Dorrit með tengsl við svissneska bankareikninga og önnur aflandsfélög Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. maí 2016 18:46 Ólafur Ragnar og Dorrit. Vísir/EPA Dorrit Moussiaeff forsetafrú tengist fimm bankareikningum í Sviss í gegnum fjölskyldu sína og á hlut í að minnsta kosti tveim aflandsfélögum. Ólafur Ragnar, sem ítrekað hefur neitað því að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum, segist enga vitneskju hafa haft um félögin. Fjallað er um málið á vef Reykjavík Media, The Guardian og Süddeutche Zeitung en umfjöllunin er byggð á skjölum sem uppljóstrarar létu í té í gagnalekum sem nefnast Swiss Leaks og Panama Papers.Sjá einnig: Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélagSamkvæmt upplýsingum sem koma frá breska bankanum HSBC átti Dorrit , ásamt fjölskyldu sinni, hlut í félaginu Jaywick Properties Inc sem skráð var á Bresku jómfrúareyjum, þekktu skattaskjóli. Þá kemur fram að hún hafi verið skáð fyrir hlut í Moussaieff Sharon Trust og benda gögnin einnig til að Dorrit hafi átt að erfa hluta aflandseigna foreldra sinna eftir að 86 ára gömul móðir hennar félli frá. Samkvæmt gögnunum frá HSBC, sem eru frá árunum 2006 og 2007, kemur fram að fjölskylda Dorritar, hafi átt reikninga með allt að 80 milljón dollara innistæðum í HSBC bankanum í Sviss. Tekið er fram að svo virðist sem að Dorrit hafi sjálf ekki komið að reikningunum.Sjá einnig: Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminnÞá er einnig tekið fram að ekkert í gögnunum bendi til lögbrota af hálfu Dorritar. Ekki er ólöglegt að eiga aflandsfélög eða svissneska bankareikninga. Ólafur Ragnar Grímsson hefur ítrekað neitað því, í kjölfar umfangsmikils gagnaleka frá Mossack Fonseca, að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum. Í nýlegu viðtali við CNN þvertók hann fyrir að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum félögum á nokkurn hátt.Í umfjöllun RME og The Guardian kemur fram að Dorrit hafi ekki viljað svara spurningum um hvort að hún tengdist þessum félögum í dag eða öðrum félögum fjölskyldunnar. Segir hún að viðskipti sín hefðu alltaf verið í samræmi við lög og að þau væru einkamál. Í svari Örnólfar Thorssonar forsetaritara við fyrirspurn fréttastofu 365 segir að Ólafur Ragnar hafi aldrei heyrt um þau atriði sem nefnd voru í fréttinni né hefði hann nú eða nokkru sinni haft vitneskju um fjárhagstengsl konu sinnar við foreldra sína eða aðra í fjölskyldunni. Þá hafði hann engar upplýsingar um áform foreldra hennar að þeim látnum. Hann vissi því ekkert um málið. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Tengdafjölskylda Ólafs nefnd í Panama-skjölunum. 26. apríl 2016 10:34 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Dorrit Moussiaeff forsetafrú tengist fimm bankareikningum í Sviss í gegnum fjölskyldu sína og á hlut í að minnsta kosti tveim aflandsfélögum. Ólafur Ragnar, sem ítrekað hefur neitað því að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum, segist enga vitneskju hafa haft um félögin. Fjallað er um málið á vef Reykjavík Media, The Guardian og Süddeutche Zeitung en umfjöllunin er byggð á skjölum sem uppljóstrarar létu í té í gagnalekum sem nefnast Swiss Leaks og Panama Papers.Sjá einnig: Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélagSamkvæmt upplýsingum sem koma frá breska bankanum HSBC átti Dorrit , ásamt fjölskyldu sinni, hlut í félaginu Jaywick Properties Inc sem skráð var á Bresku jómfrúareyjum, þekktu skattaskjóli. Þá kemur fram að hún hafi verið skáð fyrir hlut í Moussaieff Sharon Trust og benda gögnin einnig til að Dorrit hafi átt að erfa hluta aflandseigna foreldra sinna eftir að 86 ára gömul móðir hennar félli frá. Samkvæmt gögnunum frá HSBC, sem eru frá árunum 2006 og 2007, kemur fram að fjölskylda Dorritar, hafi átt reikninga með allt að 80 milljón dollara innistæðum í HSBC bankanum í Sviss. Tekið er fram að svo virðist sem að Dorrit hafi sjálf ekki komið að reikningunum.Sjá einnig: Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminnÞá er einnig tekið fram að ekkert í gögnunum bendi til lögbrota af hálfu Dorritar. Ekki er ólöglegt að eiga aflandsfélög eða svissneska bankareikninga. Ólafur Ragnar Grímsson hefur ítrekað neitað því, í kjölfar umfangsmikils gagnaleka frá Mossack Fonseca, að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum. Í nýlegu viðtali við CNN þvertók hann fyrir að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum félögum á nokkurn hátt.Í umfjöllun RME og The Guardian kemur fram að Dorrit hafi ekki viljað svara spurningum um hvort að hún tengdist þessum félögum í dag eða öðrum félögum fjölskyldunnar. Segir hún að viðskipti sín hefðu alltaf verið í samræmi við lög og að þau væru einkamál. Í svari Örnólfar Thorssonar forsetaritara við fyrirspurn fréttastofu 365 segir að Ólafur Ragnar hafi aldrei heyrt um þau atriði sem nefnd voru í fréttinni né hefði hann nú eða nokkru sinni haft vitneskju um fjárhagstengsl konu sinnar við foreldra sína eða aðra í fjölskyldunni. Þá hafði hann engar upplýsingar um áform foreldra hennar að þeim látnum. Hann vissi því ekkert um málið.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Tengdafjölskylda Ólafs nefnd í Panama-skjölunum. 26. apríl 2016 10:34 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00
Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49
Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Tengdafjölskylda Ólafs nefnd í Panama-skjölunum. 26. apríl 2016 10:34