Fyrirheit um fríar máltíðir Ívar Halldórsson skrifar 30. maí 2016 12:58 Ég ætlaði að skrifa grein um allt annað. En þegar ég sat enn einu sinni svangur uppi með aðeins hluta af matnum í grunsamlega léttum (eftir á að hyggja) "take-away" pokanum, sem ég pantaði frá matsölustað, breyttist sú áætlun fljótt. Ég og fjölskyldan pöntum oft mat til að taka með okkur heim. Stundum á helgarkvöldi langar okkur í góðan skyndibitamat; kjúkling, tacos eða pítu. Það er mjög kósí að sitja saman á fallegu kvöldi og spjalla saman um heima og geima yfir góðum bita. En skjótt skipast oft veður í lofti þegar tekið er upp úr pokunum og það kemur í ljós að eitthvað vantar. Í sannleika sagt þá er það því miður oftar en ekki sem starfsfólk gleymir að setja eitthvað af því sem við greiðum fyrir í pokann. Ég ætla meira að segja að leyfa mér að segja að á vissum stöðum er það algjör undantekning ef allur keyptur matur skilar sér í pokann. Þá er ósjaldan sem umræðurnar yfir matnum snúast um kæru- og metnaðarleysi starfsmanna, slæma þjálfun þeirra, auk þess sem góður tími fer í að reyna að kæta þann fjölskyldumeðlim sem varð út undan og fékk ekki fulla máltíð. Við hefðum mun frekar vilja ræða um skemmtilegar upplifanir úr daglegu lífi, kvikmyndir, tónlist eða krúttlega ketti – trúðu mér! Það er erfitt að kenna gömlum hundi eins og mér að sitja þegar kemur að því að vilja treysta starfsfólki. Ég rek mig aftur og aftur á þá staðreynd að ég sýni augljóslega afgreiðslufólki vissra matsölustaða of mikið traust þegar kemur að því að afhenda mér matvörurnar sem á þeim tímapunkti eru orðnar mín eign. Mig langar alls ekki til að standa fyrir framan starfsfólk með einhvern vantraustssvip sem endurspeglar fyrri vonbrigði, á meðan ég rannsaka, nánast með stækkunargleri, innihald pokans. Frekar vil ég bara brosa og þakka fyrir mig í góðu trausti á að starfsfólkinu sé umhugað um að ég sé sáttur - en ekki svikinn. Starfsmenn mættu átta sig á að eftir 10-20 mínútna umræður um hvað fjölskyldan vill borða, 40 mínútna ferðalag til að nálgast matinn og bíða eftir honum og keyra aftur með hann heim eftir langan vinnudag, þá eru vonbrigði það síðasta sem fjölskyldan vill upplifa. Þá skiptir ekki máli lengur hversu frábær maturinn er, því að góða stemmningin er horfin og þeir sem urðu út undan eru komnir með beiskjubragð í társaltan munninn. Það er mesti misskilningur að „þú-átt-bara-inni-máltíð-hjá-okkur-þegar-þú-kemur-næst“-spilið sé einhver töfralausn til að kæta svikinn kaupanda. Sú trú að viðskiptavinur sé bara hress með fýluferð af því að hann fær þá eitthvað frítt er falstrú ein. Það þyrfti að telja bæði á fingrum og tám (og hugsanlega þyrfti að fá lánaðar fleiri fingur og tær úr fjölskyldunni) til að koma tölu á þau skipti sem sami staðurinn hefur boðið okkur fjölskyldunni „ókeypis“ matarinneign vegna einhvers kæruleysislegs klúðurs. Virka ég sæll og glaður með það? Ef þetta á að vera einhver "out-of-the-box" viðskiptahugmynd þá er hún slæm. Ég fullyrði að veitingastaðir græða engan veginn á þessu „2 fyrir 1“ fýluferðaprógrami sínu. Ég ætla ekki að nefna þá staði sem standa sig hvað verst (læt vísbendingar í textanum nægja) - þótt ég ætti kannski að gera það. En það er líklega óþarfi, því þið vitið jafn vel og ég hvaða staðir þetta eru. Veitingastaðirnir sem standa sig verst eru hvort eð er pottþétt meðvitaðir um síendurtekin klúður sín – enda eru matarinneignarbækurnar þeirra, sem fullar eru af fyrirheitum um fríar máltíðir, væntanlega þéttskrifaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Ég ætlaði að skrifa grein um allt annað. En þegar ég sat enn einu sinni svangur uppi með aðeins hluta af matnum í grunsamlega léttum (eftir á að hyggja) "take-away" pokanum, sem ég pantaði frá matsölustað, breyttist sú áætlun fljótt. Ég og fjölskyldan pöntum oft mat til að taka með okkur heim. Stundum á helgarkvöldi langar okkur í góðan skyndibitamat; kjúkling, tacos eða pítu. Það er mjög kósí að sitja saman á fallegu kvöldi og spjalla saman um heima og geima yfir góðum bita. En skjótt skipast oft veður í lofti þegar tekið er upp úr pokunum og það kemur í ljós að eitthvað vantar. Í sannleika sagt þá er það því miður oftar en ekki sem starfsfólk gleymir að setja eitthvað af því sem við greiðum fyrir í pokann. Ég ætla meira að segja að leyfa mér að segja að á vissum stöðum er það algjör undantekning ef allur keyptur matur skilar sér í pokann. Þá er ósjaldan sem umræðurnar yfir matnum snúast um kæru- og metnaðarleysi starfsmanna, slæma þjálfun þeirra, auk þess sem góður tími fer í að reyna að kæta þann fjölskyldumeðlim sem varð út undan og fékk ekki fulla máltíð. Við hefðum mun frekar vilja ræða um skemmtilegar upplifanir úr daglegu lífi, kvikmyndir, tónlist eða krúttlega ketti – trúðu mér! Það er erfitt að kenna gömlum hundi eins og mér að sitja þegar kemur að því að vilja treysta starfsfólki. Ég rek mig aftur og aftur á þá staðreynd að ég sýni augljóslega afgreiðslufólki vissra matsölustaða of mikið traust þegar kemur að því að afhenda mér matvörurnar sem á þeim tímapunkti eru orðnar mín eign. Mig langar alls ekki til að standa fyrir framan starfsfólk með einhvern vantraustssvip sem endurspeglar fyrri vonbrigði, á meðan ég rannsaka, nánast með stækkunargleri, innihald pokans. Frekar vil ég bara brosa og þakka fyrir mig í góðu trausti á að starfsfólkinu sé umhugað um að ég sé sáttur - en ekki svikinn. Starfsmenn mættu átta sig á að eftir 10-20 mínútna umræður um hvað fjölskyldan vill borða, 40 mínútna ferðalag til að nálgast matinn og bíða eftir honum og keyra aftur með hann heim eftir langan vinnudag, þá eru vonbrigði það síðasta sem fjölskyldan vill upplifa. Þá skiptir ekki máli lengur hversu frábær maturinn er, því að góða stemmningin er horfin og þeir sem urðu út undan eru komnir með beiskjubragð í társaltan munninn. Það er mesti misskilningur að „þú-átt-bara-inni-máltíð-hjá-okkur-þegar-þú-kemur-næst“-spilið sé einhver töfralausn til að kæta svikinn kaupanda. Sú trú að viðskiptavinur sé bara hress með fýluferð af því að hann fær þá eitthvað frítt er falstrú ein. Það þyrfti að telja bæði á fingrum og tám (og hugsanlega þyrfti að fá lánaðar fleiri fingur og tær úr fjölskyldunni) til að koma tölu á þau skipti sem sami staðurinn hefur boðið okkur fjölskyldunni „ókeypis“ matarinneign vegna einhvers kæruleysislegs klúðurs. Virka ég sæll og glaður með það? Ef þetta á að vera einhver "out-of-the-box" viðskiptahugmynd þá er hún slæm. Ég fullyrði að veitingastaðir græða engan veginn á þessu „2 fyrir 1“ fýluferðaprógrami sínu. Ég ætla ekki að nefna þá staði sem standa sig hvað verst (læt vísbendingar í textanum nægja) - þótt ég ætti kannski að gera það. En það er líklega óþarfi, því þið vitið jafn vel og ég hvaða staðir þetta eru. Veitingastaðirnir sem standa sig verst eru hvort eð er pottþétt meðvitaðir um síendurtekin klúður sín – enda eru matarinneignarbækurnar þeirra, sem fullar eru af fyrirheitum um fríar máltíðir, væntanlega þéttskrifaðar.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun