Solskjær: Ég myndi velja Eið Smára í EM-hóp Íslands Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2016 22:39 Vísir/Samsett mynd Eiður Smári Guðjohnsen átti stórleik þegar Molde vann 4-0 sigur á Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Eiður Smári lagði upp mark í öðrum leik sínum í röð, í þetta sinn með glæsilegri hælspyrnu snemma í leiknum. Var hann hlaðinn lofi í norskum fjölmiðlum fyrir frammistöðuna. „Hann er stórbrotinn leikmaður,“ sagði Ole Martin Årst, sérfræðingur TV2. „Enginn á vellinum er fljótari að hugsa en hann. Hann er alls staðar þar sem eitthvað er um að vera.“ Sjá einnig: Eiður lagði upp mark með hælspyrnu í stórsigri Ole Gunnar Solskjær, stjóri Molde, var spurður hvort hann teldi að Eiður Smári ætti að spila með íslenska landsliðinu á EM í sumar. Eiður var ekki valinn í landsliðið þegar það spilaði við Danmörku og Grikkland í mars. „Ég myndi taka Eið með á EM. Hann getur breytt leikjum á einni sekúndu,“ sagði Solskjær en Eiður Smári vildi lítið tjá sig um Evrópumótið eftir leikinn í kvöld.Kom ekki til Molde til að spila með íslenska landsliðinu „EM er í júní. Ég kom ekki til Molde til að spila með íslenska landsliðinu. Ég kom til að spila með Molde. Það er mikilvægt að einbeita sér að því sem er í gangi hér. Og næst eigum vi leik gegn Sarpsborg á sunnudag.“ Solskjær hefur verið duglegur að lofa Eið Smára eftir að hann samdi við norska liðið og hélt því áfram eftir leikinn í gær. Sjá einnig: Ekki margir gera það sem hann gerir „Hann er að nálgast sitt besta form. En form er breytilegt. Gæði hans eru varanleg,“ sagði Solskjær en það er þó ekki það sem heillar hann mest við Eið Smára. „Hann hagar sér ekki eins og stjarna. Hann er afar hógvær og mér finnst mikið til vinnusemi hans koma.“Eiður vill ekki taka sér frí Hann segir að Eiði Smára hafi staðið til boða að taka sér frí en að hann hafi afþakkað það. „Eiður vill bara æfa. Hann er kominn til að vinna eitthvað með Molde.“ Fótbolti Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen átti stórleik þegar Molde vann 4-0 sigur á Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Eiður Smári lagði upp mark í öðrum leik sínum í röð, í þetta sinn með glæsilegri hælspyrnu snemma í leiknum. Var hann hlaðinn lofi í norskum fjölmiðlum fyrir frammistöðuna. „Hann er stórbrotinn leikmaður,“ sagði Ole Martin Årst, sérfræðingur TV2. „Enginn á vellinum er fljótari að hugsa en hann. Hann er alls staðar þar sem eitthvað er um að vera.“ Sjá einnig: Eiður lagði upp mark með hælspyrnu í stórsigri Ole Gunnar Solskjær, stjóri Molde, var spurður hvort hann teldi að Eiður Smári ætti að spila með íslenska landsliðinu á EM í sumar. Eiður var ekki valinn í landsliðið þegar það spilaði við Danmörku og Grikkland í mars. „Ég myndi taka Eið með á EM. Hann getur breytt leikjum á einni sekúndu,“ sagði Solskjær en Eiður Smári vildi lítið tjá sig um Evrópumótið eftir leikinn í kvöld.Kom ekki til Molde til að spila með íslenska landsliðinu „EM er í júní. Ég kom ekki til Molde til að spila með íslenska landsliðinu. Ég kom til að spila með Molde. Það er mikilvægt að einbeita sér að því sem er í gangi hér. Og næst eigum vi leik gegn Sarpsborg á sunnudag.“ Solskjær hefur verið duglegur að lofa Eið Smára eftir að hann samdi við norska liðið og hélt því áfram eftir leikinn í gær. Sjá einnig: Ekki margir gera það sem hann gerir „Hann er að nálgast sitt besta form. En form er breytilegt. Gæði hans eru varanleg,“ sagði Solskjær en það er þó ekki það sem heillar hann mest við Eið Smára. „Hann hagar sér ekki eins og stjarna. Hann er afar hógvær og mér finnst mikið til vinnusemi hans koma.“Eiður vill ekki taka sér frí Hann segir að Eiði Smára hafi staðið til boða að taka sér frí en að hann hafi afþakkað það. „Eiður vill bara æfa. Hann er kominn til að vinna eitthvað með Molde.“
Fótbolti Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira