Arnar Björnsson hitti einn frægasta tennisspilara sögunnar | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2016 19:00 Svíinn Björn Borg er í hópi allra bestu tennisleikara sögunnar og hann varð á sínum fyrstur til að vinna ellefu risatmót í tennis. Björn Borg vann meðal annars Wmbledon-tennismótið fimm ár í röð frá 1976 til 1980 og opna franska meistaramótið fjögur ár í röð frá 1978 til 1981. Á hápunkti ferilsins síns var erfitt að finna frægari íþróttamann í heiminum og að margra mati er hann stærsta íþróttastjarna Norðurlanda fyrr og síðar. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, hitti Björn Borg í dag en hann er nú staddur á Íslandi. Það fór vel á með þeim félögum. Björn Borg er staddur hér á landi til að fylgjast með þrettán ára syni sínum Leo sem er að keppa á Evrópumóti 14 ára og yngri sem fer fram í Kópvogi frá 30. maí til 5. júní. Björn Borg heldur upp á sextugsafmælið sitt 6. júní næstkomandi en bestu ár hans voru á milli áranna 1974 til 1981. Árið 1979 varð hann fyrstur til að vinna sér inn meira en milljón dollara á einu tímabili og hann fékk einnig mikinn pening frá styrktaraðilum á sínum ferli. Björn Borg átti mikinn þátt í að auka vinsældir tennissins á áttunda áratugnum enda sannkölluð stórstjarna. Hann brann hinsvegar hratt út og lagði tennisspaðann á hilluna aðeins 26 ára gamall. Arnar Björnsson ræddi við Björn Borg um ástæður þess að hann er hér á landi en fékk hann líka til að segja sér hver hafi verið eftirminnilegasti leikurinn hans á ferlinum. Það kom kannski ekki mörgum á óvart hvaða leik hann nefndi en það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. Tennis Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Svíinn Björn Borg er í hópi allra bestu tennisleikara sögunnar og hann varð á sínum fyrstur til að vinna ellefu risatmót í tennis. Björn Borg vann meðal annars Wmbledon-tennismótið fimm ár í röð frá 1976 til 1980 og opna franska meistaramótið fjögur ár í röð frá 1978 til 1981. Á hápunkti ferilsins síns var erfitt að finna frægari íþróttamann í heiminum og að margra mati er hann stærsta íþróttastjarna Norðurlanda fyrr og síðar. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, hitti Björn Borg í dag en hann er nú staddur á Íslandi. Það fór vel á með þeim félögum. Björn Borg er staddur hér á landi til að fylgjast með þrettán ára syni sínum Leo sem er að keppa á Evrópumóti 14 ára og yngri sem fer fram í Kópvogi frá 30. maí til 5. júní. Björn Borg heldur upp á sextugsafmælið sitt 6. júní næstkomandi en bestu ár hans voru á milli áranna 1974 til 1981. Árið 1979 varð hann fyrstur til að vinna sér inn meira en milljón dollara á einu tímabili og hann fékk einnig mikinn pening frá styrktaraðilum á sínum ferli. Björn Borg átti mikinn þátt í að auka vinsældir tennissins á áttunda áratugnum enda sannkölluð stórstjarna. Hann brann hinsvegar hratt út og lagði tennisspaðann á hilluna aðeins 26 ára gamall. Arnar Björnsson ræddi við Björn Borg um ástæður þess að hann er hér á landi en fékk hann líka til að segja sér hver hafi verið eftirminnilegasti leikurinn hans á ferlinum. Það kom kannski ekki mörgum á óvart hvaða leik hann nefndi en það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
Tennis Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira