Leiðin til Bessastaða: Mikilvægt að kona sé valkostur í kosningum árið 2016 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júní 2016 10:00 Halla Tómasdóttir rekstrarhagfræðingur og forsetaframbjóðandi vill standa fyrir árlegum þjóðfundi nái hún kjöri þar sem þjóðin verði boðið að eiga samtal um stór mál sem hana varða. Hún segir að þjóðin hafi í kjölfar hrunsins búið við neikvæðni og þunga umræðu en nú þurfi að horfa til þess að sameina og sætta. Halla er fjórði forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Vill sjá forseta með framtíðarsýn og skýr grunngildi Í kosningabaráttu sinni hefur Halla sagt að það þurfi móður og fyrirliða á Bessastaði. Hún vill þó ekki meina að hún sé með þessu að segja að það eigi að kjósa hana af því að hún er kona. „Ég held að fólk eigi að velja sér góða manneskju og ég held að það skipti máli hvaða gildismat ræður för á Bessastöðum eins og annars staðar í okkar samfélagi. Ég veit það af rannsóknum og reynslu að það koma oft aðrar áherslur með konum. En ég er ekki að segja að konur séu betri eða verri. Ég er að segja að samfélag þar sem að konur og karlar láta bæði til sín taka í meira jafnvægi er sterkara samfélag,“ segir Halla og bætir við að hún vilji sjá forseta með framtíðarsýn og skýr grunngildi. „Ég vil sjá forseta sem hefur hugrekki til þess að horfa til framtíðar og leiða umbreytingar sem eru löngu þarfar og tímabærar í okkar samfélagi.“„Hefðum gott af mýkri áherslum og meiri hlýju“ Að mati Höllu hefur þjóðin ekki tekist á við tilfinninalega áfallið sem fylgdi hruninu 2008 og telur hún að tími sé kominn til þess að fara að huga að því. Hún vill hins vegar ekki meina að kona sé færari en karl til að leiða þjóðina í gegnum það. „Nei, ég held það hafi kannski meira að gera með grunngildismatið heldur en allt annað en ég held allavega að við hefðum gott af mýkri áherslum og meiri hlýju, uppbyggilegri umræðu og minna af umræðu um fortíðina en draga þó lærdóm af henni og horfa til framtíðar,“ segir Halla og bætir við að hún telji mikilvægt að kona sé valkostur í kosningum árið 2016. „Við erum nokkrar og ég fagna því þannig að ég ætla ekki að segja að það skipti ekki máli en ég held að við séum fyrst og fremst að velja manneskju.“Viðtalið við Höllu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: „Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“ Það fyrsta sem Elísabet Jökulsdóttir myndi gera ef hún yrði kosin forseti væri að horfa til himins. Síðan myndi hún fara að huga að innsetningarræðu sinni en innsetning forseta fer fram á Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 7. júní 2016 15:15 Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00 Leiðin til Bessastaða: „Stend við allar þær yfirlýsingar sem ég hef gefið“ Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi myndi byrja á því að afsala sér launum forseta nái hann kjöri í kosningunum þann 25. júní næstkomandi. 8. júní 2016 15:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Halla Tómasdóttir rekstrarhagfræðingur og forsetaframbjóðandi vill standa fyrir árlegum þjóðfundi nái hún kjöri þar sem þjóðin verði boðið að eiga samtal um stór mál sem hana varða. Hún segir að þjóðin hafi í kjölfar hrunsins búið við neikvæðni og þunga umræðu en nú þurfi að horfa til þess að sameina og sætta. Halla er fjórði forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Vill sjá forseta með framtíðarsýn og skýr grunngildi Í kosningabaráttu sinni hefur Halla sagt að það þurfi móður og fyrirliða á Bessastaði. Hún vill þó ekki meina að hún sé með þessu að segja að það eigi að kjósa hana af því að hún er kona. „Ég held að fólk eigi að velja sér góða manneskju og ég held að það skipti máli hvaða gildismat ræður för á Bessastöðum eins og annars staðar í okkar samfélagi. Ég veit það af rannsóknum og reynslu að það koma oft aðrar áherslur með konum. En ég er ekki að segja að konur séu betri eða verri. Ég er að segja að samfélag þar sem að konur og karlar láta bæði til sín taka í meira jafnvægi er sterkara samfélag,“ segir Halla og bætir við að hún vilji sjá forseta með framtíðarsýn og skýr grunngildi. „Ég vil sjá forseta sem hefur hugrekki til þess að horfa til framtíðar og leiða umbreytingar sem eru löngu þarfar og tímabærar í okkar samfélagi.“„Hefðum gott af mýkri áherslum og meiri hlýju“ Að mati Höllu hefur þjóðin ekki tekist á við tilfinninalega áfallið sem fylgdi hruninu 2008 og telur hún að tími sé kominn til þess að fara að huga að því. Hún vill hins vegar ekki meina að kona sé færari en karl til að leiða þjóðina í gegnum það. „Nei, ég held það hafi kannski meira að gera með grunngildismatið heldur en allt annað en ég held allavega að við hefðum gott af mýkri áherslum og meiri hlýju, uppbyggilegri umræðu og minna af umræðu um fortíðina en draga þó lærdóm af henni og horfa til framtíðar,“ segir Halla og bætir við að hún telji mikilvægt að kona sé valkostur í kosningum árið 2016. „Við erum nokkrar og ég fagna því þannig að ég ætla ekki að segja að það skipti ekki máli en ég held að við séum fyrst og fremst að velja manneskju.“Viðtalið við Höllu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: „Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“ Það fyrsta sem Elísabet Jökulsdóttir myndi gera ef hún yrði kosin forseti væri að horfa til himins. Síðan myndi hún fara að huga að innsetningarræðu sinni en innsetning forseta fer fram á Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 7. júní 2016 15:15 Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00 Leiðin til Bessastaða: „Stend við allar þær yfirlýsingar sem ég hef gefið“ Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi myndi byrja á því að afsala sér launum forseta nái hann kjöri í kosningunum þann 25. júní næstkomandi. 8. júní 2016 15:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Leiðin til Bessastaða: „Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“ Það fyrsta sem Elísabet Jökulsdóttir myndi gera ef hún yrði kosin forseti væri að horfa til himins. Síðan myndi hún fara að huga að innsetningarræðu sinni en innsetning forseta fer fram á Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 7. júní 2016 15:15
Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00
Leiðin til Bessastaða: „Stend við allar þær yfirlýsingar sem ég hef gefið“ Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi myndi byrja á því að afsala sér launum forseta nái hann kjöri í kosningunum þann 25. júní næstkomandi. 8. júní 2016 15:00