Þúsund manns á dag þurfa að skipta um skoðun svo Davíð leggi Guðna að velli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. maí 2016 15:00 Guðni Th. Jóhannesson hefur afar gott forskot í kosningunum eins og staðan er í dag. Enn eru þó 30 dagar til kosninga. Vísir Guðni Th. Jóhannesson mælist með 57 prósent fylgi í tveimur skoðakönnunum sem stuðningsmenn hans annars vegar og stuðningsmenn Davíðs Oddssonar hins vegar hafa látið framkvæma fyrir sig. Davíð mælist með 22 prósent fylgi í báðum könnunum. Munurinn er 35 prósentustig þegar þrjátíu dagar eru í að landsmenn ganga til kosninga. Um 249 þúsund Íslendingar eru á kjörskrá fyrir forsetakosningarnar. Kjörsókn var tæplega 70 prósent í forsetakosningunum árið 2012 og 63 prósent í kosningunum 2004. Í kosningunum 1996, þegar Ólafur Ragnar Grímsson var fyrst kjörinn forseti, var kosningaþátttaka tæplega 86 prósent. Ólafur Ragnar var endurkjörinn árið 2000 og 2008 án kosninga.Andri Snær Magnason er með 11-12 prósent fylgi samkvæmt nýjustu könnunum.Vísir/ValliErfitt er að spá fyrir um nákvæmlega hver þátttaka verður í kosningunum í ár. Ekki er ólíklegt að þátttakan verði einhvers staðar á fyrrnefndu bili. Sé farinn millivegur mætti reikna með kosningaþátttöku í kringum 75 prósent sem svarar til um 187 þúsund manns. Ef miðað er við að 187 þúsund manns gangi að kjörborðinu þá svarar 35 prósentustigamunurinn í dag til rúmlega 65 þúsund manns. Helmingurinn af þessum 65 þúsund manns þyrfti því að fara af „Guðna-vagninum“ yfir á „Davíðs-vagninn“ á næstu 30 dögum, þ.e. skipta um skoðun fyrir kjördaginn þann 25. júní. Það svarar til rúmlega eitt þúsund manns á dag sem þyrftu að skipta um skoðun og kjósa Davíð í stað Guðna þann 25. júní.Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi.Augljóslega þurfa enn fleiri að hætta við að kjósa Guðna og greiða öðrum forsetaframbjóðendum atkvæði svo að einhver annar en Guðni eða Davíð verði næsti forseti Íslands. Þá gætu stuðningsmenn hinna sömu einnig skipt um skoðun áður en yfir líkur en þau atkvæði sem ekki lenda hjá Davíð eða Guðna, samkvæmt nýjustu könnunum, eru 21 prósent. Í þessum pælingum að ofan, sem ætlað er að setja stöðuna í kapphlaupinu um forsetaembættið samkvæmt könnunum í samhengi, er ekki tekið tillit til þess að töluverður fjöldi verður búinn að greiða atkvæði fyrir 25. júní. Í kosningunum árið 2012 voru atkvæði utan kjörfundar rúmlega 23 prósent sem var óvenjuhátt hlutfall. Reikna má með því að vegna Evrópumótsins í Frakklandi þar sem reikna má með því að 15-20 þúsund Íslendingar verða staddir að hlutfall atkvæða utan kjörfundar í ár verði aftur nokkuð hátt. Síðasti leikur Íslands í riðlakeppninni er þó 22. júní og því verður stór hluti að öllum líkindum kominn til landsins 25. júní. Fróðlegt verður að sjá hvernig fram vindur en leikar gætu farið að æsast en fyrstu kappræður forsetaefna í sjónvarpi verða í opinni dagskrá á Stöð 2 strax að loknum fréttum. Kappræðurnar verða einnig í beinni útsendingu á Vísi, strax að loknum kvöldfréttum. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson mælist með 57 prósent fylgi í tveimur skoðakönnunum sem stuðningsmenn hans annars vegar og stuðningsmenn Davíðs Oddssonar hins vegar hafa látið framkvæma fyrir sig. Davíð mælist með 22 prósent fylgi í báðum könnunum. Munurinn er 35 prósentustig þegar þrjátíu dagar eru í að landsmenn ganga til kosninga. Um 249 þúsund Íslendingar eru á kjörskrá fyrir forsetakosningarnar. Kjörsókn var tæplega 70 prósent í forsetakosningunum árið 2012 og 63 prósent í kosningunum 2004. Í kosningunum 1996, þegar Ólafur Ragnar Grímsson var fyrst kjörinn forseti, var kosningaþátttaka tæplega 86 prósent. Ólafur Ragnar var endurkjörinn árið 2000 og 2008 án kosninga.Andri Snær Magnason er með 11-12 prósent fylgi samkvæmt nýjustu könnunum.Vísir/ValliErfitt er að spá fyrir um nákvæmlega hver þátttaka verður í kosningunum í ár. Ekki er ólíklegt að þátttakan verði einhvers staðar á fyrrnefndu bili. Sé farinn millivegur mætti reikna með kosningaþátttöku í kringum 75 prósent sem svarar til um 187 þúsund manns. Ef miðað er við að 187 þúsund manns gangi að kjörborðinu þá svarar 35 prósentustigamunurinn í dag til rúmlega 65 þúsund manns. Helmingurinn af þessum 65 þúsund manns þyrfti því að fara af „Guðna-vagninum“ yfir á „Davíðs-vagninn“ á næstu 30 dögum, þ.e. skipta um skoðun fyrir kjördaginn þann 25. júní. Það svarar til rúmlega eitt þúsund manns á dag sem þyrftu að skipta um skoðun og kjósa Davíð í stað Guðna þann 25. júní.Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi.Augljóslega þurfa enn fleiri að hætta við að kjósa Guðna og greiða öðrum forsetaframbjóðendum atkvæði svo að einhver annar en Guðni eða Davíð verði næsti forseti Íslands. Þá gætu stuðningsmenn hinna sömu einnig skipt um skoðun áður en yfir líkur en þau atkvæði sem ekki lenda hjá Davíð eða Guðna, samkvæmt nýjustu könnunum, eru 21 prósent. Í þessum pælingum að ofan, sem ætlað er að setja stöðuna í kapphlaupinu um forsetaembættið samkvæmt könnunum í samhengi, er ekki tekið tillit til þess að töluverður fjöldi verður búinn að greiða atkvæði fyrir 25. júní. Í kosningunum árið 2012 voru atkvæði utan kjörfundar rúmlega 23 prósent sem var óvenjuhátt hlutfall. Reikna má með því að vegna Evrópumótsins í Frakklandi þar sem reikna má með því að 15-20 þúsund Íslendingar verða staddir að hlutfall atkvæða utan kjörfundar í ár verði aftur nokkuð hátt. Síðasti leikur Íslands í riðlakeppninni er þó 22. júní og því verður stór hluti að öllum líkindum kominn til landsins 25. júní. Fróðlegt verður að sjá hvernig fram vindur en leikar gætu farið að æsast en fyrstu kappræður forsetaefna í sjónvarpi verða í opinni dagskrá á Stöð 2 strax að loknum fréttum. Kappræðurnar verða einnig í beinni útsendingu á Vísi, strax að loknum kvöldfréttum.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels