„Gefið mér töfrapilluna svo ég geti sagt já!“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 26. maí 2016 22:05 Andri Snær Magnason hefur ekki gert upp hug sinn varðandi það hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Vísir/Stöð 2 Forsetaframbjóðendurnir Andri Snær Magnason, Davíð Oddsson, Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir voru spurð í kvöld hver afstaða þeirra væri til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Allir nema Andri Snær sögðust vera á móti því að ganga inn í ESB. Halla og Davíð voru alfarið á móti því en Guðni sagðist vera á móti því eins og staðan hjá ESB væri í dag.Flestir af efstu forsetaframbjóðendunum fjórum voru sammála um að Ísland ætti ekki að fara inn í ESB.Vísir/StefánHalla: Þjóðin myndi hafna ESB í kosninguHalla Tómasdóttir sagði að hún myndi kjósa gegn því að ganga í ESB ef kosið yrði um málið. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé stórt mál sem varðar langtíma hagsmuni þjóðarinnar og það sé rétt að leyfa þjóðinni að kjósa um það mál,“ sagði Halla. „Ég er þeirrar skoðunar að þjóðin myndi hafna því. Ég er þeirrar skoðunar að þetta mál verði klárað svo við séum ekki að rífast um þetta endalaust eins og við erum búin að vera gera í mjög langan tíma. Þá getum við byrjað að skoða aðra valkosti í þeim brýnu vandamálum sem við þurfum að leysa.“Davíð: Eigum ekki að fara inn í brennandi hús„Ég held að það sé rétt hjá Jóni Baldvin að við eigum ekki að vera fara inn í brennandi hús,“ svaraði Davíð þegar hann var spurður að því sama. Hann hefur verið þekktur andstæðingur að ESB aðildar og nýtti því tækifærið til þess að beina spjótum sínum að Guðna. Þá sagði Davíð að hann hefði ekki heyrt betur en að Guðni hefði svarað því í viðtali við Pétur Gunnlaugsson að hann vildi ganga í ESB. Því neitaði Guðni. „Ég er með því að það yrði gerð þjóðaratkvæðagreiðsla um málið,“ sagði Guðni. „Ég myndi vilja fá að sjá hver niðurstaða samningaviðræðna yrði áður en ég myndi ákveða mig.“Guðni: ESB er á miklu umbrotaskeiði núnaÞegar spyrjandi ítrekaði það við Guðna að gefa svar um hvort hann vildi ganga inn í ESB sagði hann; „Ákveði ríkisstjórn Íslands að endurvekja aðilar viðræður þá verður hún að vera einhuga um það og spyrja þjóðina fyrst. Eins og sakir standa núna, þá myndi ég taka undir með Jóni Baldvin og Davíð Oddssyni að það væri ekki skynsamlegt að ganga inn núna. Evrópusambandið er á miklu umbrotaskeiði núna. Sjáum hvað er að gerast í Bretlandi til dæmis. Verður allt annað Evrópusamband til þá? Verður þá til Evrópusamband eins og það var árið 1989 til dæmis þegar mörgum þótti það koma til álykta að íhuga aðild? Eins og sakir standa er ég á móti því.“Andri Snær: Engum tekist að sannfæra mig. Er óákveðinn.Andri Snær var sá eini sem ekki vildi gefa svar um af eða á. „Ég tel að leiðtogar Íslands á síðustu árum hafi talað Evrópu of mikið niður,“ sagði Andri. „Það er okkar gæfa á síðustu 60 árum að hafa lifað friðartíma í Evrópu. Mér hefur þótt leiðtogar okkar rækta of mikið tengsl við ríki sem hafa hugsanlega vafasama undirstöðu í mannréttindamálum og annað slíkt. Ég tel að menn hafi verið of brattir á sama tíma að gagnrýna Evrópu. Forseti Íslands á að styðja Evrópu vel og rækilega og rækta tengslin við hana en það tengist síðan ekki hvort við förum inn í sambandið eða ekki. Þar eigum við tvímælalaust að kjósa um það. Ég hef reynt að mynda mér skoðun í þessum málum þar sem þetta er mjög flókið mál. Ég hef lesið upp í Brussell fyrir börn þar og hitt embættismenn þar og ég segi alltaf við þá; „gefið mér töfrapilluna“ þannig að ég sannfærist og segi „já!“. Það hefur engum tekist að gefa mér hana þannig að ég verð að svara að ég geti ekki svarað þessu fyrir mig persónulega fyrr en ég hef séð djúpa og ígrundaða umræðu í samfélaginu um þetta mál.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þúsund manns á dag þurfa að skipta um skoðun svo Davíð leggi Guðna að velli Guðni hefur 57 prósenta fylgi samkvæmt nýjustu könnunum. Næstur kemur Davíð Oddsson með 22 prósent. 26. maí 2016 15:00 Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27 Vill ákvæði í stjórnarskrá um að karl og kona skiptist á að vera forseti Forsetaframbjóðendur ræddu stjórnarskrána á opnum fundi í dag. 26. maí 2016 13:12 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira
Forsetaframbjóðendurnir Andri Snær Magnason, Davíð Oddsson, Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir voru spurð í kvöld hver afstaða þeirra væri til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Allir nema Andri Snær sögðust vera á móti því að ganga inn í ESB. Halla og Davíð voru alfarið á móti því en Guðni sagðist vera á móti því eins og staðan hjá ESB væri í dag.Flestir af efstu forsetaframbjóðendunum fjórum voru sammála um að Ísland ætti ekki að fara inn í ESB.Vísir/StefánHalla: Þjóðin myndi hafna ESB í kosninguHalla Tómasdóttir sagði að hún myndi kjósa gegn því að ganga í ESB ef kosið yrði um málið. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé stórt mál sem varðar langtíma hagsmuni þjóðarinnar og það sé rétt að leyfa þjóðinni að kjósa um það mál,“ sagði Halla. „Ég er þeirrar skoðunar að þjóðin myndi hafna því. Ég er þeirrar skoðunar að þetta mál verði klárað svo við séum ekki að rífast um þetta endalaust eins og við erum búin að vera gera í mjög langan tíma. Þá getum við byrjað að skoða aðra valkosti í þeim brýnu vandamálum sem við þurfum að leysa.“Davíð: Eigum ekki að fara inn í brennandi hús„Ég held að það sé rétt hjá Jóni Baldvin að við eigum ekki að vera fara inn í brennandi hús,“ svaraði Davíð þegar hann var spurður að því sama. Hann hefur verið þekktur andstæðingur að ESB aðildar og nýtti því tækifærið til þess að beina spjótum sínum að Guðna. Þá sagði Davíð að hann hefði ekki heyrt betur en að Guðni hefði svarað því í viðtali við Pétur Gunnlaugsson að hann vildi ganga í ESB. Því neitaði Guðni. „Ég er með því að það yrði gerð þjóðaratkvæðagreiðsla um málið,“ sagði Guðni. „Ég myndi vilja fá að sjá hver niðurstaða samningaviðræðna yrði áður en ég myndi ákveða mig.“Guðni: ESB er á miklu umbrotaskeiði núnaÞegar spyrjandi ítrekaði það við Guðna að gefa svar um hvort hann vildi ganga inn í ESB sagði hann; „Ákveði ríkisstjórn Íslands að endurvekja aðilar viðræður þá verður hún að vera einhuga um það og spyrja þjóðina fyrst. Eins og sakir standa núna, þá myndi ég taka undir með Jóni Baldvin og Davíð Oddssyni að það væri ekki skynsamlegt að ganga inn núna. Evrópusambandið er á miklu umbrotaskeiði núna. Sjáum hvað er að gerast í Bretlandi til dæmis. Verður allt annað Evrópusamband til þá? Verður þá til Evrópusamband eins og það var árið 1989 til dæmis þegar mörgum þótti það koma til álykta að íhuga aðild? Eins og sakir standa er ég á móti því.“Andri Snær: Engum tekist að sannfæra mig. Er óákveðinn.Andri Snær var sá eini sem ekki vildi gefa svar um af eða á. „Ég tel að leiðtogar Íslands á síðustu árum hafi talað Evrópu of mikið niður,“ sagði Andri. „Það er okkar gæfa á síðustu 60 árum að hafa lifað friðartíma í Evrópu. Mér hefur þótt leiðtogar okkar rækta of mikið tengsl við ríki sem hafa hugsanlega vafasama undirstöðu í mannréttindamálum og annað slíkt. Ég tel að menn hafi verið of brattir á sama tíma að gagnrýna Evrópu. Forseti Íslands á að styðja Evrópu vel og rækilega og rækta tengslin við hana en það tengist síðan ekki hvort við förum inn í sambandið eða ekki. Þar eigum við tvímælalaust að kjósa um það. Ég hef reynt að mynda mér skoðun í þessum málum þar sem þetta er mjög flókið mál. Ég hef lesið upp í Brussell fyrir börn þar og hitt embættismenn þar og ég segi alltaf við þá; „gefið mér töfrapilluna“ þannig að ég sannfærist og segi „já!“. Það hefur engum tekist að gefa mér hana þannig að ég verð að svara að ég geti ekki svarað þessu fyrir mig persónulega fyrr en ég hef séð djúpa og ígrundaða umræðu í samfélaginu um þetta mál.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þúsund manns á dag þurfa að skipta um skoðun svo Davíð leggi Guðna að velli Guðni hefur 57 prósenta fylgi samkvæmt nýjustu könnunum. Næstur kemur Davíð Oddsson með 22 prósent. 26. maí 2016 15:00 Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27 Vill ákvæði í stjórnarskrá um að karl og kona skiptist á að vera forseti Forsetaframbjóðendur ræddu stjórnarskrána á opnum fundi í dag. 26. maí 2016 13:12 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira
Þúsund manns á dag þurfa að skipta um skoðun svo Davíð leggi Guðna að velli Guðni hefur 57 prósenta fylgi samkvæmt nýjustu könnunum. Næstur kemur Davíð Oddsson með 22 prósent. 26. maí 2016 15:00
Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27
Vill ákvæði í stjórnarskrá um að karl og kona skiptist á að vera forseti Forsetaframbjóðendur ræddu stjórnarskrána á opnum fundi í dag. 26. maí 2016 13:12