Haukar án lykilmanns í þriðja sinn í þessari úrslitakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2016 11:45 Fyrst Kári Jónsson, svo Brandon Mobley og loks Hjálmar Stefánsson. Vísir/Anton Hjálmar Stefánsson verður ekki með Haukum á móti Tindastól á Sauðárkróki í kvöld þegar liðin mætast í fjórða sinn í undanúrslitaeinvígi sínu í Dominos-deild karla í körfubolta. Haukar eru 2-1 yfir í einvíginu eftir tvo heimasigra og komast því í lokaúrslit með sigri í Síkinu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3 og Stöð 2 Sport 3 HD. Haukarnir þurfa að spila án lykilmanns í þessum leik því Hjálmar Stefánsson er enn að jafna sig eftir höfuðhöggið sem hann hlaut í síðasta leik. Hjálmar Stefánsson fékk þá dæmda á sig villu fyrir "að verða fyrir" olnboga Darrel Lewis en atvikið gerðist strax í fyrsta leikhlutanum og Hjálmar spilaði ekki meira í leiknum. Hjálmar verður í kvöld þriðji lykilmaður Hauka sem missir af leik í úrslitakeppninni og í viðbót hafa Haukarnir misst lykilmann í meiðsli eða brottrekstur í þremur öðrum leikjum. Báðir hinir leikirnir hafa verið á útivelli eins og þessi í kvöld og Haukarnir hafa unnið þá báða.Sjá einnig:Atvikið sem sendi Hjálmar upp á spítala: Hvernig er þetta villa á Haukamanninn? Haukaliðið lék án Kára Jónssonar í öðrum leiknum á móti Þór í Þorlákshöfn í átta liða úrslitunum en hann hafði meiðst í fyrri hálfleik í fyrsta leiknum. Haukarnir unnu Þórsliðið án Kára 76-65 og jöfnuðu þá einvígið. Haukaliðið lék án bandaríska leikmannsins Brandon Mobley í fjórða leiknum á móti Þór í Þorlákshöfn í átta liða úrslitunum en Mobley hafði verið rekinn út úr húsi eftir aðeins átta mínútna leik í þriðja leiknum. Hann tók því út leikbann í leik fjögur en Haukarnir unnu Þór án Mobley 100-96 eftir framlengdan leik og tryggðu sér með því sæti í undanúrslitunum. Haukaliðið hefur þegar spilað sjö leiki í úrslitakeppninni í ár, fjóra í átta liða úrslitunum á móti Þór og þrjá í undanúrslitaeinvíginu á móti Tindastól. Það er bara í tveimur af þessum sjö leikjum þar sem Haukaliðið hefur byrjað og klárað leikinn með alla sína lykilmenn.Sjá einnig:Hjálmar með einkenni heilahristings: Stokkbólginn og marinn en gæti mætt í næsta leik Haukarnir voru búnir að spila tvo fyrstu leikina á móti Tindastól án þess að missa af mann en Hjálmar fór síðan blóðugur af velli í þriðja leiknum. Nú er að sjá hvort Haukunum tekst að sigrast á enn einu mótlætinu í þessari úrslitakeppni. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 96-100 | Haukar í undanúrslit eftir frábæran leik Haukar eru komnir áfram í undanúrslit Domino's deildar karla eftir fjögurra stiga sigur, 96-100, á Þór Þ. í frábærum körfuboltaleik í Þorlákshöfn í kvöld. 29. mars 2016 22:30 Körfuboltakvöld: Maður leiksins í Þorlákshöfn mætti í settið | Myndband Kári Jónsson átti frábæran leik þegar Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla með fjögurra stiga sigri, 96-100, á Þór í Þorlákshöfn í gær. 30. mars 2016 10:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Tindastóll 73-61 | Haukar vörðu heimavöllinn Frábær varnarleikur í seinni hálfleik skilaði Haukum sigri á Tindastóli og 1-0 stöðu í einvíginu. 3. apríl 2016 21:30 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 89-81 | Haukar komnir í lykilstöðu Haukar eru komnir í 2-1 í einvíginu við Tindastól í undanúrslitum Domino's deildar karla eftir sigur í þriðja leik liðanna í Schenker-höllinni í dag. 9. apríl 2016 19:30 Körfuboltakvöld: Sjáðu frábærlega teiknað kerfi hjá Haukum | Myndband Haukar komust í gær áfram í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Þór í Þorlákshöfn, 96-100, í fjórða leik liðanna í 8-liða úrslitunum. 30. mars 2016 13:15 Haukaleikirnir kalla á stórar breytingar hjá Stólunum Tindastólsmenn hafa enn á ný þurft að gera stóra breytingu á liði sínu í körfunni en Bandaríkjamaðurinn Anthony Isaiah Gurley hefur yfirgefið liðið í miðri úrslitakeppni. 8. apríl 2016 11:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjá meira
Hjálmar Stefánsson verður ekki með Haukum á móti Tindastól á Sauðárkróki í kvöld þegar liðin mætast í fjórða sinn í undanúrslitaeinvígi sínu í Dominos-deild karla í körfubolta. Haukar eru 2-1 yfir í einvíginu eftir tvo heimasigra og komast því í lokaúrslit með sigri í Síkinu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3 og Stöð 2 Sport 3 HD. Haukarnir þurfa að spila án lykilmanns í þessum leik því Hjálmar Stefánsson er enn að jafna sig eftir höfuðhöggið sem hann hlaut í síðasta leik. Hjálmar Stefánsson fékk þá dæmda á sig villu fyrir "að verða fyrir" olnboga Darrel Lewis en atvikið gerðist strax í fyrsta leikhlutanum og Hjálmar spilaði ekki meira í leiknum. Hjálmar verður í kvöld þriðji lykilmaður Hauka sem missir af leik í úrslitakeppninni og í viðbót hafa Haukarnir misst lykilmann í meiðsli eða brottrekstur í þremur öðrum leikjum. Báðir hinir leikirnir hafa verið á útivelli eins og þessi í kvöld og Haukarnir hafa unnið þá báða.Sjá einnig:Atvikið sem sendi Hjálmar upp á spítala: Hvernig er þetta villa á Haukamanninn? Haukaliðið lék án Kára Jónssonar í öðrum leiknum á móti Þór í Þorlákshöfn í átta liða úrslitunum en hann hafði meiðst í fyrri hálfleik í fyrsta leiknum. Haukarnir unnu Þórsliðið án Kára 76-65 og jöfnuðu þá einvígið. Haukaliðið lék án bandaríska leikmannsins Brandon Mobley í fjórða leiknum á móti Þór í Þorlákshöfn í átta liða úrslitunum en Mobley hafði verið rekinn út úr húsi eftir aðeins átta mínútna leik í þriðja leiknum. Hann tók því út leikbann í leik fjögur en Haukarnir unnu Þór án Mobley 100-96 eftir framlengdan leik og tryggðu sér með því sæti í undanúrslitunum. Haukaliðið hefur þegar spilað sjö leiki í úrslitakeppninni í ár, fjóra í átta liða úrslitunum á móti Þór og þrjá í undanúrslitaeinvíginu á móti Tindastól. Það er bara í tveimur af þessum sjö leikjum þar sem Haukaliðið hefur byrjað og klárað leikinn með alla sína lykilmenn.Sjá einnig:Hjálmar með einkenni heilahristings: Stokkbólginn og marinn en gæti mætt í næsta leik Haukarnir voru búnir að spila tvo fyrstu leikina á móti Tindastól án þess að missa af mann en Hjálmar fór síðan blóðugur af velli í þriðja leiknum. Nú er að sjá hvort Haukunum tekst að sigrast á enn einu mótlætinu í þessari úrslitakeppni.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 96-100 | Haukar í undanúrslit eftir frábæran leik Haukar eru komnir áfram í undanúrslit Domino's deildar karla eftir fjögurra stiga sigur, 96-100, á Þór Þ. í frábærum körfuboltaleik í Þorlákshöfn í kvöld. 29. mars 2016 22:30 Körfuboltakvöld: Maður leiksins í Þorlákshöfn mætti í settið | Myndband Kári Jónsson átti frábæran leik þegar Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla með fjögurra stiga sigri, 96-100, á Þór í Þorlákshöfn í gær. 30. mars 2016 10:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Tindastóll 73-61 | Haukar vörðu heimavöllinn Frábær varnarleikur í seinni hálfleik skilaði Haukum sigri á Tindastóli og 1-0 stöðu í einvíginu. 3. apríl 2016 21:30 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 89-81 | Haukar komnir í lykilstöðu Haukar eru komnir í 2-1 í einvíginu við Tindastól í undanúrslitum Domino's deildar karla eftir sigur í þriðja leik liðanna í Schenker-höllinni í dag. 9. apríl 2016 19:30 Körfuboltakvöld: Sjáðu frábærlega teiknað kerfi hjá Haukum | Myndband Haukar komust í gær áfram í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Þór í Þorlákshöfn, 96-100, í fjórða leik liðanna í 8-liða úrslitunum. 30. mars 2016 13:15 Haukaleikirnir kalla á stórar breytingar hjá Stólunum Tindastólsmenn hafa enn á ný þurft að gera stóra breytingu á liði sínu í körfunni en Bandaríkjamaðurinn Anthony Isaiah Gurley hefur yfirgefið liðið í miðri úrslitakeppni. 8. apríl 2016 11:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 96-100 | Haukar í undanúrslit eftir frábæran leik Haukar eru komnir áfram í undanúrslit Domino's deildar karla eftir fjögurra stiga sigur, 96-100, á Þór Þ. í frábærum körfuboltaleik í Þorlákshöfn í kvöld. 29. mars 2016 22:30
Körfuboltakvöld: Maður leiksins í Þorlákshöfn mætti í settið | Myndband Kári Jónsson átti frábæran leik þegar Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla með fjögurra stiga sigri, 96-100, á Þór í Þorlákshöfn í gær. 30. mars 2016 10:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Tindastóll 73-61 | Haukar vörðu heimavöllinn Frábær varnarleikur í seinni hálfleik skilaði Haukum sigri á Tindastóli og 1-0 stöðu í einvíginu. 3. apríl 2016 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 89-81 | Haukar komnir í lykilstöðu Haukar eru komnir í 2-1 í einvíginu við Tindastól í undanúrslitum Domino's deildar karla eftir sigur í þriðja leik liðanna í Schenker-höllinni í dag. 9. apríl 2016 19:30
Körfuboltakvöld: Sjáðu frábærlega teiknað kerfi hjá Haukum | Myndband Haukar komust í gær áfram í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Þór í Þorlákshöfn, 96-100, í fjórða leik liðanna í 8-liða úrslitunum. 30. mars 2016 13:15
Haukaleikirnir kalla á stórar breytingar hjá Stólunum Tindastólsmenn hafa enn á ný þurft að gera stóra breytingu á liði sínu í körfunni en Bandaríkjamaðurinn Anthony Isaiah Gurley hefur yfirgefið liðið í miðri úrslitakeppni. 8. apríl 2016 11:00