Hefði Ólafur Ragnar átt að undirrita þingrofsbeiðnina? Hildur Þórðardóttir skrifar 11. apríl 2016 22:32 Þar sem ég gef kost á mér til forseta, velti ég eðlilega fyrir mér viðbrögðum þess sem nú gegnir því embætti og hvað ég hefði gert í hans stöðu í síðustu viku. Við heyrðum bara aðra hlið málsins, þar sem núverandi forseti kvað þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð, hafa komið til Bessastaða með beiðni um þingrof í farteskinu og ætlað að nota hana til að þvinga fram stuðning hjá samstarfsflokknum. Það þarf klækjaref til að þekkja annan klækjaref. En var þetta raunin? Á kannski orðatiltækið „Margur heldur mig sig“ betur við, þar sem forsetinn ætlaði forsætisráðherranum eitthvað sem hann sjálfur hefði gert, en var kannski langt frá því sem ráðherrann sjálfur hugðist gera? Sigmundur hefur neitað að plaggið hafið verið meðferðis og án þess að bera í bætifláka fyrir hann getum við gefið okkur að það hafi verið fálmkennd viðbrögð manns eftir óþarflega opinbera niðurlægingu af hálfu læriföður. En í hverra þágu samþykkti forsetinn ekki þingrofsbeiðnina svo hægt væri að slíta þingi og boða til nýrra kosninga? Ekki í þágu fólksins sem var löngu hætt að styðja ríkisstjórnina og hafði í marga mánuði óskað eftir kosningum vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í stjórnarskrármálinu. Ekki heldur til að stuðla að friði í samfélaginu, því nýja ríkisstjórnin vekur enn meiri ólgu og reiði meðal kjósenda. Og ekki í þágu stjórnarandstöðunnar sem var tilbúin með vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Hverra erinda gengur þá forseti vor? Á forsetinn ekki að vera öryggisventill þjóðarinnar gagnvart Alþingi? Á forsetinn ekki einmitt að nýta þau úrræði sem hann hefur til að framfylgja ósk meirihluta þjóðarinnar? Að minnsta kosti þar til hin nýja stjórnarskrá verður samþykkt og þjóðin getur sjálf lagt fram frumvörp á Alþingi og þar með vantrauststillögur. Hvar var hollusta forseta nú gagnvart þjóðinni? Þessi hollusta sem hann sýndi svo berlega þegar hann bjargaði þjóðinni frá Icesave skuldinni. Er forsetinn kannski búinn að gleyma þjóðinni? Var sjónarspil forseta kannski einungis til þess fallið að upphefja sjálfan sig fyrir heimsbyggðinni á kostnað þáverandi forsætisráðherra með því að upplýsa um hina meintu refskák? Eða var það til að endurheimta traust þjóðarinnar þar sem hann lét sem hann hefði bjargað henni frá því að þurfa að fara í kosningar með svo stuttum fyrirvara? Ótti við hið óþekkta er þekkt stjórntæki hjá þeim sem vilja halda völdum. Þeir nýta sér ótta óbreyttra borgara við óvissuástand og snöggar breytingar því þeir vita ekki hvað þeir fá í staðinn. En það er oft þegar ráðamenn eru teknir í bólinu eins og nú að mestu umbæturnar eiga sér stað. Hvað hefði verið svona hræðilegt við að ganga til kosninga núna? Píratar hefðu líklega unnið stórsigur, nýja stjórnarskráin hefði þá komist í gegnum þingið og aftur hefði þurft að slíta þingi og boða til kosninga. Hefði það verið heimsendir? Aldeilis ekki. Landið hefði aldrei rekið stjórnlaust að feigðarósi þótt þing hefði verið rofið. Ráðuneytin geta vel starfað að sínum málum í nokkra mánuði án ráðherra enda hæft fólk þar innanborðs. Það hefði líka verið hægt að skipa fagráðherra á meðan kosningar væru undirbúnar. Kannski hefði verið kjörið tækifæri til að mynda þjóðstjórn. Í krísuástandi eins og nú virka þjóðstjórnir vel til að allir flokkar geti unnið saman að heill lands og þjóðar. Kannski vill núverandi forsetinn ekki að upp úr stjórnarsamstarfinu slitni því hann er mótfallinn hinni nýju stjórnarskrá sem skerðir vald hans. Kannski Guðni Th. leiði einhvern tímann sannleikann í ljós. Klækir, undirferli, baktjaldamakk, hroki, spilling, fals og óttastjórnun tilheyra fortíðinni. Manneskja getur verið góður forseti þótt hún sé ekki bragðarefur. Það er hægt að vera klár án þess að vera slóttugur og undirförull. Forseti á miklu frekar að endurspegla þá nýju tíma sem við siglum inn í. Vera sönn, heilsteypt, umburðarlynd og með heyrnina í lagi svo hún heyri í þjóðinni. Ég trúi því að við getum þróað hér lýðræðisríki þar sem ríkir gagnsæi, réttlæti, jöfnuður, samkennd og skilningur. Þar sem völdin eru hjá fólkinu og að lýðræði virkt á borði, ekki bara í orði. Okkur er smám saman að takast að stinga á kýlum spillingar, græðgi og sjálftöku og eftir því sem hreinsast út getum við byggt upp samfélag á trausti, heilindum, virðingu og samkennd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Þar sem ég gef kost á mér til forseta, velti ég eðlilega fyrir mér viðbrögðum þess sem nú gegnir því embætti og hvað ég hefði gert í hans stöðu í síðustu viku. Við heyrðum bara aðra hlið málsins, þar sem núverandi forseti kvað þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð, hafa komið til Bessastaða með beiðni um þingrof í farteskinu og ætlað að nota hana til að þvinga fram stuðning hjá samstarfsflokknum. Það þarf klækjaref til að þekkja annan klækjaref. En var þetta raunin? Á kannski orðatiltækið „Margur heldur mig sig“ betur við, þar sem forsetinn ætlaði forsætisráðherranum eitthvað sem hann sjálfur hefði gert, en var kannski langt frá því sem ráðherrann sjálfur hugðist gera? Sigmundur hefur neitað að plaggið hafið verið meðferðis og án þess að bera í bætifláka fyrir hann getum við gefið okkur að það hafi verið fálmkennd viðbrögð manns eftir óþarflega opinbera niðurlægingu af hálfu læriföður. En í hverra þágu samþykkti forsetinn ekki þingrofsbeiðnina svo hægt væri að slíta þingi og boða til nýrra kosninga? Ekki í þágu fólksins sem var löngu hætt að styðja ríkisstjórnina og hafði í marga mánuði óskað eftir kosningum vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í stjórnarskrármálinu. Ekki heldur til að stuðla að friði í samfélaginu, því nýja ríkisstjórnin vekur enn meiri ólgu og reiði meðal kjósenda. Og ekki í þágu stjórnarandstöðunnar sem var tilbúin með vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Hverra erinda gengur þá forseti vor? Á forsetinn ekki að vera öryggisventill þjóðarinnar gagnvart Alþingi? Á forsetinn ekki einmitt að nýta þau úrræði sem hann hefur til að framfylgja ósk meirihluta þjóðarinnar? Að minnsta kosti þar til hin nýja stjórnarskrá verður samþykkt og þjóðin getur sjálf lagt fram frumvörp á Alþingi og þar með vantrauststillögur. Hvar var hollusta forseta nú gagnvart þjóðinni? Þessi hollusta sem hann sýndi svo berlega þegar hann bjargaði þjóðinni frá Icesave skuldinni. Er forsetinn kannski búinn að gleyma þjóðinni? Var sjónarspil forseta kannski einungis til þess fallið að upphefja sjálfan sig fyrir heimsbyggðinni á kostnað þáverandi forsætisráðherra með því að upplýsa um hina meintu refskák? Eða var það til að endurheimta traust þjóðarinnar þar sem hann lét sem hann hefði bjargað henni frá því að þurfa að fara í kosningar með svo stuttum fyrirvara? Ótti við hið óþekkta er þekkt stjórntæki hjá þeim sem vilja halda völdum. Þeir nýta sér ótta óbreyttra borgara við óvissuástand og snöggar breytingar því þeir vita ekki hvað þeir fá í staðinn. En það er oft þegar ráðamenn eru teknir í bólinu eins og nú að mestu umbæturnar eiga sér stað. Hvað hefði verið svona hræðilegt við að ganga til kosninga núna? Píratar hefðu líklega unnið stórsigur, nýja stjórnarskráin hefði þá komist í gegnum þingið og aftur hefði þurft að slíta þingi og boða til kosninga. Hefði það verið heimsendir? Aldeilis ekki. Landið hefði aldrei rekið stjórnlaust að feigðarósi þótt þing hefði verið rofið. Ráðuneytin geta vel starfað að sínum málum í nokkra mánuði án ráðherra enda hæft fólk þar innanborðs. Það hefði líka verið hægt að skipa fagráðherra á meðan kosningar væru undirbúnar. Kannski hefði verið kjörið tækifæri til að mynda þjóðstjórn. Í krísuástandi eins og nú virka þjóðstjórnir vel til að allir flokkar geti unnið saman að heill lands og þjóðar. Kannski vill núverandi forsetinn ekki að upp úr stjórnarsamstarfinu slitni því hann er mótfallinn hinni nýju stjórnarskrá sem skerðir vald hans. Kannski Guðni Th. leiði einhvern tímann sannleikann í ljós. Klækir, undirferli, baktjaldamakk, hroki, spilling, fals og óttastjórnun tilheyra fortíðinni. Manneskja getur verið góður forseti þótt hún sé ekki bragðarefur. Það er hægt að vera klár án þess að vera slóttugur og undirförull. Forseti á miklu frekar að endurspegla þá nýju tíma sem við siglum inn í. Vera sönn, heilsteypt, umburðarlynd og með heyrnina í lagi svo hún heyri í þjóðinni. Ég trúi því að við getum þróað hér lýðræðisríki þar sem ríkir gagnsæi, réttlæti, jöfnuður, samkennd og skilningur. Þar sem völdin eru hjá fólkinu og að lýðræði virkt á borði, ekki bara í orði. Okkur er smám saman að takast að stinga á kýlum spillingar, græðgi og sjálftöku og eftir því sem hreinsast út getum við byggt upp samfélag á trausti, heilindum, virðingu og samkennd.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun