Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. maí 2016 15:58 Sigurður Ingi Jóhannsson vísir/valli „Ég hef lýst því yfir að ég mun ekki bjóða mig fram gegn sitjandi formanni og það hefur ekkert breyst,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, aðspurður hvort hann ætli að gefa kost á sér sem formaður flokksins komi til formannskjörs á flokksþingi fyrir þingkosningar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, greindi frá því í gær að hann hefði hug á því að halda áfram sem formaður flokksins og þannig leiða hann í næstu þingkosningum. Í Fréttablaðinu í morgun sögðu hins vegar tveir framámenn í Framsóknarflokknum að þeir vildu gjarnan sjá Sigurð Inga sem næsta formann flokksins.Svo hvað ef að Sigmundur Davíð hættir hins vegar við þau áform sín að halda áfram sem formaður, hvað gerir varaformaðurinn þá? „Þá hef ég þá skoðun að núna er ég í ákveðnum verkefnum, ég einbeiti mér að þeim. Þegar kemur að því á einhverju flokksþingi og önnur staða er uppi og kosningar í nánd þá tekur maður þá ákvörðun en núna er ég bara ekkert að hugsa um þau mál,“ segir Sigurður Ingi. Miðstjórnarfundur verður haldinn hjá Framsóknarflokknum í byrjun júní og býst Sigurður Ingi við að þá verði rætt hvort og hvenær flokksþing verður haldið þó ekki sé formlega gert ráð fyrir því að ákvörðun um flokksþing verði tekin þá.Stefnt að þingkosningum í haust Sigurður Ingi segist telja það skynsamlegast að halda flokksþing í aðdraganda kosninga til að klára stefnumótun fyrir næsta kjörtímabil, óháð því hvort til standi að kjósa um nýja forystu. Sigmundur Davíð viðraði þá skoðun sína í gær að honum hugnaðist það ekki endilega að kosið yrði til þings í haust eins og þeir Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hafa boðað. Aðspurður um þessi orð Sigmundar og það hvort hafi eitthvað hafi breyst í þeim efnum að kosið verði í haust segir Sigurður Ingi: „Eins og við forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðum við myndun ríkisstjórnarinnar að að því gefnu að mál gangi fram með eðlilegum hætti í þinginu og við náum að ljúka þeim mikilvægu málum sem stefnt er að að þá verði boðað til kosninga og það stendur. Það er hins vegar ljóst bæði innan þingflokks Framsóknarflokksins og annarra flokka eru skiptar skoðanir eru um það.“Segja þingstörfin ganga vel Forsætisráðherra segir í þessu samhengi að honum finnist þingstörfin ganga fínt þessa dagana. „Það er margt sem bendir til þess að menn séu bara að einbeita sér að því að ljúka þeim verkefnum sem um hefur verið rætt,“ segir Sigurður Ingi. Þetta er í samræmi við orð Bjarna á þingi í dag þar sem hann var spurður út í orð Sigmundar Davíðs um kosningarnar í haust. Sagði Bjarni að það væri stefnt að kosningum í haust en tók það jafnframt fram að það væru skiptar skoðanir um það. Þá tók hann undir orð Helga Hjörvar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem spurði út í fyrirhugaðar kosningar, um að þingstörfin gangi vel. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þarf að endurheimta traust flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins. 23. maí 2016 07:00 Sigmundur Davíð telur ekkert liggja á kosningum í haust Sigmundur leggur áherslu á að stóru málin klárist. 22. maí 2016 11:53 Vill verða forsætisráðherra á ný Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur ekki velt því fyrir sér að hætta í pólitík vegna Wintris-málsins. 23. maí 2016 10:45 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
„Ég hef lýst því yfir að ég mun ekki bjóða mig fram gegn sitjandi formanni og það hefur ekkert breyst,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, aðspurður hvort hann ætli að gefa kost á sér sem formaður flokksins komi til formannskjörs á flokksþingi fyrir þingkosningar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, greindi frá því í gær að hann hefði hug á því að halda áfram sem formaður flokksins og þannig leiða hann í næstu þingkosningum. Í Fréttablaðinu í morgun sögðu hins vegar tveir framámenn í Framsóknarflokknum að þeir vildu gjarnan sjá Sigurð Inga sem næsta formann flokksins.Svo hvað ef að Sigmundur Davíð hættir hins vegar við þau áform sín að halda áfram sem formaður, hvað gerir varaformaðurinn þá? „Þá hef ég þá skoðun að núna er ég í ákveðnum verkefnum, ég einbeiti mér að þeim. Þegar kemur að því á einhverju flokksþingi og önnur staða er uppi og kosningar í nánd þá tekur maður þá ákvörðun en núna er ég bara ekkert að hugsa um þau mál,“ segir Sigurður Ingi. Miðstjórnarfundur verður haldinn hjá Framsóknarflokknum í byrjun júní og býst Sigurður Ingi við að þá verði rætt hvort og hvenær flokksþing verður haldið þó ekki sé formlega gert ráð fyrir því að ákvörðun um flokksþing verði tekin þá.Stefnt að þingkosningum í haust Sigurður Ingi segist telja það skynsamlegast að halda flokksþing í aðdraganda kosninga til að klára stefnumótun fyrir næsta kjörtímabil, óháð því hvort til standi að kjósa um nýja forystu. Sigmundur Davíð viðraði þá skoðun sína í gær að honum hugnaðist það ekki endilega að kosið yrði til þings í haust eins og þeir Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hafa boðað. Aðspurður um þessi orð Sigmundar og það hvort hafi eitthvað hafi breyst í þeim efnum að kosið verði í haust segir Sigurður Ingi: „Eins og við forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðum við myndun ríkisstjórnarinnar að að því gefnu að mál gangi fram með eðlilegum hætti í þinginu og við náum að ljúka þeim mikilvægu málum sem stefnt er að að þá verði boðað til kosninga og það stendur. Það er hins vegar ljóst bæði innan þingflokks Framsóknarflokksins og annarra flokka eru skiptar skoðanir eru um það.“Segja þingstörfin ganga vel Forsætisráðherra segir í þessu samhengi að honum finnist þingstörfin ganga fínt þessa dagana. „Það er margt sem bendir til þess að menn séu bara að einbeita sér að því að ljúka þeim verkefnum sem um hefur verið rætt,“ segir Sigurður Ingi. Þetta er í samræmi við orð Bjarna á þingi í dag þar sem hann var spurður út í orð Sigmundar Davíðs um kosningarnar í haust. Sagði Bjarni að það væri stefnt að kosningum í haust en tók það jafnframt fram að það væru skiptar skoðanir um það. Þá tók hann undir orð Helga Hjörvar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem spurði út í fyrirhugaðar kosningar, um að þingstörfin gangi vel.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þarf að endurheimta traust flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins. 23. maí 2016 07:00 Sigmundur Davíð telur ekkert liggja á kosningum í haust Sigmundur leggur áherslu á að stóru málin klárist. 22. maí 2016 11:53 Vill verða forsætisráðherra á ný Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur ekki velt því fyrir sér að hætta í pólitík vegna Wintris-málsins. 23. maí 2016 10:45 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Þarf að endurheimta traust flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins. 23. maí 2016 07:00
Sigmundur Davíð telur ekkert liggja á kosningum í haust Sigmundur leggur áherslu á að stóru málin klárist. 22. maí 2016 11:53
Vill verða forsætisráðherra á ný Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur ekki velt því fyrir sér að hætta í pólitík vegna Wintris-málsins. 23. maí 2016 10:45