Karl, Steingrímur og Guðmundur dæmdir í fangelsi í Milestone-málinu Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. apríl 2016 15:01 Karl Wernersson þarf að endurgreiða 52 milljónir auk dráttarvaxta. vísir/gva Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir og Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone, voru dæmdir til fangelsisvistar í Hæstarétti í dag. Karl var dæmdur í 3,5 árs fangelsi, Guðmundur í þriggja ára fangelsi og Steingrímur í tveggja ára fangelsi. Sneri Hæstiréttur þannig við sýknudómi yfir öllum þremur úr Héraðsdómi Reykjavíkur frá því í desember 2014. Endurskoðendurnir Margrét Guðjónsdóttir og Sigurþór Guðmundsson fengu níu mánaða skilorðsbundinn dóm til tveggja ára og voru svipt endurskoðendaréttindum sínum í sex mánuði. Höfðu þau bæði verið sýknuð í héraði. Sýknudómur var staðfestur yfir þriðja endurskoðandanum en allir endurskoðendurnir þrír störfuðu hjá KPMG. Ákærðu var gefið að sök að hafa mistnotað aðstöðu sína og valdið Milestone verulegu fjárhagstjóni með því að láta félagið fjármagna efndir á samningum sem voru félaginu óviðkomandi og bókhaldsbrot. Allir ákærðu neituðu sök. Málið snerist um greiðslur sem runnu út úr Milestone til Ingunnar Wernersdóttur, systur þeirra Karls og Steingríms, árin 2006 og 2007. Saksóknari taldi að Karl, Steingrímur og Guðmundur hefðu í sameiningu tekið ákvörðun um að greiða Ingunni um 4,8 milljarða og losa hana þannig undan eign sinni í Milestone. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að samningar Karls og Steingríms við Ingunni hefðu ekki lagt neinar skuldbindingar á Milestone heldur aðeins á þá. Þrátt fyrir það hefðu þeir látið Milestone efna samninga þeirra við Ingunni og greitt henni rúma 5 milljarða króna. Með þessu höfðu ákærðu msinotað aðstöðu sína hjá Milestone auk þess sem ekki er á það fallist að félagið hafi verið nægilega varið fyrir fjártjóni vegna þessara ráðstafana. Vegna þessa voru þeir Karl, Steingrímur og Guðmundur sakfelldir fyrir umboðssvik. Þremenningarnir voru jafnframt sakfelldir fyrir meiriháttar brot gegn lögum um bókhald með því að hafa ekki í tilteknum tilvikum hagað bókhaldi Milestone „á nægilega skýran, öruggan og aðgengilegan hátt á grundvelli áreiðanlegra og fullnægjandi gagna.“ Þá voru Karl, Steingrímur og Guðmundur einnig sakfelldir fyrir meiri háttar brot gegn lögum um ársreikninga „með því að hafa í störfum sínum í sameiningu rangfært efnahagsreikninga, sem hafi verið hluti af ársreikningum Milestone ehf. og samstæðureikningum fyrir samstæðu Milestone ehf. fyrir árin 2006 og 2007, og hagað gerð þeirra þannig að reikningsskilin hafi ekki gefið glögga mynd af rekstrarafkomu og eignabreytingum á umræddum reikningsárum,“ eins og segir í dómi Hæstaréttar. Dóminn úr Hæstarétti má lesa hér. Milestone-málið Dómsmál Tengdar fréttir Allir sýknaðir í Milestone-málinu Héraðsdómur sýknaði í dag fyrrverandi eigendur og stjórnendur Milestone og þrjá endurskoðendur af ákæru sérstaks saksóknara. 17. desember 2014 11:40 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir og Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone, voru dæmdir til fangelsisvistar í Hæstarétti í dag. Karl var dæmdur í 3,5 árs fangelsi, Guðmundur í þriggja ára fangelsi og Steingrímur í tveggja ára fangelsi. Sneri Hæstiréttur þannig við sýknudómi yfir öllum þremur úr Héraðsdómi Reykjavíkur frá því í desember 2014. Endurskoðendurnir Margrét Guðjónsdóttir og Sigurþór Guðmundsson fengu níu mánaða skilorðsbundinn dóm til tveggja ára og voru svipt endurskoðendaréttindum sínum í sex mánuði. Höfðu þau bæði verið sýknuð í héraði. Sýknudómur var staðfestur yfir þriðja endurskoðandanum en allir endurskoðendurnir þrír störfuðu hjá KPMG. Ákærðu var gefið að sök að hafa mistnotað aðstöðu sína og valdið Milestone verulegu fjárhagstjóni með því að láta félagið fjármagna efndir á samningum sem voru félaginu óviðkomandi og bókhaldsbrot. Allir ákærðu neituðu sök. Málið snerist um greiðslur sem runnu út úr Milestone til Ingunnar Wernersdóttur, systur þeirra Karls og Steingríms, árin 2006 og 2007. Saksóknari taldi að Karl, Steingrímur og Guðmundur hefðu í sameiningu tekið ákvörðun um að greiða Ingunni um 4,8 milljarða og losa hana þannig undan eign sinni í Milestone. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að samningar Karls og Steingríms við Ingunni hefðu ekki lagt neinar skuldbindingar á Milestone heldur aðeins á þá. Þrátt fyrir það hefðu þeir látið Milestone efna samninga þeirra við Ingunni og greitt henni rúma 5 milljarða króna. Með þessu höfðu ákærðu msinotað aðstöðu sína hjá Milestone auk þess sem ekki er á það fallist að félagið hafi verið nægilega varið fyrir fjártjóni vegna þessara ráðstafana. Vegna þessa voru þeir Karl, Steingrímur og Guðmundur sakfelldir fyrir umboðssvik. Þremenningarnir voru jafnframt sakfelldir fyrir meiriháttar brot gegn lögum um bókhald með því að hafa ekki í tilteknum tilvikum hagað bókhaldi Milestone „á nægilega skýran, öruggan og aðgengilegan hátt á grundvelli áreiðanlegra og fullnægjandi gagna.“ Þá voru Karl, Steingrímur og Guðmundur einnig sakfelldir fyrir meiri háttar brot gegn lögum um ársreikninga „með því að hafa í störfum sínum í sameiningu rangfært efnahagsreikninga, sem hafi verið hluti af ársreikningum Milestone ehf. og samstæðureikningum fyrir samstæðu Milestone ehf. fyrir árin 2006 og 2007, og hagað gerð þeirra þannig að reikningsskilin hafi ekki gefið glögga mynd af rekstrarafkomu og eignabreytingum á umræddum reikningsárum,“ eins og segir í dómi Hæstaréttar. Dóminn úr Hæstarétti má lesa hér.
Milestone-málið Dómsmál Tengdar fréttir Allir sýknaðir í Milestone-málinu Héraðsdómur sýknaði í dag fyrrverandi eigendur og stjórnendur Milestone og þrjá endurskoðendur af ákæru sérstaks saksóknara. 17. desember 2014 11:40 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Allir sýknaðir í Milestone-málinu Héraðsdómur sýknaði í dag fyrrverandi eigendur og stjórnendur Milestone og þrjá endurskoðendur af ákæru sérstaks saksóknara. 17. desember 2014 11:40