Gunnar Nelson kærður fyrir að fella tré nágranna síns Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. apríl 2016 06:00 Útsýnið hefur stóraukist á Kleifarvegi 6 eftir að eigendur hússins felldu tré nágrannanna á Laugarsvegi 3 sem nú er ekki í eins góðu skjóli og áður. Vísir/Ernir Stórt og gamalt tré var á fimmtudag fellt í garðinum á Laugarásvegi 3 í óþökk eigenda hússins. Bardagakappinn Gunnar Nelson og eigandi annarrar íbúðar í nágrannahúsinu á Kleifarvegi 6 eru sagðir hafi staðið fyrir verkinu sem kært hefur verið til lögreglu. Ekki náðist tal af eigendum Kleifarvegs 6 í gær en Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, segir að upphaf málsins megi rekja til þess að eigendur Kleifarvegs 6, sem keyptu hvor sína íbúðina í húsinu í fyrra, hafi látið mynda skólplagnir á lóðinni. „Þá kemur í ljós að þetta aspartré sem er þarna á lóðamörkunum er búið að skemma skólplagnir hjá þeim,“ útskýrir Haraldur sem kveður við svo búið hafa verið haft samband við nágrannana og þeim boðið að tréð yrði fjarlægt þeim að kostnaðarlausu um leið og tré í Kleifarvegsgarðinum yrðu felld. Vel hafi verið tekið í þetta.Haraldur Nelson segir Gunnar son sinn síst vilja troða illssakir við nágranna sína í Laugarásnum. Fréttablaðið/Vilhelm„Þeir ætluðu síðan að láta vita ef það mætti ekki. Síðan er liðnir margir mánuðir og þeir töldu að það væri í lagi að taka þetta tré. Þarna er bara einhver misskilningur á milli þeirra,“ segir Haraldur, sem kveður Gunnar síst af öllu vilja eiga í erjum við nágranna sína. „Það var aldrei ætlunin. Hann taldi sig vera að gera þeim greiða með því að fjarlægja þetta algerlega á sinn kostnað.“ Eigendum trésins, Sigurði Ásgeiri Ólafssyni og Richard Kristinssyni á Laugarásvegi 3, ber hins vegar saman um að þeir hafi alls ekki veitt samþykki sitt fyrir því að umrætt tré yrði fellt. Þeir viti reyndar ekki af hvaða tegund tréð hafi verið en það hafi þó ekki verið ösp „Þeir höfðu ekkert leyfi, það er alveg á tæru,“ segir Sigurður sem kveður samband hafa verið haft við þá Richard í fyrra til að óska eftir samþykki fyrir því að tréð yrði fellt. Þeir hafi hvorugur sagst reiðubúnir til að heimila að tréð yrði fellt og teldu jafnvel að ekki mætti farga svo gömlu tré. „Það var ekki haft samband meira við okkur.“ Sigurður og Richard sáu ekki hvað orðið var fyrr en þeir komu heim eftir vinnu á fimmtudaginn. Þá var aðeins trjástubburinn eftir. Aðspurður segir Sigurður að þegar málið hafi verið rætt við þá hafi ekki verið minnst á lagnir af nokkru tagi. „Það var bara talað um að þá fengist betra útsýni,“ rifjar hann upp. Sigurður og Richard segja báðir að tréð hafi skýlt þeim mikið fyrir suðaustanátt, auk þess verið athvarf fugla og verið til prýði á allan hátt. „Það er bara glæpsamlegt athæfi að gera þetta svona,“ segir Sigurður. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Stórt og gamalt tré var á fimmtudag fellt í garðinum á Laugarásvegi 3 í óþökk eigenda hússins. Bardagakappinn Gunnar Nelson og eigandi annarrar íbúðar í nágrannahúsinu á Kleifarvegi 6 eru sagðir hafi staðið fyrir verkinu sem kært hefur verið til lögreglu. Ekki náðist tal af eigendum Kleifarvegs 6 í gær en Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, segir að upphaf málsins megi rekja til þess að eigendur Kleifarvegs 6, sem keyptu hvor sína íbúðina í húsinu í fyrra, hafi látið mynda skólplagnir á lóðinni. „Þá kemur í ljós að þetta aspartré sem er þarna á lóðamörkunum er búið að skemma skólplagnir hjá þeim,“ útskýrir Haraldur sem kveður við svo búið hafa verið haft samband við nágrannana og þeim boðið að tréð yrði fjarlægt þeim að kostnaðarlausu um leið og tré í Kleifarvegsgarðinum yrðu felld. Vel hafi verið tekið í þetta.Haraldur Nelson segir Gunnar son sinn síst vilja troða illssakir við nágranna sína í Laugarásnum. Fréttablaðið/Vilhelm„Þeir ætluðu síðan að láta vita ef það mætti ekki. Síðan er liðnir margir mánuðir og þeir töldu að það væri í lagi að taka þetta tré. Þarna er bara einhver misskilningur á milli þeirra,“ segir Haraldur, sem kveður Gunnar síst af öllu vilja eiga í erjum við nágranna sína. „Það var aldrei ætlunin. Hann taldi sig vera að gera þeim greiða með því að fjarlægja þetta algerlega á sinn kostnað.“ Eigendum trésins, Sigurði Ásgeiri Ólafssyni og Richard Kristinssyni á Laugarásvegi 3, ber hins vegar saman um að þeir hafi alls ekki veitt samþykki sitt fyrir því að umrætt tré yrði fellt. Þeir viti reyndar ekki af hvaða tegund tréð hafi verið en það hafi þó ekki verið ösp „Þeir höfðu ekkert leyfi, það er alveg á tæru,“ segir Sigurður sem kveður samband hafa verið haft við þá Richard í fyrra til að óska eftir samþykki fyrir því að tréð yrði fellt. Þeir hafi hvorugur sagst reiðubúnir til að heimila að tréð yrði fellt og teldu jafnvel að ekki mætti farga svo gömlu tré. „Það var ekki haft samband meira við okkur.“ Sigurður og Richard sáu ekki hvað orðið var fyrr en þeir komu heim eftir vinnu á fimmtudaginn. Þá var aðeins trjástubburinn eftir. Aðspurður segir Sigurður að þegar málið hafi verið rætt við þá hafi ekki verið minnst á lagnir af nokkru tagi. „Það var bara talað um að þá fengist betra útsýni,“ rifjar hann upp. Sigurður og Richard segja báðir að tréð hafi skýlt þeim mikið fyrir suðaustanátt, auk þess verið athvarf fugla og verið til prýði á allan hátt. „Það er bara glæpsamlegt athæfi að gera þetta svona,“ segir Sigurður.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira