Gleymd stefna um einföldun regluverks atvinnulífsins? Ólafur Stephensen skrifar 14. apríl 2016 07:00 Nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar byggir stefnu sína á stjórnarsáttmála Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks frá því vorið 2013. Þar var sérstaklega kveðið á um einföldun regluverks atvinnulífsins í þágu vaxtar, fjárfestingar og atvinnusköpunar. Um þetta segir meðal annars í stjórnarsáttmálanum: „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir endurskoðun regluverks atvinnulífsins með einföldun og aukna skilvirkni þess að leiðarljósi. Markmið hennar verður að minnka skrifræði og einfalda samskipti við opinbera aðila um leið og kostnaði er haldið niðri.Sérstakt markmið er að engar nýjar íþyngjandi reglur verði innleiddar fyrir atvinnulífið án þess að um leið falli brott jafnveigamiklar kvaðir. Þannig munu heildaráhrif regluverksins þróast í rétta átt.“ Þetta er góð stefna, en því miður hefur lítil vinna verið lögð í að hrinda henni í framkvæmd. Endurskoðun regluverksins sem íslenzk fyrirtæki vinna eftir er að minnsta kosti enn sem komið er ákaflega takmörkuð. Öllu verra er að oft er eins og þátttakendum í löggjafarstarfi stjórnvalda hafi ekki verið sagt frá þessari stefnu ríkisstjórnarinnar, eða að þeir séu þá búnir að gleyma henni. Þetta er sérstaklega áberandi við innleiðingu nýrra reglna sem hafa bætzt við EES-samninginn. Árum saman hefur verið bent á að við innleiðingu tilskipana Evrópusambandsins í íslenzkan rétt sé svigrúmið til að taka mið af íslenzkum aðstæðum oft ekki nýtt sem skyldi. Staðreyndin er nefnilega að aðildarríki EES hafa oft og iðulega talsverða möguleika til að laga Evrópulöggjöfina að eigin þörfum og kringumstæðum. Nýleg dæmi sýna að við undirbúning löggjafar í Stjórnarráði Íslands er sveigjanleikinn nýttur – en þá til þess að setja meira íþyngjandi reglur fyrir íslenzk fyrirtæki en Evróputilskipanirnar krefjast. Tökum tvö slík dæmi, sem sýna hvernig stjórnsýslan virðist ekki hafa frétt af stefnunni um einföldun regluverks atvinnulífsins.Af hverju þurfti að fækka örfélögum? Viðskipta- og iðnaðarráðherra lagði nýlega fram á Alþingi frumvarp sem innleiðir tilskipun Evrópusambandsins um ársreikninga. Við samningu frumvarpsins í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var skilgreining á svokölluðu örfélagi þrengd frá því sem Evróputilskipunin kveður á um. Ef viðmið tilskipunarinnar hefðu fengið að standa óbreytt hefðu 90% fyrirtækja á Íslandi fallið undir skilgreininguna á örfélögum, en ráðuneytinu þótti við hæfi að aðeins um 80% fyrirtækja teldust örfélög. Hvers vegna er ekki útskýrt í greinargerð frumvarpsins. Með innleiðingu tilskipunarinnar er verið að einfalda mjög kröfur til ársreikningaskila og endurskoðunar ársreikninga hjá örfélögum og draga úr kostnaði og umstangi, sem er að sjálfsögðu mjög jákvætt fyrir atvinnulífið. Hins vegar þýðir þessi ákvörðun ráðuneytisins um að þrengja skilgreininguna þá líka að óþarfa kostnaður og fyrirhöfn er lögð á 10% íslenzkra fyrirtækja. Enginn hefur enn útskýrt af hverju það er nauðsynlegt.Þrengt að auglýsingum lyfjafyrirtækja Annað dæmi er af nýlegum drögum að frumvarpi til nýrra lyfjalaga, sem samin voru af nefnd á vegum velferðarráðuneytisins. Ýmis ákvæði frumvarpsdraganna eru mun meira íþyngjandi en Evróputilskipunin sem átti að innleiða með lögunum. Miklu þrengri skorður eru settar við lyfjaauglýsingum en tilskipunin kveður á um og sömuleiðis við dreifingu lyfjafyrirtækja á sýnishornum af vöru sinni. Nefndin sem samdi frumvarpið hefur fallizt á athugasemdir Félags atvinnurekenda um að of þröngar skorður séu settar við afhendingu lyfjasýnishorna en ekkert hefur frétzt af því hvort ráðuneytið hyggst áfram leggja til við Alþingi að mun harðari reglur gildi um lyfjaauglýsingar hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum.Í verkahring forsætisráðherrans Mörg fleiri dæmi væri hægt að tína til úr starfi stjórnarráðsins við að undirbúa innleiðingu á Evrópureglum í íslenzk lög. Um þau öll má segja að hægri höndin virðist ekki vita hvað sú vinstri gerir. Þeir sem hafa fengið það verkefni að innleiða reglur EES virðast telja sig hafa umboð til að gera það með íþyngjandi hætti fyrir íslenzk fyrirtæki, þrátt fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar um einföldun regluverks atvinnulífsins – og þrátt fyrir áherzlu að minnsta kosti sumra ráðherra ríkisstjórnarinnar á að Evróputilskipanir séu innleiddar með „mildum“ hætti. Getur verið að embættismennirnir sem fá það verkefni að semja lagafrumvörpin séu með aðra stefnu en hinir kjörnu fulltrúar? Nýr forsætisráðherra hefur vafalaust í mörg horn að líta, en það á að vera í hans verkahring að vinda ofan af þessari þróun og tryggja að við undirbúning löggjafar sé stefnunni um einföldun regluverks atvinnulífsins fylgt í raun.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar byggir stefnu sína á stjórnarsáttmála Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks frá því vorið 2013. Þar var sérstaklega kveðið á um einföldun regluverks atvinnulífsins í þágu vaxtar, fjárfestingar og atvinnusköpunar. Um þetta segir meðal annars í stjórnarsáttmálanum: „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir endurskoðun regluverks atvinnulífsins með einföldun og aukna skilvirkni þess að leiðarljósi. Markmið hennar verður að minnka skrifræði og einfalda samskipti við opinbera aðila um leið og kostnaði er haldið niðri.Sérstakt markmið er að engar nýjar íþyngjandi reglur verði innleiddar fyrir atvinnulífið án þess að um leið falli brott jafnveigamiklar kvaðir. Þannig munu heildaráhrif regluverksins þróast í rétta átt.“ Þetta er góð stefna, en því miður hefur lítil vinna verið lögð í að hrinda henni í framkvæmd. Endurskoðun regluverksins sem íslenzk fyrirtæki vinna eftir er að minnsta kosti enn sem komið er ákaflega takmörkuð. Öllu verra er að oft er eins og þátttakendum í löggjafarstarfi stjórnvalda hafi ekki verið sagt frá þessari stefnu ríkisstjórnarinnar, eða að þeir séu þá búnir að gleyma henni. Þetta er sérstaklega áberandi við innleiðingu nýrra reglna sem hafa bætzt við EES-samninginn. Árum saman hefur verið bent á að við innleiðingu tilskipana Evrópusambandsins í íslenzkan rétt sé svigrúmið til að taka mið af íslenzkum aðstæðum oft ekki nýtt sem skyldi. Staðreyndin er nefnilega að aðildarríki EES hafa oft og iðulega talsverða möguleika til að laga Evrópulöggjöfina að eigin þörfum og kringumstæðum. Nýleg dæmi sýna að við undirbúning löggjafar í Stjórnarráði Íslands er sveigjanleikinn nýttur – en þá til þess að setja meira íþyngjandi reglur fyrir íslenzk fyrirtæki en Evróputilskipanirnar krefjast. Tökum tvö slík dæmi, sem sýna hvernig stjórnsýslan virðist ekki hafa frétt af stefnunni um einföldun regluverks atvinnulífsins.Af hverju þurfti að fækka örfélögum? Viðskipta- og iðnaðarráðherra lagði nýlega fram á Alþingi frumvarp sem innleiðir tilskipun Evrópusambandsins um ársreikninga. Við samningu frumvarpsins í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var skilgreining á svokölluðu örfélagi þrengd frá því sem Evróputilskipunin kveður á um. Ef viðmið tilskipunarinnar hefðu fengið að standa óbreytt hefðu 90% fyrirtækja á Íslandi fallið undir skilgreininguna á örfélögum, en ráðuneytinu þótti við hæfi að aðeins um 80% fyrirtækja teldust örfélög. Hvers vegna er ekki útskýrt í greinargerð frumvarpsins. Með innleiðingu tilskipunarinnar er verið að einfalda mjög kröfur til ársreikningaskila og endurskoðunar ársreikninga hjá örfélögum og draga úr kostnaði og umstangi, sem er að sjálfsögðu mjög jákvætt fyrir atvinnulífið. Hins vegar þýðir þessi ákvörðun ráðuneytisins um að þrengja skilgreininguna þá líka að óþarfa kostnaður og fyrirhöfn er lögð á 10% íslenzkra fyrirtækja. Enginn hefur enn útskýrt af hverju það er nauðsynlegt.Þrengt að auglýsingum lyfjafyrirtækja Annað dæmi er af nýlegum drögum að frumvarpi til nýrra lyfjalaga, sem samin voru af nefnd á vegum velferðarráðuneytisins. Ýmis ákvæði frumvarpsdraganna eru mun meira íþyngjandi en Evróputilskipunin sem átti að innleiða með lögunum. Miklu þrengri skorður eru settar við lyfjaauglýsingum en tilskipunin kveður á um og sömuleiðis við dreifingu lyfjafyrirtækja á sýnishornum af vöru sinni. Nefndin sem samdi frumvarpið hefur fallizt á athugasemdir Félags atvinnurekenda um að of þröngar skorður séu settar við afhendingu lyfjasýnishorna en ekkert hefur frétzt af því hvort ráðuneytið hyggst áfram leggja til við Alþingi að mun harðari reglur gildi um lyfjaauglýsingar hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum.Í verkahring forsætisráðherrans Mörg fleiri dæmi væri hægt að tína til úr starfi stjórnarráðsins við að undirbúa innleiðingu á Evrópureglum í íslenzk lög. Um þau öll má segja að hægri höndin virðist ekki vita hvað sú vinstri gerir. Þeir sem hafa fengið það verkefni að innleiða reglur EES virðast telja sig hafa umboð til að gera það með íþyngjandi hætti fyrir íslenzk fyrirtæki, þrátt fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar um einföldun regluverks atvinnulífsins – og þrátt fyrir áherzlu að minnsta kosti sumra ráðherra ríkisstjórnarinnar á að Evróputilskipanir séu innleiddar með „mildum“ hætti. Getur verið að embættismennirnir sem fá það verkefni að semja lagafrumvörpin séu með aðra stefnu en hinir kjörnu fulltrúar? Nýr forsætisráðherra hefur vafalaust í mörg horn að líta, en það á að vera í hans verkahring að vinda ofan af þessari þróun og tryggja að við undirbúning löggjafar sé stefnunni um einföldun regluverks atvinnulífsins fylgt í raun.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar