Þjóðleikhússtjóri: „Þetta var bara ósköp venjuleg útleiga“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. apríl 2016 18:23 Ari segir að engin stuðningsyfirlýsing felist í fyrirkomulaginu. vísir/skjámynd/vilhelm/arnþór „Þetta var bara ósköp venjuleg útleiga. Stuðningsmenn Andra Snæs óskuðu eftir því að fá Þjóðleikhúsið leigt undir viðburðinn og það vildi svo til að það var hægt að verða við þeirri bón á þessum tíma,“ segir Ari Matthíasson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við Vísi.Hér má sjá tístin sem birtsust á síðu Þjóðleikhússins.Rithöfundurinn Andri Snær Magnason kynnti fyrr í dag framboð sitt til forseta Íslands en kynningarfundurinn átti sér stað á stóra sviði Þjóðleikhússins. Því hefur verið velt upp hvort Þjóðleikhúsið sé með þessu að taka afstöðu með Andra umfram aðra forsetaframbjóðendur en auk þess að hýsa fundinn var tíst um hann á Twitter-síðu leikhússins. Aðspurður um tístin segir Ari að hann þekki þau ekki. Þjóðleikhúsið er ríkisstofnun en um það er fjallað í leiklistarlögum. Þar segir meðal annars að „[þ]egar Þjóðleikhússbyggingin er ekki notuð til reglubundinnar starfssemi samkvæmt þessum lögum má nota hana til annarrar menningarstarfssemi.“ „Þjóðleikhúsið er hægt að leigja sé því viðkomandi vegna annarar starfsemi í húsinu. Það hefur verið hægt árum saman svo það er ekkert undarlegt við þetta,“ segir Ari. Hann rifjar meðal annars upp eftirminnilegan fund Samfylkingarinnar, á tímum hrunsins, sem haldinn var í Þjóðleikhússkjallaranum. Þá hafi það á dögunum leigt út sal til að hægt væri að halda upp á 100 ára afmæli Ölgerðarinnar. „Erum við með því að taka afstöðu gegn Vífilfelli?“ Ari segir að það séu aldrei sýningar í húsinu á mánudögum og það hafi hitt svo á í dag að ekki hafi verið æfing á stóra sviðinu. Hann segir að öðrum forsetaframbjóðendum, sem og öðrum, standi til boða að leigja sali af leikhúsinu séu salirnir lausir á þeim tíma sem óskað er eftir. Verð er mismunandi og fer eftir hvort, og þá hve margir, starfsmenn þurfa að fylgja með leigunni. „Ég fagna hvers konar fundum og starfsemi þegar salirnir eru lausir. Það er bara búbót fyrir Þjóðleikhúsið,“ segir Ari. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Bein útsending: Andri Snær býður sig fram til forseta Ætlar að kynna það sem hann hefur fram að færa í embættið. 11. apríl 2016 16:15 "Þurfum að hugsa í lengri tímabilum en ársfjórðungsuppgjörum eða mislöngum kjörtímabilum“ Andri Snær lagði höfuðáherslu á þrjú stór mál á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2016 17:49 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
„Þetta var bara ósköp venjuleg útleiga. Stuðningsmenn Andra Snæs óskuðu eftir því að fá Þjóðleikhúsið leigt undir viðburðinn og það vildi svo til að það var hægt að verða við þeirri bón á þessum tíma,“ segir Ari Matthíasson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við Vísi.Hér má sjá tístin sem birtsust á síðu Þjóðleikhússins.Rithöfundurinn Andri Snær Magnason kynnti fyrr í dag framboð sitt til forseta Íslands en kynningarfundurinn átti sér stað á stóra sviði Þjóðleikhússins. Því hefur verið velt upp hvort Þjóðleikhúsið sé með þessu að taka afstöðu með Andra umfram aðra forsetaframbjóðendur en auk þess að hýsa fundinn var tíst um hann á Twitter-síðu leikhússins. Aðspurður um tístin segir Ari að hann þekki þau ekki. Þjóðleikhúsið er ríkisstofnun en um það er fjallað í leiklistarlögum. Þar segir meðal annars að „[þ]egar Þjóðleikhússbyggingin er ekki notuð til reglubundinnar starfssemi samkvæmt þessum lögum má nota hana til annarrar menningarstarfssemi.“ „Þjóðleikhúsið er hægt að leigja sé því viðkomandi vegna annarar starfsemi í húsinu. Það hefur verið hægt árum saman svo það er ekkert undarlegt við þetta,“ segir Ari. Hann rifjar meðal annars upp eftirminnilegan fund Samfylkingarinnar, á tímum hrunsins, sem haldinn var í Þjóðleikhússkjallaranum. Þá hafi það á dögunum leigt út sal til að hægt væri að halda upp á 100 ára afmæli Ölgerðarinnar. „Erum við með því að taka afstöðu gegn Vífilfelli?“ Ari segir að það séu aldrei sýningar í húsinu á mánudögum og það hafi hitt svo á í dag að ekki hafi verið æfing á stóra sviðinu. Hann segir að öðrum forsetaframbjóðendum, sem og öðrum, standi til boða að leigja sali af leikhúsinu séu salirnir lausir á þeim tíma sem óskað er eftir. Verð er mismunandi og fer eftir hvort, og þá hve margir, starfsmenn þurfa að fylgja með leigunni. „Ég fagna hvers konar fundum og starfsemi þegar salirnir eru lausir. Það er bara búbót fyrir Þjóðleikhúsið,“ segir Ari.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Bein útsending: Andri Snær býður sig fram til forseta Ætlar að kynna það sem hann hefur fram að færa í embættið. 11. apríl 2016 16:15 "Þurfum að hugsa í lengri tímabilum en ársfjórðungsuppgjörum eða mislöngum kjörtímabilum“ Andri Snær lagði höfuðáherslu á þrjú stór mál á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2016 17:49 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Bein útsending: Andri Snær býður sig fram til forseta Ætlar að kynna það sem hann hefur fram að færa í embættið. 11. apríl 2016 16:15
"Þurfum að hugsa í lengri tímabilum en ársfjórðungsuppgjörum eða mislöngum kjörtímabilum“ Andri Snær lagði höfuðáherslu á þrjú stór mál á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2016 17:49