Mikilvægt hlutverk dagforeldra Skúli Helgason skrifar 31. maí 2016 07:00 Inga Hanna Dagbjartsdóttir, fulltrúi í Barninu, félagi dagforeldra í Reykjavík, skrifar mér opið bréf sem birtist í Fréttablaðinu þann 14. maí síðastliðinn. Í bréfinu bregst Inga við grein sem ég birti hér í blaðinu á dögunum þar sem ég kynnti áform meirihluta Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata um að bjóða yngri börnum leikskólavist. Núgildandi reglur hafa kveðið á um að öll börn komist á leikskóla árið sem þau verða tveggja ára en nú munum við bjóða öllum börnum sem verða 18 mánaða eða eldri í ágúst leikskólapláss.Orð og efndir Þessi áform ættu ekki að koma Ingu eða öðrum á óvart. Það var stefnumál Samfylkingarinnar í síðustu kosningum, sem var vel kynnt í ræðu og riti, að við vildum bjóða yngri börnum inn á leikskólana í áföngum með það að markmiði að börn hefji leikskólanám í síðasta lagi haustið sem þau verða 18 mánaða. Þau fyrirheit verða nú að veruleika í haust. Það er mikilvægur áfangi á þeirri leið að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla en um það segir einmitt í samstarfsyfirlýsingu meirihlutans sem lýsir þeim fyrirheitum sem við viljum efna á kjörtímabilinu: „Áætlun verði unnin um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og viðræður teknar upp við ríkisstjórn og Alþingi um að ná því markmiði.“ Samstarfsyfirlýsingin var opinberuð þann 11. júní 2014 þegar meirihlutinn var kynntur til sögunnar.Brúum bilið Starfshópur um brúarsmíðina dró fram sviðsmyndir í fyrra um mismunandi leiðir til að efla leikskólaþjónustu við yngri börn. Næsti áfangi þeirrar vinnu verður að útfæra nánar raunhæfa valkosti í stöðunni og hefur borgarráð nú skipað stýrihóp með fulltrúum allra flokka sem mun einhenda sér í það verkefni. Reikna má með fyrstu niðurstöðum þeirrar vinnu fyrir áramót. Inga segir dagforeldra ítrekað hafa krafið borgina um hærri niðurgreiðslur til foreldra með börn sín hjá dagforeldrum en ætíð fengið þau svör að peningar séu ekki til. Þetta er ekki rétt því þessar niðurgreiðslur hækkuðu verulega árið 2014 og hafa hækkað samtals um rúm 12 prósent sl. tvö ár. Mikilvægt er að skoða vandlega samhengið á milli gjaldskráa leikskóla og dagforeldra með það fyrir augum að minnka þann mun sem lengi hefur verið á milli þessara gjalda. Ég mun beita mér fyrir því að það verði rýnt vandlega í stýrihópnum á næstunni.Mikilvægt hlutverk dagforeldra Í nýrri viðhorfskönnun meðal foreldra barna hjá dagforeldrum kemur fram að 57% hefðu frekar viljað leikskóla, 25% vildu frekar dagforeldri og 18% tóku ekki afstöðu. 59% vildu að leikskóladvöl barna hæfist á aldrinum 12-18 mánaða. Þessar niðurstöður eru skýr vísbending um að áform okkar eru í samræmi við vilja meirihluta foreldra með ung börn. Ég tel þó afar mikilvægt að foreldrar hafi áfram val og margir ungbarnaforeldrar kjósa frekar dagforeldra fyrir börn sín, þar sem áhersla er lögð á persónulega þjónustu í heimilislegu umhverfi. Við viljum tryggja gæði þjónustunnar og í fyrra voru skilgreind gæðaviðmið hennar í samráði við dagforeldra. Við munum leggja áherslu á gott samráð við dagforeldra varðandi áformin sem fram undan eru og bjóða fulltrúum þeirra til funda á næstunni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skúli Helgason Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Inga Hanna Dagbjartsdóttir, fulltrúi í Barninu, félagi dagforeldra í Reykjavík, skrifar mér opið bréf sem birtist í Fréttablaðinu þann 14. maí síðastliðinn. Í bréfinu bregst Inga við grein sem ég birti hér í blaðinu á dögunum þar sem ég kynnti áform meirihluta Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata um að bjóða yngri börnum leikskólavist. Núgildandi reglur hafa kveðið á um að öll börn komist á leikskóla árið sem þau verða tveggja ára en nú munum við bjóða öllum börnum sem verða 18 mánaða eða eldri í ágúst leikskólapláss.Orð og efndir Þessi áform ættu ekki að koma Ingu eða öðrum á óvart. Það var stefnumál Samfylkingarinnar í síðustu kosningum, sem var vel kynnt í ræðu og riti, að við vildum bjóða yngri börnum inn á leikskólana í áföngum með það að markmiði að börn hefji leikskólanám í síðasta lagi haustið sem þau verða 18 mánaða. Þau fyrirheit verða nú að veruleika í haust. Það er mikilvægur áfangi á þeirri leið að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla en um það segir einmitt í samstarfsyfirlýsingu meirihlutans sem lýsir þeim fyrirheitum sem við viljum efna á kjörtímabilinu: „Áætlun verði unnin um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og viðræður teknar upp við ríkisstjórn og Alþingi um að ná því markmiði.“ Samstarfsyfirlýsingin var opinberuð þann 11. júní 2014 þegar meirihlutinn var kynntur til sögunnar.Brúum bilið Starfshópur um brúarsmíðina dró fram sviðsmyndir í fyrra um mismunandi leiðir til að efla leikskólaþjónustu við yngri börn. Næsti áfangi þeirrar vinnu verður að útfæra nánar raunhæfa valkosti í stöðunni og hefur borgarráð nú skipað stýrihóp með fulltrúum allra flokka sem mun einhenda sér í það verkefni. Reikna má með fyrstu niðurstöðum þeirrar vinnu fyrir áramót. Inga segir dagforeldra ítrekað hafa krafið borgina um hærri niðurgreiðslur til foreldra með börn sín hjá dagforeldrum en ætíð fengið þau svör að peningar séu ekki til. Þetta er ekki rétt því þessar niðurgreiðslur hækkuðu verulega árið 2014 og hafa hækkað samtals um rúm 12 prósent sl. tvö ár. Mikilvægt er að skoða vandlega samhengið á milli gjaldskráa leikskóla og dagforeldra með það fyrir augum að minnka þann mun sem lengi hefur verið á milli þessara gjalda. Ég mun beita mér fyrir því að það verði rýnt vandlega í stýrihópnum á næstunni.Mikilvægt hlutverk dagforeldra Í nýrri viðhorfskönnun meðal foreldra barna hjá dagforeldrum kemur fram að 57% hefðu frekar viljað leikskóla, 25% vildu frekar dagforeldri og 18% tóku ekki afstöðu. 59% vildu að leikskóladvöl barna hæfist á aldrinum 12-18 mánaða. Þessar niðurstöður eru skýr vísbending um að áform okkar eru í samræmi við vilja meirihluta foreldra með ung börn. Ég tel þó afar mikilvægt að foreldrar hafi áfram val og margir ungbarnaforeldrar kjósa frekar dagforeldra fyrir börn sín, þar sem áhersla er lögð á persónulega þjónustu í heimilislegu umhverfi. Við viljum tryggja gæði þjónustunnar og í fyrra voru skilgreind gæðaviðmið hennar í samráði við dagforeldra. Við munum leggja áherslu á gott samráð við dagforeldra varðandi áformin sem fram undan eru og bjóða fulltrúum þeirra til funda á næstunni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun