Helena: Þarf hjálp við að fá systur mína yfir Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. maí 2016 15:38 Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, var útnefnd besti leikmaður Dominos-deildar kvenna í körfubolta í dag á lokahófi sambandsins sem fór fram í Ægisgarði úti á Granda. Helena skoraði 24,4 stig að meðaltali í leik, tók 13,3 fráköst og gaf 6,8 stoðsendingar fyrir Haukaliðið sem endaði í öðru sæti eftir tap í oddaleik gegn Snæfelli.Sjá einnig:Helena og Haukur Helgi best „Maður þakkar alltaf fyrir svona verðlaun. Það er gaman að fá svona viðurkenningu en þetta er varla sárabót fyrir að missa af titlinum,“ sagði Helena við Vísi í dag. Hvernig var þessi vetur fyrir hana? „Við fórum inn í þetta svolítið blint og reyndum að spila án Kana til að byrja með. Síðan fengum við Kana sem gekk alls ekki upp. Síðan endum við tímabilið Kanalausar og gengum í gegnum þjálfarabreytingar.“ „Þetta var svolítið upp og niður en ég held að liðið hafi lært mikið af þessu. Þetta fer í reynslubankann og hjálpar okkur í framhaldinu. Mér fannst þetta frábær vetur og það hefði verið stór plús að klára Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Helena. Mikið gekk á hjá Haukunum í vetur en þetta er ekkert miðað við hvað Helena hefur upplifað á mörgum árum í háskóla í Bandaríkjunum og svo í atvinnumennsku í Austur-Evrópu. „Svona er þetta bara. Deildin er orðin betri og umgjörðin meiri sem og umfjöllunin þannig þetta fylgir. Ég hef upplifað miklu meiri storm en þetta. Ég naut vetrarins mjög vel og þetta var mjög gaman þó sumir tímar hafi verið erfiðir,“ segir Helena, en fékk hún allt út úr vetrinum sem hún vildi persónulega? „Mér fannst þetta líða svo hratt. Mér finnst ég enn nýkomin heim en nú er ég að fatta að það er komið ár síðan ég kom heim. Mig langaði að að koma heim því ég var með heimþrá og vildi hitta fjölskyldu og vini sem ég fékk að gera. Hvað varðar körfuboltann var svekkjandi að missa af bikarnum og Íslandsmeistaratitlinum. Við reynum bara aftur á næsta ári,“ sagði hún. Eru atvinnudraumarnir úti? „Ég ætla ekkert að loka á það en á næsta ári langar mig að spila aftur í Haukum. Eftir það sjáum við bara til,“ sagði Helena, en verður systir hennar, Guðbjörg, leikmaður Vals, í liði með systur sinni á næstu leiktíð? „Ég þarf eiginlega að fá hjálp frá öðrum til að rífa hana yfir. Það gengur ekki alveg nógu vel,“ sagði Helena Sverrisdóttir. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Sjá meira
Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, var útnefnd besti leikmaður Dominos-deildar kvenna í körfubolta í dag á lokahófi sambandsins sem fór fram í Ægisgarði úti á Granda. Helena skoraði 24,4 stig að meðaltali í leik, tók 13,3 fráköst og gaf 6,8 stoðsendingar fyrir Haukaliðið sem endaði í öðru sæti eftir tap í oddaleik gegn Snæfelli.Sjá einnig:Helena og Haukur Helgi best „Maður þakkar alltaf fyrir svona verðlaun. Það er gaman að fá svona viðurkenningu en þetta er varla sárabót fyrir að missa af titlinum,“ sagði Helena við Vísi í dag. Hvernig var þessi vetur fyrir hana? „Við fórum inn í þetta svolítið blint og reyndum að spila án Kana til að byrja með. Síðan fengum við Kana sem gekk alls ekki upp. Síðan endum við tímabilið Kanalausar og gengum í gegnum þjálfarabreytingar.“ „Þetta var svolítið upp og niður en ég held að liðið hafi lært mikið af þessu. Þetta fer í reynslubankann og hjálpar okkur í framhaldinu. Mér fannst þetta frábær vetur og það hefði verið stór plús að klára Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Helena. Mikið gekk á hjá Haukunum í vetur en þetta er ekkert miðað við hvað Helena hefur upplifað á mörgum árum í háskóla í Bandaríkjunum og svo í atvinnumennsku í Austur-Evrópu. „Svona er þetta bara. Deildin er orðin betri og umgjörðin meiri sem og umfjöllunin þannig þetta fylgir. Ég hef upplifað miklu meiri storm en þetta. Ég naut vetrarins mjög vel og þetta var mjög gaman þó sumir tímar hafi verið erfiðir,“ segir Helena, en fékk hún allt út úr vetrinum sem hún vildi persónulega? „Mér fannst þetta líða svo hratt. Mér finnst ég enn nýkomin heim en nú er ég að fatta að það er komið ár síðan ég kom heim. Mig langaði að að koma heim því ég var með heimþrá og vildi hitta fjölskyldu og vini sem ég fékk að gera. Hvað varðar körfuboltann var svekkjandi að missa af bikarnum og Íslandsmeistaratitlinum. Við reynum bara aftur á næsta ári,“ sagði hún. Eru atvinnudraumarnir úti? „Ég ætla ekkert að loka á það en á næsta ári langar mig að spila aftur í Haukum. Eftir það sjáum við bara til,“ sagði Helena, en verður systir hennar, Guðbjörg, leikmaður Vals, í liði með systur sinni á næstu leiktíð? „Ég þarf eiginlega að fá hjálp frá öðrum til að rífa hana yfir. Það gengur ekki alveg nógu vel,“ sagði Helena Sverrisdóttir. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn