Ólafur Ragnar fór að efast um framboð sitt fyrir fjórum dögum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. maí 2016 16:04 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands vísir/ernir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fór fyrst að hugsa um það að hætta við að bjóða sig fram til forseta þegar Fréttablaðið birti skoðanakönnun þann 5. maí síðastliðinn en síðar sama dag tilkynnti Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, um framboð sitt til forseta Íslands. Í könnuninni sögðust 38 prósent sem tóku afstöðu myndu kjósa Guðna sem forseta en 45 prósent sögðust myndu kjósa Ólaf Ragnar. „Könnunin sýndi að það var hugsanlega að myndast sú staða að einn frambjóðandi, Guðni Th., væri með stuðning rúmlega 30 prósent kjósenda. Þá fór ég fyrst að hugleiða það að kannski væri að koma upp sú staða að þjóðin væri að finna sinn frambjóðanda. Þannig að sú ákvörðun sem ég tilkynnti nú, ég byrjaði að hugsa um hana 5. maí,“ segir Ólafur Ragnar í samtali við Vísi. Hann segir að umfjöllun fjölmiðla seinustu vikur um tengsl eiginkonu sinnar, Dorritar Moussaieff, við aflandsfélög hafi ekki haft neitt með ákvörðun hans að gera. „Nei, það hafði engin áhrif á það enda hefur nú komið í ljós að það var nú margt rangt sagt um hana í þeim fréttum svo að það var á engan hátt í þessu.“Guðni Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson í gær þegar sá síðarnefndi var nýbúinn að tilkynna um framboð sitt til forseta.vísir/jóhann k.Merkilegt í ljósi sögunnar að Guðni og Davíð séu báðir í framboði Ólafur segir ákvörðun sína byggja eingöngu á þeim breytingum sem orðið hafa frá því hann tilkynnti um framboð sitt þann 18. apríl síðastliðinn. Forsetinn segir að þá hafi verið einstæðar aðstæður í sögu lýðveldisins: „Það voru tugþúsundir manna sem mótmæltu við Alþingishúsið, forsætisráðherra fór frá og það var ákveðið að flýta þingkosningum. Þá var staðan líka þannig, þótt það væru þrír og hálfur mánuður frá því ég tilkynnti að ég ætlaði ekki að gefa kost á mér, að ekki höfðu komið fram á völlinn neinir frambjóðendur sem nutu einhvers umtalsverðs fylgis meðal þjóðarinnar. Í öllu þessu umróti og nánast uppnámi sem varð í þjóðfélaginu var sagt við mig að ég mætti ekki hlaupa frá borði. Síðan hefur það gerst, blessunarlega, að málefnin hafa róast almennt en svo hafa komið fram á völlinn, sem er ansi merkilegt fyrir sögu forsetaembættisins, annars vegar einn helsti fræðimaður Íslendinga um embættið og hins vegar einn reyndasti stjórnmálamaður landsins,“ segir Ólafur og vísar þar í Guðna og Davíð Oddsson, ritstjóra Morgunblaðsins, sem tilkynnti um framboð sitt í gær. Aðspurður segist Ólafur ekki hafa rætt við Davíð í aðdraganda framboðs þess síðarnefnda og segir að þeir Davíð hafi seinast hist síðastliðið haust.Segist ekki hafa vantreyst öðrum frambjóðendum Fjölmargir frambjóðendur voru komnir fram þegar Ólafur Ragnar tilkynnti að hann ætlaði að gefa kost á sér á ný. Á blaðamannafundi þá vildi hann ekki meina að framboð hans hefði eitthvað með aðra frambjóðendur að gera heldur vísaði hann mikið til óvissutíma sem væru framundan og óstöðugs ástands í landinu vegna mótmæla.En er Ólafur með orðum sínum og gjörðum nú ekki að segja að hann hafi í raun vantreyst þeim frambjóðendum sem þá voru komnir fram? „Nei, enda vantreysti ég þeim ekki með neinum hætti. Það var hins vegar staðreynd að þrátt fyrir skoðanakannanir og ítarlegar umfjallanir í fjölmiðlum var ekki kominn fram neinn aðili sem að minnsta kosti umtalsverður hluti þjóðarinnar gat hugsað sér að styðja sem forseta. Í því fólst ekkert vantraust af minni hálfu gagnvart frambjóðendum,“ segir Ólafur.Ólafur Ragnar ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, þegar hann tók við embætti árið 1996vísir/gva„Sérhverjum sem gegnir þessu embætti er auðvitað umhugað um embættið sjálft“ Þá vísar Ólafur jafnframt í þau orð sín á blaðamannafundinum að ef að það kæmi í ljós á næstu vikum að þjóðin fyndi sér annan frambjóðanda sem hún væri sæmilega sátt við þá tæki hann því fagnandi. Hann segir að með framboði Guðna núna sem og Davíðs Oddssonar hafi orðið eðlisbreyting á stöðunni. „Enda skiptir líka máli að sérhverjum sem gegnir þessu embætti er auðvitað umhugað um embættið sjálft og auðvitað hefur það áhrif þegar fram koma á völlinn menn sem forsetinn sjálfur veit af eigin kynnum og staðreyndum málsins að eru í fremstu röð þeirra sem hafa þekkingu og skilning á eðli og sögu embættisins,“ segir Ólafur. Hann vill ekki meina að hann hafi hlaupið á sig þegar hann ákvað að fara aftur í framboð en Guðni Th. hafði til að mynda gefið það út að hann myndi tilkynna um framboð fyrir sumarbyrjun sem var síðar í sömu viku. „Það sem ég var að gera á þessari stundu var að bregðast við þessum eindregnu óskum úr fjölmörgu ólíku áttum og segja það að ég væri tilbúinn til þessarar þjónustu áfram en jafnframt það að ef að þjóðin fyndi einhvern annan þá tæki ég því vel.“François Hollande og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, á Arctic Circle ráðstefnunni á seinasta ári.Vísir/vilhelmSegir ekki hægt að kalla þetta hringl fram og til bakaEn er þetta hringl fram og til baka varðandi framboð þitt, að segjast ætla að hætta, hætta svo við það og draga svo framboðið til baka, boðlegt og sæmandi forseta Íslands? „Þú getur ekki kallað það því þá líturðu alveg framhjá þeirri stöðu sem var hér í apríl og ef þú þekkir sögu lýðveldisins þá sérðu hvað hún er einstök. Eina sem ég var að bregðast við, og af kannski svolítið gamaldags skyldurækni, voru þessar óskir. Ég er einfaldlega þannig gerður að ef mér hefur verið sýnt mikið traust, eins og mér hefur verið sýnt í þessu embætti, þá hlustar maður á það þegar stór hluti þeirra sem hafa sýnt manni þetta traust eru að hvetja mann til að hlaupa ekki frá borði. Það er ekki hægt að kalla það hringlanda með neinum hætti, það er einfaldlega ábyrgur aðili sem hefur hlotið þetta einstaka traust sem finnur til ábyrgðar,“ segir Ólafur.Vill ekki lýsa yfir stuðningi við neinn frambjóðanda Hann segist mjög ánægður með ákvörðun sína núna, bæði persónulega og fyrir hönd þjóðarinnar. Ólafur kveðst ekki vera að fara að sinna neinu formlegu starfi og nefnir í því samhengi að hann sé að verða 73 ára gamall. Hann segist hins vegar munu áfram sinna málefnum norðurslóða og umhverfismálum almennt.En er hann tilbúinn til þess núna að lýsa yfir stuðningi við einhvern frambjóðanda? „Nei, ég mun ekki lýsa yfir stuðningi við neinn frambjóðanda. Ég tel að staðan sé nú að auk margra annarra góðra einstaklinga að þá verði í framboði tveir menn sem tvímælalaust tengjast forsetaembættinu með skýrari hætti en ég held hreinlega að frambjóðendur hafi gert í fyrri forsetakosningum.“Í spilaranum hér að neðan má svo sjá annað viðtal við forsetann sem Höskuldur Kári Schram, fréttamaður Stöðvar 2, tók í dag. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar hættur við framboð Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. 9. maí 2016 11:35 Kemur Davíð ekki á óvart að Ólafur sé hættur við framboð Segir þá Ólaf ekki hafa talað saman í aðdraganda þess að Davíð kynnti framboð sitt. 9. maí 2016 11:52 Guðni Th um könnun MMR: „Ertu ekki að grínast?“ Guðni Th Jóhannesson forsetaframbjóðandi nýtur stuðnings 59,2 prósent þjóðarinnar samkvæmt nýjustu könnun MMR. 9. maí 2016 12:08 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fór fyrst að hugsa um það að hætta við að bjóða sig fram til forseta þegar Fréttablaðið birti skoðanakönnun þann 5. maí síðastliðinn en síðar sama dag tilkynnti Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, um framboð sitt til forseta Íslands. Í könnuninni sögðust 38 prósent sem tóku afstöðu myndu kjósa Guðna sem forseta en 45 prósent sögðust myndu kjósa Ólaf Ragnar. „Könnunin sýndi að það var hugsanlega að myndast sú staða að einn frambjóðandi, Guðni Th., væri með stuðning rúmlega 30 prósent kjósenda. Þá fór ég fyrst að hugleiða það að kannski væri að koma upp sú staða að þjóðin væri að finna sinn frambjóðanda. Þannig að sú ákvörðun sem ég tilkynnti nú, ég byrjaði að hugsa um hana 5. maí,“ segir Ólafur Ragnar í samtali við Vísi. Hann segir að umfjöllun fjölmiðla seinustu vikur um tengsl eiginkonu sinnar, Dorritar Moussaieff, við aflandsfélög hafi ekki haft neitt með ákvörðun hans að gera. „Nei, það hafði engin áhrif á það enda hefur nú komið í ljós að það var nú margt rangt sagt um hana í þeim fréttum svo að það var á engan hátt í þessu.“Guðni Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson í gær þegar sá síðarnefndi var nýbúinn að tilkynna um framboð sitt til forseta.vísir/jóhann k.Merkilegt í ljósi sögunnar að Guðni og Davíð séu báðir í framboði Ólafur segir ákvörðun sína byggja eingöngu á þeim breytingum sem orðið hafa frá því hann tilkynnti um framboð sitt þann 18. apríl síðastliðinn. Forsetinn segir að þá hafi verið einstæðar aðstæður í sögu lýðveldisins: „Það voru tugþúsundir manna sem mótmæltu við Alþingishúsið, forsætisráðherra fór frá og það var ákveðið að flýta þingkosningum. Þá var staðan líka þannig, þótt það væru þrír og hálfur mánuður frá því ég tilkynnti að ég ætlaði ekki að gefa kost á mér, að ekki höfðu komið fram á völlinn neinir frambjóðendur sem nutu einhvers umtalsverðs fylgis meðal þjóðarinnar. Í öllu þessu umróti og nánast uppnámi sem varð í þjóðfélaginu var sagt við mig að ég mætti ekki hlaupa frá borði. Síðan hefur það gerst, blessunarlega, að málefnin hafa róast almennt en svo hafa komið fram á völlinn, sem er ansi merkilegt fyrir sögu forsetaembættisins, annars vegar einn helsti fræðimaður Íslendinga um embættið og hins vegar einn reyndasti stjórnmálamaður landsins,“ segir Ólafur og vísar þar í Guðna og Davíð Oddsson, ritstjóra Morgunblaðsins, sem tilkynnti um framboð sitt í gær. Aðspurður segist Ólafur ekki hafa rætt við Davíð í aðdraganda framboðs þess síðarnefnda og segir að þeir Davíð hafi seinast hist síðastliðið haust.Segist ekki hafa vantreyst öðrum frambjóðendum Fjölmargir frambjóðendur voru komnir fram þegar Ólafur Ragnar tilkynnti að hann ætlaði að gefa kost á sér á ný. Á blaðamannafundi þá vildi hann ekki meina að framboð hans hefði eitthvað með aðra frambjóðendur að gera heldur vísaði hann mikið til óvissutíma sem væru framundan og óstöðugs ástands í landinu vegna mótmæla.En er Ólafur með orðum sínum og gjörðum nú ekki að segja að hann hafi í raun vantreyst þeim frambjóðendum sem þá voru komnir fram? „Nei, enda vantreysti ég þeim ekki með neinum hætti. Það var hins vegar staðreynd að þrátt fyrir skoðanakannanir og ítarlegar umfjallanir í fjölmiðlum var ekki kominn fram neinn aðili sem að minnsta kosti umtalsverður hluti þjóðarinnar gat hugsað sér að styðja sem forseta. Í því fólst ekkert vantraust af minni hálfu gagnvart frambjóðendum,“ segir Ólafur.Ólafur Ragnar ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, þegar hann tók við embætti árið 1996vísir/gva„Sérhverjum sem gegnir þessu embætti er auðvitað umhugað um embættið sjálft“ Þá vísar Ólafur jafnframt í þau orð sín á blaðamannafundinum að ef að það kæmi í ljós á næstu vikum að þjóðin fyndi sér annan frambjóðanda sem hún væri sæmilega sátt við þá tæki hann því fagnandi. Hann segir að með framboði Guðna núna sem og Davíðs Oddssonar hafi orðið eðlisbreyting á stöðunni. „Enda skiptir líka máli að sérhverjum sem gegnir þessu embætti er auðvitað umhugað um embættið sjálft og auðvitað hefur það áhrif þegar fram koma á völlinn menn sem forsetinn sjálfur veit af eigin kynnum og staðreyndum málsins að eru í fremstu röð þeirra sem hafa þekkingu og skilning á eðli og sögu embættisins,“ segir Ólafur. Hann vill ekki meina að hann hafi hlaupið á sig þegar hann ákvað að fara aftur í framboð en Guðni Th. hafði til að mynda gefið það út að hann myndi tilkynna um framboð fyrir sumarbyrjun sem var síðar í sömu viku. „Það sem ég var að gera á þessari stundu var að bregðast við þessum eindregnu óskum úr fjölmörgu ólíku áttum og segja það að ég væri tilbúinn til þessarar þjónustu áfram en jafnframt það að ef að þjóðin fyndi einhvern annan þá tæki ég því vel.“François Hollande og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, á Arctic Circle ráðstefnunni á seinasta ári.Vísir/vilhelmSegir ekki hægt að kalla þetta hringl fram og til bakaEn er þetta hringl fram og til baka varðandi framboð þitt, að segjast ætla að hætta, hætta svo við það og draga svo framboðið til baka, boðlegt og sæmandi forseta Íslands? „Þú getur ekki kallað það því þá líturðu alveg framhjá þeirri stöðu sem var hér í apríl og ef þú þekkir sögu lýðveldisins þá sérðu hvað hún er einstök. Eina sem ég var að bregðast við, og af kannski svolítið gamaldags skyldurækni, voru þessar óskir. Ég er einfaldlega þannig gerður að ef mér hefur verið sýnt mikið traust, eins og mér hefur verið sýnt í þessu embætti, þá hlustar maður á það þegar stór hluti þeirra sem hafa sýnt manni þetta traust eru að hvetja mann til að hlaupa ekki frá borði. Það er ekki hægt að kalla það hringlanda með neinum hætti, það er einfaldlega ábyrgur aðili sem hefur hlotið þetta einstaka traust sem finnur til ábyrgðar,“ segir Ólafur.Vill ekki lýsa yfir stuðningi við neinn frambjóðanda Hann segist mjög ánægður með ákvörðun sína núna, bæði persónulega og fyrir hönd þjóðarinnar. Ólafur kveðst ekki vera að fara að sinna neinu formlegu starfi og nefnir í því samhengi að hann sé að verða 73 ára gamall. Hann segist hins vegar munu áfram sinna málefnum norðurslóða og umhverfismálum almennt.En er hann tilbúinn til þess núna að lýsa yfir stuðningi við einhvern frambjóðanda? „Nei, ég mun ekki lýsa yfir stuðningi við neinn frambjóðanda. Ég tel að staðan sé nú að auk margra annarra góðra einstaklinga að þá verði í framboði tveir menn sem tvímælalaust tengjast forsetaembættinu með skýrari hætti en ég held hreinlega að frambjóðendur hafi gert í fyrri forsetakosningum.“Í spilaranum hér að neðan má svo sjá annað viðtal við forsetann sem Höskuldur Kári Schram, fréttamaður Stöðvar 2, tók í dag.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar hættur við framboð Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. 9. maí 2016 11:35 Kemur Davíð ekki á óvart að Ólafur sé hættur við framboð Segir þá Ólaf ekki hafa talað saman í aðdraganda þess að Davíð kynnti framboð sitt. 9. maí 2016 11:52 Guðni Th um könnun MMR: „Ertu ekki að grínast?“ Guðni Th Jóhannesson forsetaframbjóðandi nýtur stuðnings 59,2 prósent þjóðarinnar samkvæmt nýjustu könnun MMR. 9. maí 2016 12:08 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Sjá meira
Kemur Davíð ekki á óvart að Ólafur sé hættur við framboð Segir þá Ólaf ekki hafa talað saman í aðdraganda þess að Davíð kynnti framboð sitt. 9. maí 2016 11:52
Guðni Th um könnun MMR: „Ertu ekki að grínast?“ Guðni Th Jóhannesson forsetaframbjóðandi nýtur stuðnings 59,2 prósent þjóðarinnar samkvæmt nýjustu könnun MMR. 9. maí 2016 12:08