir. Ekki bara í Framsóknarflokknum heldur í öllum flokkum. Meðal annars þingmenn stjórnarandstöðunnar. Menn hafa bent á að það geti verið óheppilegt, að ef við kjósum héðan í frá alltaf á fjögurra ára fresti, að eitt ár við fjárlagagerð og þing fari í þetta. Við höfum talað um það að það yrði gengið til kosninga þegar við höfum lokið ákveðnum verkefnum og ég sé ekkert breytast í því hvað þetta varðar. Það verður þá bara að rétta kúrsinn á næsta kjörtímabili,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir hann hafa sagt að Alþingiskosningar verði í haust og hann sé vanur að standa við orð sín. Kosningar 2016 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, mætti í þáttinn Sprengisand á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann miðstjórnarfund flokksins sem haldinn var í gær. Sigurður Ingi segist ánægður með fundinn og á von á að miðstjórnarfundi haustsins verði flýtt svo hægt verði að endurnýja umboð flokksforystunnar fyrir kosningarnar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins talaði í ræðu sinni á fundinum í gær um væntanlegar kosningar. Virtist sem hann teldi ekki fullvíst að þær verði í haust líkt og forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa sagt. „Hvort sem að kosningarnar verða svo í haust eða síðar þá verðum við reiðubúin,“ sagði Sigmundur Davíð í ræðu sinni. „Það er enginn ágreiningur á milli mín og formanns Framsóknarflokksins um hvernig þetta eigi fram að ganga. Við sjáum öll fyrir okkur í stjórnarflokkunum að ljúka ákveðnum verkefnum. Það hefur gengið ágætlega og að þeim loknum þá verði gengið til kosninga,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir ekki alla sammála því að boða eigi til kosninga í haust. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir. Ekki bara í Framsóknarflokknum heldur í öllum flokkum. Meðal annars þingmenn stjórnarandstöðunnar. Menn hafa bent á að það geti verið óheppilegt, að ef við kjósum héðan í frá alltaf á fjögurra ára fresti, að eitt ár við fjárlagagerð og þing fari í þetta. Við höfum talað um það að það yrði gengið til kosninga þegar við höfum lokið ákveðnum verkefnum og ég sé ekkert breytast í því hvað þetta varðar. Það verður þá bara að rétta kúrsinn á næsta kjörtímabili,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir hann hafa sagt að Alþingiskosningar verði í haust og hann sé vanur að standa við orð sín.
Kosningar 2016 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira